Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 13
Sunnudagur 27. nóvember 1877 13 Einar Ágústsson, var málsvari tslendinga á alþjóðavettvangi þegar öflug herveldi geröu at- lögu aö lifshagsmunum þeirra. helgisgæzlan styrkt, m.a. kom varðskipið Týr, búið öllum full- komnustu siglingatækjum og öðrum nauðsynlegum búnaði, til landsins hinn 24. marz 1975 og i júlilok sama ár hélt varöskipið óðinn utan til Danmerkur, þar sem verulegar endurbætur vorjg gerðar á skipinu. Um miðjan júli 1975, þegar sýnt var, að ekki næðist sam- komulag á hafréttarráðstefn- unni, þrátt fyrir víðtækan stuöning við tvö hundruð mllna efnahagslögsöguna, ákvað rikisstjórnin að færa fiskveiði- lögsögu Islands I tvö hundruð sjómflur 15. október 1975. Þar með þrefaldaðist það hafsvæði, er fiskveiðilögsagan náði yfir. A sama tima ákvað rikisstjórnin, samkvæmt tillögu Olafs Jó- hannessonar, dómsmálaráð- herra, að festa kaup á nýrri Fokker-Friendship flugvél fyrir landhelgisg æzluna. Timinn fram að útfærslunni var m.a. notaður til þess að kynna öðrum þjóðum sjónarmið okkar Islendinga. Um haustið átti Einar Ágústsson, utanrikis- ráðherra, viðræöur við ráðherra frá ýmsum þjóðum, er hags- muna höföu aö gæta. Fært út i tvö hundruð milur Hinn 15. október 1975 var is- lenzk fiskveiðilögsaga sem fyrr segir færð út i tvö hundruö sjó- milur. Togarar annarra þjóöa en Breta, sem veiddu áfram innan fiskveiðilögsögunnar i skjóli samkomulagsíns frá 1973, virtu útfærsluna á verki. Vest- ur-þýzkir togarar sýndu að visu tilburði i þá átt að stunda tog- veiðar innan tvö hundruö miln- anna, en islenzku varöskipunum tókst að mestu leyti að koma i veg fyrir það án þess að til al- varlegra átaka kæmi. Hinn 14. nóvember 1975 féll Ur gildi samkomulagið við Breta, er gert hafði verið tveimur ár- um áður. Viðræðum um nýtt samkomulag i landhelgisdeil- unni var þó haldið áfram, en þær viðræðurfóru aðþessu sinni út um þúfur, þar sem brezka rikisstjórnin vildi ekki fallast á þá afdráttarlausu kröfu rikis- stjórnarinnar, að Bretar viður- kenndu tvö hundruð milna fisk- veiðilögsöguna. Nýtt þorskastrið hófst. Bretar sendu i fyrstu dráttarbáta til verndar brezkum veiðibrjótum, en það dugði skammt. Gripu þvi Bretar enn til þess að ráðs að senda hingað herskip breska flotans. Herskipin og dráttar- bátarnir reyndu hvað eftir ann- að að sigla islenzku varðskipin niður, en án árangurs. Frægur varðt.d. sá atburður, er gerðist út af mynni Seyðisf jarðar hinn 11. desember 1975. Þrir brezkir dráttarbátar veittust þá að varðskipinu Þórog sigldu tvisv- ar á varðskipið. Islenzka sjón- varpið tók kvikmynd af þessum atburði, ersýnd var i sjónvarps- Varöskipiö Týr I Reykjavikurhöfn. Tvcr brezkar freigátur I eltingaleik viö Ægi I desembermánuöi 1975. t þessum atgangi tókst bryndrekanum Linkoln aö laska varö- skipiö, en Landhelgisgæzlan hélt baráttunni ótrauö áfram þar til sigur vannst. stöðvum viða um heim. Varð mynd þessi, svo og frásagnir innlendra og erlendra frétta- manna af svipuðum tilraunum til að sigla islenzku varðskipin niður, til þess að almenningsálit i flestum nágrannalöndum okkar snerist okkur i vil.A með- an þessu fór fram var gert sam- komulag við nokkrar af þeim þjóðum, sem hér höfðu stundaö veiðar, þ.á.m. Vestur-Þjóð- verja. Samkomulag þetta var nokkuð umdeilt, en þó leikur enginn vafi á þvi nú, að þaö markaði upphafið að fullnaðar- sigri okkar Islendinga i land- helgismálinu. Ólafi Jóhannes- syni fórust svo orð um sam- komulagið við Vestur-Þjóöverja á Alþingi: „Við megum ekki gleyma, að við erum ekki einir I heiminum. Viðnjótum samúðar og skilnings og verðum að gæta þess að glata honum ekki. Mestu máli skiptir að ná loka- markinu. Það skiptir ekki öllu, hvort það tekur einu ári lengur eða skemur. Þjóðverjar eru með þessu samkomulagi á góðri leið með að viðurkenna tvö hundruð sjómilna fiskveiðilög- sögu okkar.Og með samningum við Þjóðverja dreifum við óvin- um okkar. Við einangrum aðal- óvininn og eigum þannig auð- veldara með að sigra hann.” ef brezk herskip og orustuþotur yrðu enn innan tvö hundruð milna fiskveiðilögsögunnar á miönætti hinn 24. janúar. 