Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 2
 2 Sunnudagur 27. nóvember 1977 Hægt væri að endurbyggja hluta vegakerfisins fyrir um 50-60 milljarða Heildarkostnaður viö vegagerð lAog B flokkum geti numiö 44 mill- jöröum króna. Til viðbótar gætu komiö 15 milljaröar til endurbóta og stórframkvæmda. áþ — Dýr og viðkvæmur bila- floti landsmanna þarfnást miklu meira viöhalds vegna hins slæma ástands veganna. Er nú svo komið, að varla mun hægt að vinna arðvænlegri fjár- festingu I landinu en þá aö full- gera hundruð kílómetra af fjöl- förnustu þjóðvegum, eingöngu miðað við þann sparnað, er af myndi leiða i viöhaldi farar- tækja og vega, auk timasparn- aöar ferðalanga. betta kemur fram i grein er Valdimar Krist- insson ritaði i siöasta hefti Fjár- málatiöinda. Valdimar segirm.a.að aöeins hafi verið endurlagðir með bundnu slitlagi um 190 km þjóð- vega, og aö á siöustu árum hafi mjög litið bætzt við af oliu- malarbornum þjóðvegum. Astæðan sé einkum leiöin yfir Skeiöarársand og brúin yfir Borgarfjörð. Heildarlengd aöalvega er um 2300 km (sjá kort), og af þeim eru 190 km nú fullgeröir. Mis- muninum segir Valdimar, má skipta i grófum dráttum i tvo flokka, sem kalla mætti A og B flokk (sjá kort). 1 A flokki væri stefnt aö vegum, sem að gæðum liktust Suðurlandsvegi i Flóa og veginum yfir Hellisheiöi. 1 B flokki værisvo stefntaö vegum, sem aö gæðum liktust endur- bætta kaflanum um Mœfells- dal. Þeir vegir yröu eitthvað mjórri en vegir i A flokki, þótt allir væri þeir tvibreiðir. Aöalreglan yrði sú, sam- kvæmt þeim hugmyndum sem Valdimar varpar fram, og ekki er rúm til aö rekja i smáatriöum hér, að vegir i Aflokki yrðu endurbyggðir, en lagfærðir i B flokki. Vegirnir, sem yrðu lag- færðir, mundu viða veröa breikkaðir og réttir af i beygj- um eftir aöstæöum, en auk þess yrði viða að styrkja þá með malarlagi undir oliumölina. Við það myndu þeir hækka og þar með batna fyrir vetrarumferð, auk þess sem „snjómokstur” yröi auöveldari. 1 A flokki yrðu um 500 km vega auk þeirra 190 km, sem þegar hafa veriö fullgeröir. Af þessúm 500 km hefur verið áætl- að, að um 150 km séu tilbdnir til að leggja þá oliumöl. Miðaö við áætlaö verðlag 1978 er reiknaö með, að kostnaður viö olfu- malarslitlag og undirlag undir ollumölina veröi 12 m.kr. á hvern km. Þessi kostnaöur yrði þvi 150 km x 12 m.kr. = 1.800 millj. kr. Endurbygging vega i A flokki, miðað við sama verölag er áætl- að meö oliumöl aö meðaltali 40 millj. kr. á hvern km. Er þá átt við venjulegan veg, en ein- stakar stórframkvæmdir ekki taldar meö. Þessi kostnaöur yröi um 14.000millj. kr. Samtals yrði þá kostnaðurinn við A flokk 15.800 millj. kr. Ef litið er á B flokk.á sama hátt, þá er hann rúmlega 1.600 kmá lengd. Þar af hefur verið áætlað, að um 680 km væru til- búnir að leggja þá oliumöl. Samtalsyröi kostnaðurinn viö B flokk tæpar 30 millj. kr. og heildarkostnaður við A og B flokk um 44 milljarðar. Valdimar segir I grein sinni, að eftir væntanlegar styttingar á noröurleiö, verði um 400 km frá Kollafiröi, þar sem oliumöl endar nú, til Akureyrar. Af þeim eru nú um 100 km tilbúnir aö taka við oliumöl. Við vegi i A flokki búa nú um 3/4 hlutar bióðarinnar. Eins og áöur sagði er áætlaður kostnaöur við vegagerð i A og B um 44 milljaröar króna. Til við- bótar segir Valdimar, gætu æskilegar stórframkvæmdir til endurbóta á vegkerfinu kostað samtals allt að 15 milljöröum króna. Þar af gæti innan við helmingur kallazt nauðsyn- legur, en hinn hlutinn æskilegur. Arið 1962 virtist ógerlegt að malbika nær 100 km af götum I Reykjavlk.endaþurftiað skipta um jarðveg og endurnýja lagnir i mörgum þeirra. Kostn- aðaráætlun hljóðaði uppá 680 millj. kr., þegar af stað var farið. Ef þessi upphæð er færð til verðlags i dag miðað við átján- falda hækkun byggingarvisitölu fram til 1977, tekiö tillit til þess, aö Ibúar landsins eru nú þrisvar sinnum fleiri en Ibúar Reykja- vikur 1962 og þvi bætt við, að þjóðarframleiðsla á mann hefur vaxiö meira en 58% á timabil- inu, má segja, aö Reykvikingar hafi á sinum tima tekizt á viö verkefni, miðaö viö efnahag og ibúafjölda, sem hafi verið svip- að og þaö, sem nú blasir við landsmönnum varðandi endur- byggingu þjóðvegakerfisins. Yrði framkvæmdum hins vegar dreift á 15 ár, yröi verkefnið þeim mun viðráöanlegra. Fjórir milljarðar á ári eru þó mikiö fé eða sem svarar um 4% af nú- verandi heildarfjárfestingu i landinu. PAIMTIÐ STRAX! Sendum hvert á land sem er samdægurs Ferðatæki með kassettu Mikið úrval af sambyggðum útvarps-ogsegulbandstækjum Bæði fyrir rafmagn og rafhlöður KASUGA KC-4430 B Verð 41.980 KASUGA KC-530 L Verð 36.840 CROWN CRC-535 Verð 38.500 Sértilboð CROWN CRC-550 Verð 49.980 Sértilboð CROWN CTR segulb. 325 Verð 16.100 CROWN CRC-550 Verð 49.980 Sértilboð CRC-535 Verð 38.500 Sértilboð CROWIN CRT-325 Verð 16.100 Sértilboð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.