Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 11
Sunnudagur 24. júli 1977. n fjórðungi Kópavogur. Seltjarnarnes. Margur borgarbúinn þráir aö komast út i sveit, ganga á grasi.hvHast frá amstri og argaþrasi fjölmennisins. Hér sést hluti af starfi hjóna I Reykjavik, sem hafa með frábærri kostgæfni og smekkvisi gert bert og gróöurlaust grjótholt að einum fegursta blettinum I nágrenni borgar- innar. HÆTTA! Lokað vegna hættu á Kötlugosi Skaftfellingar hafa lengi þurft að glima við tröilaukna náttúru, stór- vötn og eyðisanda. Og enn, á öld tækni og fullkomnari samgangna en áður hafa þekkzt, getur verið nauðsynlegt að fara aö með gát og vera við ýmsu búinn. Þessi forna f jóstóft á Bergþórshvoli var grafin upp og rannsökuö eftir kúnstarinnar reglum. Þá kom i ljós.aö þarna hefur fjós brunnið, ein- hvern tíma mjög snemma á öldum. Þaö skyldi þó ekki hafa veriö fjós Njáls bónda? Um þetta geta menn lesið nánar I Arbók Fornleifaféiags- ins 1951-’52. Áfram skal haldið að birta myndir úr lands fjórðungum. Við höldum sem leið liggur sólarsinnis vestur og norður um land, og verður þá næst fyrir okkur Sunnlendinga- fjórðungur. Um hann verður meðal annars það lesið á fornum bókum, að hann sé ,,með mestum blóma ... alls íslands fyrir landskosta sakir og höfðingja þeirra er þar hafa byggt, bæði lærðra og ólærðra”. Enn i dag mun það mála sannast, að óviða sé blómlegra i islenzkum sveitum en i breiðum byggðum Suðurlands. Þó hafa Sunnlendingar löngum haft við sin vandamál að striða, eigi siður en aðrir landsmenn. Fyrr á timum spilltu stór- vötn mjög fyrir sam- göngum i þessum landsfjórðungi, en við sjávarsiðuna var hafn- laus og brimasöm strönd. í sumum sveit- um Suðurlands er vot- viðrasamara en viðast hvar annars staðar á landinu, og hefur það oft gert bændum þar ærin óþægindi. Þrátt fyrir allt þetta erum við nú stödd i einum búsældarleg- asta, fegursta og sögu- rikasta fjóðungi lands okkar. Geysir i Haukadal Hlíðarendi i Fljótshiið. — Útsýni frá bænum Brúin hjá Iðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.