Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 19
Sunnudagur 27. nóvember 1977 19 - — 'l.'Í » f i fiit, WWRVIXl Wíwtmm Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Sióumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verb i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1Æ00 á mánu&i. Blaöaprent h.f. samningurinn Á morgun munu þýzkir togarar hætta veiðum innan fiskveiðilögsögu íslands, samkvæmt samn- ingi þeim, sem var gerður milli íslands og Vestur-Þýzkalands i nóvember 1975. Með samn- ingnum fékk takmarkaður fjöldi vestur-þýzkra togara leyfi islenzkra stjórnvalda til að veiða ákveðið magn innan islenzku fiskveiðilögsögunnar næstu tvö árin. Samkvæmt samningnum fellur þetta leyfi úr gildi á morgun og munu Þjóðverjar samkvæmt þvi hætta veiðum innan fiskveiðilög- sögunnar. Þýzki samningurinn frá 1975, var mikilvægur áfangi i landhelgisbaráttunni og studdi mjög að lokasigri íslendinga, sem vannst með Oslóar- samningnum við Breta vorið 1976. í þýzka samn- ingnum fólst óbein viðurkenning á hinni nýju fisk- veiðilögsögu íslands. Með þýzka samningnum tókst alveg að einangra Breta og tryggja stórum betur taflstöðu Islands á alþjóðlegum vettvangi. Hefði deilan við Vestur-Þjóðverja haldið áfram, hefðu Bretar vafalaust talið það styrk fyrir sig og orðið enn erfiðari viðureignar. Samningurinn við Þjóðverja varð Bretum ótviræð visbending um, að leikurinn væri tapaður. Eftir að Þjóðverjar voru þannig úr sögunni, gátu islenzku varðskipin snúið sér eingöngu að brezku togurunum, enda hertu þau mjög sóknina gegn þeim eftir þetta. Innan At- lantshafsbandalagsins og Efnahagsbandalagsins reyndust Þjóðverjar íslendingum mun vinveittari eftir en áður. Þannig styrkti þýzki samningurinn stöðu íslands á allan hátt, jafnt erlendis og á haf- inu umhverfis ísland. Þýzki samningurinn var snjallt stjórnmálabragð af hálfu íslendinga og árangurinn varð i samræmi við það. Hann flýtti mikið fyrir ósigri Breta og fullum sigri íslendinga. Þegar nú er horft til baka við gildislok þýzka samningsins, munu margir undrast afstöðu þeirra, sem reyndu að vekja andúðaröldu gegn honum, og gengu jafnvel svo langt að kalla hann landráðasamning. Jafnframt ólu þeir á alls konar hrakspádómum um að hann yrði framlengdur, Is- lendingar væru hér að bindasig á varanlegan klafa o.s.frv. Allt er nú þetta dautt og ómerkt. Það má lika segja þjóðinni til lofs, að hún tók yfirleitt ekki þátt i þessari æsingastarfsemi, sem stj órnarand- staðan reyndi að efla til. Hún gerði sér betri grein fyrir málinu en æsingamennirnir. Nú þegar vestur-þýzk fiskiskip hætta veiðum, er vert að vekja athygli á þvi, að Þjóðverjar höguðu sér á annan og betri veg en Bretar, þegar deilan stóð á fiskimiðunum. Formlega viðurkenndu þeir ekki útfærslurnar, en þeir hl ýddu yfirleitt fyrir- mælum islenzku varðskipanna og gripu aldrei til vopnavalds. Þetta gerði þýzka samninginn 1975 auðveldari en ella. Þessa afstöðu Þjóðverja er skylt að meta og virða. Það sýnir lika skilning Þjóðverja á þeim vanda, sem íslendingar glima við, þar sem er rýrnun fisk- stofnanna, að þeir hafa ekki farið fram á endur- nýjun á samningnum né Efnahagsbandalagið fyrir hönd þeirra. Þvert á móti hafa þeir lýst skilningi á þeirri afstöðu íslendinga, að leyfa ekki útlending- um veiðar meðan ástand fiskstofnanna er slikt og það er nú. Þetta ætti að vera góður grundvöllur fyrir samstarfi þjóðanna við Atlantshaf um vernd- un og viðhald fiskstofnanna. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Vafasamt þykir hvort Fraser heldur velli Nýr flokkur veldur honum áhyggjum Malcölm Fraser ÞEGAR Malcolm Fraser, forsætisráöherra Astraliu, rauf þingiö 27. október siöast- liöinn og ákvaö nýjar kosning- ar 10. desember, var þvi yfir- leitt spáö aö stjdrnar- flokkarnir, Frjálslyndi flokkurinn sem er Ihaldsflokk- ur landsins,og Landsbyggöar- flokkurinn, myndu auöveld- lega halda velli. Hins vegar þótti sýnt, aö Fraser óttaöist aö pólitiska ástandiö myndi versna og þvl heföi hann ákveðiö aö efna til kosning- anna ári fyrr en kjörtimabil- inu átti aö ljúka. Siðast fóru þingkosningar fram i Astraliu i desember 1975, en kjörtfma- bilið er þrjú ár. 1 þeim kosningum beiö Verkamanna- flokkurinn, sem haföi fariö meö stjórn undanfarin þrjú ár mikinn ósigur. Hann fékk aö- eins 36 þingmenn kjörna en stjórnarflokkarnir samanlagt 91. Gough Whitlam formaöur Verkamannaflokksins, haföí hafizt handa um margvislegar umbætur, þegar hann tók viö stjórnartaumunum 1972 eftir 23 ára stjórn hægri flokkanna en oliuverðhækkunin mikla, sem