Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 16
16 Uí áiMíim' Sunnudagur 27. nóvember 1977 Krabbamein erorö, sem mjög margir foröast aö nefna. Má reyndar meö góöri samvizku segja, aö þaö sé bannorö i þjóö- félaginu eöa hafi veriö þaö til skamms tima. Samt vita menn ekkert, hvaö þaö er, sem þeir eru svona hræddir viö. Þeir sjá bara svart og dauöa, þegar minnzt er á þennan sjúkdóm og láta þar viö sitja. En er máliö svo alvarlegt, ef þaö er skoöaö hlutlægt og í samhengi? Ekkert alvarlegri en aðrir sjúkdómar Þá spurningu lögöum viö fyrir ungan lækni, Þórarin Sveinsson, sem nykominn er frá sérnámi i krabbameinslækningum i Dan- mörku,enþar hefur hann dvaliö frá árinu 1971. Vann hann fyrst á Finsen-stofnuninni i Kaup- mannahöfn i rúm fjögur ár, en var slðan meö i aö byggja upp nýja krabbameinsdeild á Amt- sjúkrahúsinu i Herlev I útjaöri Kaupmannahafnar. Krabba- meinsdeildin i Herlev er hin nýjasta af nálinni á Noröurlönd- um sem og i Evrópu og sett upp viö hin fullkomnustu skilyrði. — Nei, máliö er ekki svona alvarlegt, sagði Þórarinn, og krabbameinssjúkdómar eru ekkert alvarlegri en aörir sjúk- dómar, sem menn taka meö brosi á vör. A byrjunarstigum sjúkdómsins má lækna hann i 70-100% tilfellum. Aðrar tegundir eiga lengra í land, hvaö varðar fullkomna lækn- ingu, en mjög oft eiga sjúkling- ar langt lif framundan, þrátt fyrir aö ekki sé hægt aö komast fyrir sjúkdóminn. Þannig má ekki setja krabba- meinssjúkdóma undir einn hatt eins og gert hefur verið. Hér er ekki á feröinni einn sjúkdómur, heldur margir. Vafaiaust kem- ur sá dagur, aö almenningur lærir að vega og meta krabba- meinstilfelli, alveg eins og mönnum tekstnú aö skoða hinar ýmsu bólgur, sem skjóta upp kollinum, I hlutlægu ljósi. Hvað er krabbamein? — En krabbamein, hvaö er þaö i raun? — Krabbamein er fólgiö i örri frumuskiptingu sem likaminn hefur ekki lengur stjórn á og vex þvi út i umhverfi sitt. A þessu stigi er krabbameiniö oft staö- bundiö og þvi læknanlegt meö skuröaögerö og/eöa geislameö- ferö gegn æxlishnútnum. — En sé meöferö ekki hafin á þessu stigi geta frumurnar náö aö vaxa inn i æöakerfi iikamans og á þann hátt náö aö dreifa sér til annarra liffæra, þar sem þær byrja aö skipta sér á ný og mynda nýja krabbameinshnúta. Þá er ekki hægt aö skera mein- semdirnar burtu, og oft er edn- asta leiöin til meöferöar lyfja- gjöf. — Þarf ekki aö orölengja þaö, aö barátta krabbameinslækna er enn sú, aö fá fólk til meöferö- arstraxá byrjunarstigum sjúk- dómsins. — t hverju er meöferö krabbameins fólgin? — Fram á siöustu ár var krabbamein meöhöndlaö meö skuröaögerö einni saman eöa geislameöferö. En á siöari ár- um hefur notkun lyfja gegn krabbameini aukizt að mun og er nú unnt aö gefa bæöi lyf ja- og geislameöferö eftir skuröaö- gerö. Er frekari útbreiösla sjúk- dómsins hindruö á þann hátt. Lyfja- og geislameðferð 1 byrjun voru lyfin gefin i smáum skömmtum vegna aukaverkana, en meö aukinni reynslu hefur reynzt unnt aö auka skammt hvers einstaks lyfs og um leið aö gefa fleiri lyf samtimis meö þolanlegum aukaverkunum. Samtímis hefur árangur meöferöarinnar batn- aö, og i dag viröist unnt aö Þórarinn Sveinsson iækna einstaka sjaldgæfar krabbameinstegundir meö lyfjameðferö einni saman. Þá hafa og dýratilraunirsýnt, aö lækning krabbameins er möguleg, ef