Tíminn - 24.07.1977, Qupperneq 15

Tíminn - 24.07.1977, Qupperneq 15
Sunnudagur 24. júll 1977. llliiill'lí — Aö blöa svona, er eins og aö deyja daglega, segir Alberta Osborne, dæmd til lífláts I rafmagnsstólnum. Mál hennar er nú fyrir hæstarétti. N NÆR A A röngum stað á röng- um tima Aö frátöldum 75 mfnútum er Sonia Jacobs alla vikuna lokuð inni i litla klefanum sínum I „Betrunarheimili fyrir konur” 1 Flórida. Hún fær matinn gegn- um litla lúgu á hurðinni og þá stuttu stund, sem hún fær að fara út úr klefanum, fær enginn hinna fanganna aö tala við hana. Hún drepur timann með þvi að lesa, teikna og skrifa bréf til vinar sins, Jesse Tafero, föð- ur þriggja ára gamallar dóttur hennar. Tafero er llka í dauða- deild. — Þegar ég er mjög niöur- dregin, skrifa ég sjálfri mér, segir Sonia. — Ég get ekki sagt móður minni frá vandamálum minum. Henni finnst ég hafa valdið nægum vandræðum. Sonia lýsir sig saklausa og segir aö eina sök sin sé að hafa verið á röngum stað á röngum tima. Febrúarmorgun einn i fyrra fannst hún sofandi f kyrr- stæðum bil, sem var fullur af vopnum og kókaini. Ásamt henni var Tafero, dóttirin Christina og niu ára gamall son- ur, Erik frá hjónabandi hennar á æskuárum. Samkvæmt ákærunni á Sonia að hafa skotiö á tvo lögreglu- menn á tjaldstæði við hrað- brautina til Flórida, þegar þeir voru að leita að Tafero og vini hans. Siðan á Tafero að hafa gripið af henni byssuna og skot- ið báða lögreglumennina til bana. Vinurinn var eftirlýstur og það var hann sem lýsti á þau sökinnimeð þviað segja, að þau hefðu verið brjáluö, bláttáfram uppdópuð! Sonia er dóttir vefnaðarvöru- verksmiðjueiganda og ólst upp i þvi sém hún kallar „millistétt- arumhverfi”.Hún gekk þrjú ár i gagnfræðaskóla. Eftir skilnað við „skólaunnusta” fluttist hún með foreldrum sinum til Miami og seinna til Charlotte i Norður- Karolinu. Nú er hún 29 ára og sakavottorð hennar er langt og dapurlegt. Ótal sinnum hefur hún verið handtekin fyrir vændi, fiknilyfjaneyzlu, skjalafals og vanrækslu á börnunum. Meðal annars hefur komið fram, að Erik hefur aldrei notiö neinnar kennslu. Sonia er orðinn ákafur fang- elsislögfræðingur og lifir enn I voninnium aðbænir hennar um náðun veröi heyrðar. Börnin eru I umsjá foreldra hennar. Hún hefurm.a. safnaðákæruefnium mismunun kynjanna I fangels- um. Fangelsið er niður- drepandi Rebecca Machetti, 38 ára, hefur verið rúmlega tvö ár i klefa sinum i Bibb-fangelsinu i Georgiu. Allan timann hefur hún þjáðst af migrenuköstum og útbrotum og sjónin er oröin döp- ur eftir aðkenningu að slagi. — Þetta er allt mjög einkenni- legt, segir móðir hennar. — Re- becca er reyndar sjúkraliði og sýndi ævinlega öðrum ást og umhyggju. Ég er viss um að hún mundi aldrei gera neinum illt. En kviðdómurinn i Macon var á annarri skoðun. Hann dæmdi frú Machetti til dauða fyrir að- ild að morðunum á fyrrverandi eiginmanni sinum og konu hans árið 1974. Núverandi eiginmað- ur hennar var einnig dæmdur til dauða og annar meðsekur fékk ævilangt fangelsi. Astæðan er sögð hafa verið tryggingarféð og aðrir sjóðir, sem koma áttu i hlut dætranna þriggja. Þau hjón voru gift i 17 ár og skildu áriö 1973. Fáir heimsækja Rebeccu Machetti, en þeir sem hitta hana segja að hún beri merki atburðanna og að hún sé þung- lynd. — Hún þarf á sálfræðiaðstoð aö halda, ef hún sleppur út, seg- ir vinur hennar. — En hún er mjög skynsöm og ég er viss um að hún bjargar sér. Frú Machetti hefur snúizt til kaþólskrar trúar. Hún starfar að rannsóknum fyrir ýmsa hópa, sem berjast gegn dauða- refsingu og heldur uppi miklum bréfaskiptum viö aðra fanga. — Rebecca nær sambandi við alla, segir móðir hennar. — Hún skrifast á viö um það bil 100 aðra fanga um allt landið og fær oft bréf frá þeim, þar sem þeir lofa hana á allan hátt. að nýju í na gleymist oft að þar Fimm konur eru ekki verið tekin af lífi u hér er fjallað um, næsta...... Óskum eftir að ráða starfskraft í bókhald (heils dags starf) sem fyrst. Upplýsingar á skrifstofunni mánudag og þriðjudag kl. 10-12. Samvinnuferðir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077 Alternatorar og startarar í Chevrolet, Ford, Dodge, Wagoneer, Fiat o.fl. í stærð- um 35-63 amp. 12 & 24 volt. Verö á alternator frá kr. 10.800. Verö á startara frá kr. 13.850. Amerisk úrvalsvara. Viðgerðir á alternatoruiyi og störturum. - Póstsendum. Bifvélavirkjar Óskum að ráða bifvélavirkja og vélvirkja til starfa á verkstæði okkar á Þórshöfn. Upplýsingar gefur Þórður Ólafsson i sim- um (96) 8-12-00 og (96) 8-11-18. Kaupfélag Langnesinga Þórshöfn. Hótel Valaskjólf Matreiðslumenn Viljum ráða nú þegar, eða eftir samkomu- lagi matreiðslumann. Nánari upplýsingar hjá Þórhalli Eyjólfs- syni, simi (97)12-37. Enn sem fyrr er Bústólpi í fararbroddi, nú í móttöku og dreifingu á lausu fóðri. Verðið hvergi hagstæðara. Komið, sjáið og sannfærist. Útvegum síló fyrir laust fóður í öllum stærðum, verðið mjög hagkvæmt. Væntanleg maurasýra, verð kr. 4.152,00 pr. 25 lítrar. Verzlið þar sem saman fer lágt verð, fyrsta flokks vara og góð þjónusta. BÚSTÓLPI FYRIR BÆNDUR. BÚSTÓLPI HF. Sími (96) 22320, Strandgötu 63, Akureyri.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.