kom tilsögu iárslok 1973, reyndist honum þung i skauti og haföi i för meö sér marg- vislega erfiöleika. Viö þetta bættistsvo aöýmsir ráöherrar hans uröu uppvísir aö óeöli- legum auögunartilraunum. Landstjórinn, sem fór meö umboö Bretadrottningar sem þjóöhöföingi landsins og haföi veriö tilnefndur eftir ábendingu Whitlams, greip til þess óvenjulega ráös aö vikja stjórn hans frá völdum og fyrirskipa kosningar. Þetta átti sinn þátt i hinum mikla ósigri Verkamannaflokksins i kosningunum 1975. Siöan hef- ur flokkurinn verib i sárum og miklar deilur verið innan hans, m.a. um formennsku Whitlams, sem honum tókst aö halda meö naumindum á siöasta flokksþingi. FRASER hafði brotizt til valda I Frjálslynda flokknum fyrir kosningarnar 1975. Hann er aubugur bóndi, framgjarn og ráðrikur. Hann gaf mikil fyrirheit um bætta fjármála- stjórn fyrir kosningarnar en hefur gengiö illa aö fram- fylgja þeim. Óhagstæö viö- skiptakjör hafa átt sinnjþátt I því. Þó hefur veröbólgan heldur farið minnkandi siöustu mánuöina en hins veg- arhefuratvinnuleysiaukizt og þvi er spáö aö þaö haldi áfram aö vaxa næstu missirin. Þá óttast hagfræöingar, aö viö- skiptakjörin geti versnað og staöa Astraliu oröiö lakari á erlendum mörkuöum m.a. vegna tilhneigningar til auk inna hafta hjá Efnahags- bandalaginu og Japan. 1 skoöanakönnunum hefur kom- iöiljós, aö almainingur óttast mjög vaxandi atvinnuleysi og telji þaö meiru skipta aö hamla gegn þvi en veröbólg- unni. Af þessumástæöum mun Fraser hafa talið nauösynlegt, að efna til kosninga strax, en biöa ekki til næsta árs. Þaö kann lika aö hafa átt sinn þátt I þessu aö Verkamanna- flokkurinn var litt undir kosningar búinn vegna inn- byrðis deilna eins og áöur er vikið aö. Lokshefur þaöef tilvillhaft einhver áhrif, aö einn af for- ingjum Frjálslynda fiokksins, Don Chipp, gekk nýlega Ur honum og stofnaði nýjan flokk, Astralska lýöræöis- flokkinn. Fraser kann aö hafa taliö æskilegt aö efna til kosninganna áöur en þessi nýi flokkur væri búinn aö koma sér fyrir. A ÞEIM tæpa mánuöi sem hefur liðið siöan Fraser boöaöi kosningarnar hefur mjög skipazt veöur i lofti I áströlsk- um stjórnmálum. Alit manna er nú yfirleitt þaö aö aðstaöa Frasers hafi mjög versnað og sigurllkur hans séu hvergi eins traustar og ætlaö var I fyrstu. Þetta álykta menn m.a. af kosningum sem hafa farið fram siöan. Nokkru eftir mánaöamótin fór fram auka- kosning i Victoria og urðu úr- slitin þau aö Verkamanna- flokkurinn vann þingsætiö af Frjálslynda flokknum meö að- stoö Astralska lýöræöisflokks- ins,Nýi flokkurinn fékk 17% atkvæöanna eöa mikiu meira en búizt var viö. Kosninga- fyrirkomulag i Astraliu er á þann veg, aö kjósandi getur fært atkvæöi sitt yfir á annan frambjóöanda ef sá frambjóö- andi sem hann kýs helzt nær ekki kosningu. Um 70% af kjósendum nýja flokksins höfbu gefib frambjóöanda Gough Whitlam Verkamannaflokksins at- kvæöi sitt ef frambjóðandi hins nýja flokks næöi ekki kosningu. Sigur frambjóöanda Verkamannaflokksins byggö- ist á þvi, aö bæöi hafbi flokkurinn aukiö fylgi sitt og svo fékk hann áöurnefndan stuðning frá kjósendum nýja flokksins. I fylkiskosningunum, sem fóru fram I Queensland 18. þ.m., endurtók sama sagan sig. Frjálslyndi flokkurinn hélt aö visu velli en Verka- mannaflokkurinn jók verulega fylgi sitt, og mikill meirihluti af kjósendum nýja flokksins veittu frambjóöendum hans stuöning. Yröi svipuö niöur- staöa i landinu öllu i kosning- unum 10. desember, gæti Verkamannaflokkurinn boriö sigur úr býtum. Viö þetta hefur svo þaö bætzt, aö fjármálaráöherr- ann, Philip Lynch, sem var einn vinsælasti ráöherrann i stjórn Frasers, varö aö segja af sér siöastliöinn föstudag sökum ásakana um, aö hann heföi misnotaö aöstööu sina 1 sambandi viö lóðakaup. Hann heldur þvi aö visu fram, aö sakargiftir séu rangar. Þvi haföi verið haldiö fram, aö fyrirtæki, sem hann er riöinn viö, heföi keypt lóöir fyrir 27 þúsund dollara, en selt þær siöan eftir þrjá mánubi meö 110 þús. dollara hagnaöi. Þaö er viðurkennt aö þessi viöskipti hafi átt sér staö en ekki á þeim tima sem upphaf- lega var haldiö fram og að hagnaöurinn hafi ekki oröiö nema 67 þús. dollarar. Þaö þykir ekki ósennilegt, aö þetta mál geti haft nokkrar áhrif á kosningarnar. Whitlam hefur nýlega hafiö kosningabaráttu sina og viröist vera Œ-öinn hinn hress- asti en hann haföi þótt niöur- beygður um skeiö. Hann leggur megináherzlu á að at- vinnuleysinu veröi útrýmt. Margt bendir til að atvinnu- leysismálin veröi höfuömál kosninganna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.