1 framhaldi af þessari ákvörðun ákvað brezka stjórnin að kalla brezka togara út úr tvö hundruð milna lögsögunni. Á sama tíma hófust samningaviðræður milli Breta og tslendinga, en upp úr þeim slitnaði. Hinn 3. febrúar 1976 afhenti Geir Hallgrimsson, forsætisráöherra, sendiherra Breta á tslandi svohljóðandi orðsendingu: „Með tilvisun til viðræðna forsætisráðherra Bretlands og Islands og eftir könnun á efnisinnihaldi þeirra, telur rikisstjórn tslands hug- myndir Breta um fiskveiði- heimildir þeim til handa ekki abgengilegar,en er reiðubúin til að taka upp frekari viðræður um samkomulag til skamms tima.” Jafnframt lýsti Einar Agústsson, utanrikisráðherra, yfirþviá Alþingi, að landhelgin yröi varin af fullri einurð, ef Bretar hygöu á veiðibrot. Utan- rikisráðherra itrékaði það við sama tækifæri, að réttlætanlegt væri aö gera samning til skamms tima til að draga Ur hættunni á miðunum, minnka veiðar Breta hér við land og vinna okkur tima, þar eð timinn ynni meö okkur i þessu máli. Brezkur dráttarbátur sigur a Þór úti fyrir Austfjöröum. Oslóarsamkomulagið mikilvægur áfangi Hinn 5. febrúar 1976 ákvað brezka stjórnin að senda her- skip sin að nýju inn i islenzka fiskveiðilögsögu. Samstundis lýsti Einar Ágústsson, utan- rikisráðherra, þvi yfir, að slita bæri stjórnmálasambandi við Breta. Þrem dögum siðar tók Geir Hallgrimsson, forsætisráð- herra, i sama streng og lysti þvi yfir á Alþingi, að ákvörðun um stjórnmálaslit við Breta yrði tekin að höfðu sam- ráði við þingflokka og utanrikis- málanefnd Alþingis. Hinn 19. febrúar 1976 komu svo til fram- kvæmda slit á stjórnmálasam- bandi Bretlands og Islands. Færðist nú að nýju harka i átök- in á miðunum umhverfis landið, en með samræmdum aðgerðum tókst islenzku varðskipunum aö trufla mjög og jafnvel koma al- gerlega i veg fyrir veiðar brezku togaranna, þótt þeir nytu verndar niu herskipa og dráttarbáta. Var það mesta mildi, að ekki hlutust stórslys af, er herskip og dráttarbátar sigldu hvað eftir annað á islenzku varðskipin. Einórð afstaða islenzku rikis- stjórnarinnar og samræmdar aðgerðir landhelgisgæzlunnar komu Bretum úr\jafnvægi. Fljótlega bar á sundrungu i þeirra hópi og 1 Bretlandi jókst þeirri skoðun fyjgi, aö hætta bæri ofbeldisverkum á tslands- miðum. Hinn 21. maí, að loknum utanrikisráðherrafundi Atlants- hafsbandalagsins I Osló, áttu þeir Einar Agústsson, utan- rikisráðherra og Geir Hall- grimsson, forsætisráðherra, viðræöur við þá Knut Fryden- lund, utanrikisráðherra Nor- egs, og Josep Luns, fram- kvæmdastjóra bandalagsins. Anthony Crosland, utanrikis- ráðherra Bretlands, fór sömu- leiðis fram á viðræðufund með islenzku ráðherrunum og fór sá fundur fram á heimili islenzka sendiherrans i Osló. Niðurstaða fundarins varö sU, að reynt yrði til hins ýtrasta að ná samkomu- lagi i landhelgisdeilunni á fundi i Osló, er haldinn yrði aö viku liðinni. Hinn 1. júni 1976 var svo undirritað i Osló samkomulag milli Breta og íslendinga um lausn landhelgismálsins. Það voru þeir Einar Agústsson, utanrikisráðherra, og Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráð- herra, er undirrituðu samkomu- lagið fyrir Islands hönd. Sam- komulag þetta fól i stuttu máli i sér viðurkenningu Breta á tvö hundruð sjómilna fiskveiðilög- sögunni. I samræmi við Oslóarsam- komulagið hurfuBretar siðan út úr Islenzkri fiskveiðilögsögu hálfu ári siðar. A morgun, 28. nóvember, gengur loks veiðisamningur Is- lendinga og Vestur-Þjóðver ja úr gildi, og hverfa Þjóðverjar þá af islenzkum miöum. Er með þvi náð sögulegum sigri eftir margra alda átök við Breta og Þjóðverja á tslandsmiðum. JS Bretar láta undan Þessi orð Ólafs reyndust siðar áhrifsorö. Aður rann þó töluvert vatn til sjávar. Brezku herskip- in og dráttarbátarnir héldu áfram að sigla á íslenzk varð- skip. Þingflokkur Framsóknar- flokksins hafði þegar á árinu 1973 gert samþykkt þess efnis, að ásigling á islenzkt varðskip myndi varða stjórnmálaslitum við Breta. Forvigismenn flokksins i landhelgismálinu, þeir Einar Agústsson, utan- rikisráðherra og ólafur Jó- hannesson, dómsmálaráðherra, vöruðu fljótlega við þvi, eftir að herskipin og dráttarbátarnir hófu að sigla á varðskipin, aö slikt gæti leitt til stjórnmála- slita. Hinn 19. janúar 1976 sam- þykkti svo rikisstjórnin að slita stjórnmálasambandi við Breta, Einar AgUstsson, utanrlkisráöherra á fundi meö innlendum og erlendum blaöamönnum þegar átök- in voru hvaö höröust á haustmánuöum 1972. Hægra megin viö ráöherrann er Hannes Jónsson, þá blaöafulltrúi rikisstjórnarinnar og viö hina hliö hans situr Helgi Agústsson, fulltrúi I utanrlkisráöu- neytinu. Veikir hlekkir í stöðuiuii? Svarid færóu í SKÁKÞJÁLFUN - hókinni - semnotuðerí skákfræðslu sjónvarpsins } TunaritiðSKÁK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.