lyfjameðferö er hafin meöan fjöldi æxlisfruma er takmarkaöur, þ.e. áöur en meinvörp svokölluö eöa ný æxli veröa greinanleg. Hefur þvi hér meö opnazt nýr möguleiki i meðferö fastra æxla hjá sjúkl- ingum meö svonefnd mikro- meinvörp. Hefur reynslan og sýnt, aö unnt er aö segja til um, hvort meinvörp myndist er tek- iö er tillit til sérhæfingar æxlis- frumanna svo og ástands þeirra eitla, sem liggja nálægt æxl- inu. Ætti þvi f náinni framtið aö verða unnt aö skipa sjúklingum meö hinar ýmsu krabbameins- tegundir i aðskilda hópa og sið- an velja meöferö eftir horfum hvers sjúklings. Eru slikar rannsóknir hafnar, og þær niðurstöður, sem þegar liggja fyrir, t.d. viö brjóst- krabbameini, lofa góðu.Ljóst er þó, aö mikið er enn óunniö, eink- um hvað varöar betri greiningu sjúkdómsins og ekki hvaö sizt 1 leit aö stöðugt árangursrlkari meöferö meö geislum og lyfj- um. Ein sérhæfð deild og göngudeild nauðsyn — Nú eru aöstæður til krabba- meinslækninga á Noröurlöndum aðrar en á tslandi.t hverju ligg- ur munurinn helzt? — A Norðurlöndum fer eftir- meðferö krabbameinssjúklinga, þ.e.a.s. lyfja og geislameðferð fram á sérhæföum deildum eöa krabbameinssjúkrahúsum i stærri borgum. Skapast viö slík skilyröi ómetanleg reynsla varöandi meöferö krabba- meinssjúklinga. Hér á landi finnst engin sérhæfð deild nema aö hluta, og á ég þar viö Leitar- stöð Krabbameinsfélags Islands við Suöurgötu. Sú deild annast leit og meöferö krabbameins i legi og leghálsi og er árangur ómetanlegs starfs Krabba- meinsfélags Islands, sem meö virkri starfsemi sinni hefur Forkastanlegt að ljúga að fólki varðandi eigið — segir Þórarinn Sveinsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum Amtsjúkrahúsiö f Herlev, þar sem til húsa er nýjasta krabbameinsdeild á Norðurlöndum sem og I Evrópu. Þórarinn Sveinsson starfaöi einmitt viö þetta sjúkrahús iein tvöár. komið ýmsu góöu til leiöar. En um aörar sérhæföar deildir er ekki að ræöa. — En hvernig mætti sniöa skipulagið á hinum Norður- löndunum viö islenzkar aöstæö- ur? — Þjónusta viö þá sjúklinga, sem fara I eftirmeðferö á Noröurlöndum er aö mestu veitt viö göngudeildir. Og hefur reynslan við Finsen stofnunina i Kaupmannahöfn sýnt, að inn- lögn sjúklinga er aðeins nauö- synleg i u.þ.b. 20% tilfella meö- an á meöferð stendur. Stærö slikrar sérhæförar deildar á Islandi yröi, — sam- kvæmt tölum frá Alþjóöa heil- brigöismálastofnuninni, aö miö- astviö70-80 sjúkrarúm, og er þá ekki reiknað meö strjálbýli Is- lands, sem i sjálfu sér eykur þörfina aö mun, ef veita á lands- mönnum öllum sömu þjónustu án tillits til búsetu. Þaraö aukier þörf stórrar vel útbúinnar göngudeildar, sem getur, auk meöferöar, sinnt eftirliti meö sjúklingum fimm fyrstu árin eftir frummeöferö. Augljóst má vera aö staðsetja ber slíka deild viö eitt af sjúkra- húsum Reykjavikur sökum nauðsynlegrar daglegrar sam- vinnu við aörar sérgreinar læknaþjónustunnar, sem þar eru fyrir hendi. Læknar taka upp nýja siðfræði Svo aö viö snúum okkur nú aö mannlega sviðinu. Hvert var samband sjúklings og iæknis á Finsen? — Allt fram á siðustu ár var . sjúklingum undantekningalltið ekki greint frá sjúkdómnum, ef um krabbamein var aö ræöa. A siöustu árum hefur oröið viss hugarfarsbreyting hjá læknum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.