Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 12
12
Sunnudagur 27. nóvember 1977
Frá 1952 hefur fiskveiðilögsaga
íslands verið færð út, i fjórum
áföngum, úr þremur sjómilum i
tvö hundruð. Athyglisvert er, að
Framsóknarflokkurinn hefur,
einn islenzkra stjómmálaflokka,
átt aðild að öllum þeim rikis-
stjórnum, er staðið hafa fyrir út-
færslu fiskveiðilögsögunnar.
KASIGRI
AU
Allar veigamiklar ákvaröanir
um stjórn Landheigisgæziunnar
hvildu á ólafi Jóhannessyni á
viðsjárverðum timum.
veiðum en nokkur önnur þjöð i
veröldinni, e.t.v. að Færeying-
um einum undanskildum.
Rétt er að hafa þessi orð Ólafs
Jóhannessonar i huga rní, fimm
árum siðar, þegar reglan um
tvö hundruð milna fiskveiðilög-
sögu, hvað þá fimmtiu milna
lögsögu, hefur náð alþjóðlegri
staðfestingu, að minnsta kosti i
verki.
I fyrrgreindu útvarpsávarpi
skýrði forsætisráðherra frá þvi,
að landhelgisgæzlan yrði stór-
efld. Ekki kæmi til greina að
hvika frá markaðri stefnu, held-
ur yrði henni framfylgt i verki
af öllu þv i afli, er við hefðum yf-
ir að ráða, hvort sem öðrum
þjóðum likaði það betur eða
verr.
Alvarleg átök
Það kom fljótlega i ljós, að
Bretar ætluðu sér að viröa út-
færsluna i fimmtiu mflur að
vettugi. Islenzku varðskipin
hófu þá að beita nýrri aðferð í
baráttunni við brezka togara, er
sekirgerðust um landhelgisbrot.
Sú aðferð náði siðar heims-
frægð, en hún var sem kunnugt
erfólginiþviaöklippaá togvíra
veiðibrjótanna með svonefnd-
um „kliH)um”. Þetta nýja vopn
olli að sjálfsögðu miklu upp-
námi hjá brezkum togaraskip-
stjórum og kröfðust þeir þess,
að þeim yrði veitt tilhlýðileg
vernd, fyrst og fremst herskipa-
vernd, eins og gert hafði verið i
fyrra þorskastriði.
Brezka stjórnin sendi dráttar-
báta til verndar togurunum, en
herskip brezka flotans biðu
átekta utan fimmtiu milnanna.
Þetta dugði þó skammt, þvi að
17. mai 1973 tóku togaraskip-
stjórarnir þá ákvöröun að halda
af miðunum, ef þeim yrði ekki
látin i té herskipavernd. Til að
leggja áherzluá þessa ákvöröun
sigldu þeir skipum sinum út
fyrir fimmtiu milurnar.
Þetta hreif. Tveim dögum sið-
ar ákvað brezka stjórnin að
endurtaka leikinn frá 1958 og
senda herskip inn fyrir fimmtíu
milurnar til verndar brezku
veiðibrjótunum.
Þessi ákvörðun vakti að sjálf-
sögðu mikla reiði Islendinga.
Ólafur Jóhannesson taldi
hernaðarástand rikjandi, en
kvaðst þó vona, aö ekki kæmi til
þess, að stjórnmálasambandi
við Breta yrði slitiö. Til alvar-
legra átaka kom á miðunum,
þvi að herskipin og dráttarbát-
amir gerðu itrekaöar tilraunir
til þess að sigla varðskipin niö-
ur. Sá leikur var svo endurtek-
inn i siöasta þorskastriði, eins
og greint verður frá hér á eftir.
Bráðabirgðasam-
komulag
Hinn 27. september 1973
ákvað islenzka rikisstjórnin að
slita stjórnmálasambandi við
Breta, nema brezku herskipin
yrðu á brott úr hinni nýju fisk-
veiðilögsögu. Var Bretum i
þessu skyni gefinn frestur til 3.
október.
Þetta leiddi til þess, að Ed-
ward Heath, forsætisráðherra
Breta, sendi sérstakt bréf til
Ólafs Jóhannessonar. 1 bréfinu
boðaði Heath breytta stefnu.
