Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 17
Sunnudagur 27. nóvember 1977 hvaB þetta varöar, og við opnun hinnar nýju krabbameinsdeild- ar i Herlev tókum viö upp nýja siði og sögöum öllum sjúkling- um sjúkdómsgreiningu, ef farið var fram á það. — 1 fyrstu vorum við á báðum áttum, — hræddumst að fólk þyldi ekki réttar upplýsingar. En reynslan varð þveröfug, þar eð sjúklingurinn vissi í lang- flestum tilfellum, hvernig kom- ið var. Auk þess gaf rétt vit- neskja honum möguleika á að ræða opinskátt við lækni sinn um hin ýmsu vandamál, sem hann stóð frammi fyrir varð- andi sjúkdóminn og meðferð hans. Fjölskylda viðkomandi var og strax upplýst og var þannig komið i veg fyrir að sjúklingurinn einangraðist frá umhverfi sinu. — En ertu sammála þessari siðfræði, þegar sjúkdómurinn er kominn á þaff hátt stig, að hann leiði til dauða? — Já, mér finnst forkastan- legt að ljúga að fólki varðandi eigið llf. Sumir spyrja ekki og gefa um leið til kynna, að þeir líf vilja ekkert vita. Um leið og sjúklingurinn spyr, er það vegna innri þarfa. Læknirinn geturverið honum ómetanlegur milliliður og aðstoðað hann við lausn ýmissa vandamála. Það er einnig mjög mikilvægt fyrir sjúklinginn að gott samband sé við ættingja, og það eru jú þeir, sem geta gefiö góð ráð varðandi börn, eignir og svo frv. Þegar læknir segir sjúklingi sinum ósatt, er það af góðum hug gert, og vister starf læknis- ins að halda mönnum í voninni um bata, en hann getur lika verið miðlari, komið á sam- bandi á milli maka og ættingja og rofið þá einangrun, sem sjúk- lingurinn er i. Krabbameins- sjúklingar lifa — En ég minni á, að marga krabbameinssjúkdóma má lækna i 70%-100% tilfellum, einkum ef sjúkdómurinn er á byrjunarstigi. Kvitturinn um það, að fyrir krabbameins- sjúklingum liggi ekki annað en að deyja er þjóðsaga og loka verður gáttum, sem halda þvi fram. Ég er sannfærður um, aö virkara traust á milli sjúklings og læknis i framtiðinni mun gera lýðum ljóst, að krabba- meinssjúklingar lifa. Hve oft höfum við ekki heyrt? „Þetta var ekki krabbamein. Ég læknaðist.” Fullyrðing sem þessi mun, ef vel verður á mál- um haldið, heyrast æ sjaldnar og þá loks getur almenningur litið á krabbamein sem hvern - annan sjúkdóm, sagði Þórarinn Sveinsson aö lokum. — F.I. 17 Seyðfirzkir hernámsþættir T—.4- Bókaútgáfan Örn og Örlygur lýsir eftir AA v endurminningum fólks frá stríðsárunum Bókaútgáfan öm og örlygur hefur gefið út fyrstu bókina i nýj- um bókaf ldíki sem ber samheitið Hernámsárin. Þessi bók er skrif- uð af Hjálmari Vilhjálmssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra og bæjarfógeta á Seyðisfirði, og nefnist hún Seyðfirskir hernáms- þættir. I bókinni segir Hjálmar frá her- námsárunum á Seyðisfirði og þeim miklu umsvifum sem þar áttu sér stað, samskiptum Seyð- firðinga við hernámsliðið og þeim áhrifum sem hinar breyttu að- stæður höfðu á daglegt lif manna austur þar. Á bókarkápu segir m.a.: Með útgáfu þessarar bókar hefst nýr bókafiokkur sem ætlaö er það hlutverk að safna saman endurminningum fólks frá her- námsárunum. Tilgangurinn er sá að draga fram i dagsljósið hin daglegu og mannlegu samskipti millum íslendinga og þeirra manna útlendra sem gistu þetta land misjafnlega langan tima og ætlað var það hlutverk að veita þvi hervernd á ófriðartimum. Þórunn Elfa leitar á fornar slóðir SJ-Reykjavík. Frá Skólavörðu- stigað Skógum I öxarfirði nefnist nýjasta bók Þórunnar Elfu, sem komin er út hjá Ægisútgáfunni. Bókin er ævisögulegs eðlis, en á kápu ségir að i henni leiti Þórunn Elfa til upphafs sins og ef til vill sé i bókinni að finna svarið viö þeirri spurningu hversvegna skáldið Þórunn Elfa varð til. Þórunn hefur samið skáldsög- ur, smásögur, barnasögur ferða- þætti, minningar og ritgerðir um margvísleg efni, þá hafa fram- haldsleikrit verið flutteftir hana I útvarp. Siðastliðið árkom út eftir hana ljóðabók. Þórunn vinnur að heildarsafni ritverka sinna, jafn- framt nýjum hugmyndum og minningum. IBtgEOJ Auglýsingadeild Tímans HJ Ritstjórn, skrifstofa og afgreiösla Einnig að varpa ljósi á þær breyttu aðstæður sem skyndilega blöstu við íslendingum jafnt á sjó sem á landi. Þótt margt hafi verið skrifað um hernámsárin þá hefur ótrú- lega litið verið fært í letur um hin daglegu samskipti, það andrúms- loft og þær ytri og innri aöstæður sem fólk stóð allt i einu frammi fyrir þegar landið hafði verið hernumið og hér dvöldust svo margirútlendingarað sumir telja að þeir hafi jafnvel verið fleiri en allir Islendingar. Verðlaun Bókaútgáfan örn og örlygur lýsir hér eftir endurminningum fólks frá striðsárunum og gildir þá einu hvort þær eru frá þvi sem skeði á landi uppieða á höfum úti. Arlega munu endurminningarnar birtast i einu eða fleiri bindum þessa bókaflokks og auk venju- legra ritlauna hyggst bókaútgáf- an verðlauna beztu frásögnina sérstaklega. Um þau verðlaun verður nánar tilkynnt siðar. Aðstoð við ritun Astæða er til þess að taka það fram að ef einhverjir hefðu fram- bærilegt efni I huga slnum en ættu erfittmeð að koma þvl á blað ein- hverra hluta vegna, þá myndi bókaútgáfan geta veitt aðstoð við það. Lýst eftir ljósmyndum Þá vill bókaútgáfan koma þvi á framfæri við fólk að hún vill gjarnan komast yfir* sem flestar ljósmyndir frá þess- um árum, þar sem hernaðar- ástandið kemur glögglega fram. Að sjálfsögðu myndi greitt fyrir slikar myndir. Bókinersett, prentuö ogbundin i Prentsmiðjunni Eddu hf. Kápu- gerð annaðist Rósa Ingólfsdóttir en kápan er byggð á málverki frá Seyðisfirði sem fannst I yfir- mannabragga eftir að striði lauk. 00ú 125 p F 1 Ódýr og rúmgóður ARGERÐ 1978 '*4s. Úrvalsbíll sem hentar sérlega vel íslenzkum aðstæðum, veðri og vegum. jNý sending að koma. Nokkrum bílum óráðstafað FIAT EINKAUMBOÐ A HSLANDI í Davíð Sigurðsson h.f. SÍÐUMÚLA 35 • SÍMI 85-8-55 r . ALEXANDER KOBLENZ l^nndcinc Skákþjálfun orugg? Svarið fæitkt í SKÁKÞJÁLFUN - bókinni 5 semnotuðerí skákfiæðslu sjónvarpsins \ Timaritið SKÁK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.