Varð úr, að Ólafur Jóhannesson
fór til fundar viðHeath hinn 15.
október og ræddust þeir við i tvo
daga. Hinn 20. október var birt
uppkast að samkomulagi milli
Islendinga og Breta i land-
helgismálinu og var uppkastið
siðar staðfest af Alþingi.
I forystugrein • Timans var
farið svofelldum oröum um
samkomulagið: „Alþingi hefur
nú samþykkt með yfirgnæfandi
meirihluta tillögu um að heim-
ila rikisstjórninni að ganga til
bráðabirgöasamninga við Breta
um veiðar þeirra innan fisk-
veiðilögsögu Islands. Með þessu
bráðabirgðasamkomulagi
vinnst þrennt. Bretar viður-
kenna óbeint hina nýju fisk-
veiðilögsögu, þar sem þeir sam-
þykkja að draga úr veiðum sín-
um innan hennar. Agangur
Breta á fiskimiðin minnkar þvi
verulega miðað við það, sem
liklegt er, að ella hefði orðið.
Með samningnum er svo afstýrt
þeim árekstrum og hættum,
sem annars voru yfirvofandi.
Hér hefur þvi mikið á unnizt,
þótt það gildi i þessu tilfelli eins
og mörgum fleiri, að margir
hefðu óskaö þess að ná enn betri
niðurstöðu.”
Ákvörðun tekin um út-
færslu i 200 milur
Samkomulag það, sem gert
var við Breta og staðfest var á
Alþingi hinn 14. nóvember 1973,
var til tveggja ára. A þessum
tveimur árum breyttust mjög
viðhorfin i landhelgismálinu. 1
fyrsta lagi hölluðust æ fleiri riki
að þvi, að viðurkenna bæri tvö
hundruð sjómilna efnahagslög-
sögu strandrikja og i framhaldi
af þvi ákvaö núverandi rikis-
stjórn aö færa fiskveiðilögsögu
Islands út i tvö hundruð sjómil-
ur. I ööru lagi létu bæði islenzkir
og erlendir fiskifræðingar i ljós
áhyggjur vegna sivaxandi
ásóknar i þorskstofninn um-
hverfis landið. Rikisstjórninni
þótti þó rétt að doka ögn við og
sjá, hvort samkomulag næðist
um um ný alþjóöalög á hafinu á
hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna. Á meðan var land-
ólafur Jóhannesson, dómsmálaráöherra, heiisar Sigurði Arnasyni skipherra um borð i Ægi. Pétur
Sigurösson, forstjóri Landheigisgæzlunnar stendur hjá.
Skæöasta vopn tslendinga gegn erlendum veiöiþjófum voru
klippurnar, sem stiföu trollið aftan úr mörgum veiöiglööum ráns-
manninum.
1 tilefni þess, að á morgun, 28.
nóvember, fellur úr gildi sam-
komulag það, sem gert var við
Vestur-Þjóðverja um veiðar i
fiskveiðilögsögunni, verður rifj-
uð upp þróun landhelgismálsins
frá þvi að fært var út í fimmtíu
sjómi'lur 1972.
Þegar rikisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar tók viö völdum I
landinu á miðju ári 1971, var þvi
lýst yfir, að stefnt yrði að út-
færslu fiskveiðilögsögunnar i
fimmtfu sjómilur eins fljótt og
unnt væri. Ástæðan var fyrst og
fremst sú, að nauösyn þótti
bera til þess að gripa til viðtæk-
ari ráðstafana til aö vernda
fiskistofnana umhverfis landið.
Hinn 1. september 1972 gekk I
gildi reglugerð, sem kvað á um
útfærslu fiskveiðilögsögunnar i
fimmtíu sjómilur. 1 útvarps-
ávarpi af þessu tilefni lýsti Olaf-
ur Jóhannesson, forsætisráð-
herra, þvf yfir, að landhelgin
yrði varin meö öllum tiltækum
ráðum. I sama ávarpi lýsti for-
sætisráðherra þvi, hver væri
lagalegur réttur Islendinga til
að færa út fiskveiðilögsöguna.
Hann taldi þá meðal annars þaö
sleggjudóm, að stækkun lögsög-
unnar nú gengi i berhögg við al-
þjóðarétteöa lengra en eðlilegt
og sanngjarnt væri. Bentihann i
þvi sambandi á þá staðrey nd, aö
Islendingar væru háöari fisk-