Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 20
20 Sunnudagur 27. nóvember 1977 Viö erum stödd á hlýlegu heimili Kára Tryggvasonar rit- höfundar og Margrétar Björns- dóttur konu hans. Kári hefur lengi notiö mikilla og maklegra vin- sælda hins bókhneigöari hluta is- lenzkra barna og unglinga, þvi aö eftir hann liggur margt ágætra barnabóka, sem reyndar eru ekki nærri allar einskoröaöar viö börn og unglinga, heldur eru fólki á öll- um aldri hin hollasta lesning. Má þar til dæmis nefna bókina Fugl- inn fljúgandi, en þar er prentaö á titilblaö, aö þetta séu kvæöi „handa börnum og öörum fugla- vinum.” Þaö eru orö aö sönnu. Mest um vert að fylgja góðum málefnum Viö skulum hefja spjalliö og vita, hvað skáldiö hefur aö segja. — Um hvaö vilt þú byrja aö tala, Kári? — Pólitik. Já, þetta kann aö viröast dálltiö undarlegt, þvi aö yfirleitt þykir pólitik ekki neitt skemmtilegt umræöuefni, þótt margir tali um stjórnmál. Ég er i rauninni dálitið pólitiskur, en ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið i stjórnmálaflokki. Ég er Þingeyingur aö ætt og upp- runa, og allir minir nánustu voru framsóknarmenn. Ég hef þvi jafnan boriö hlýjan hug til þess flokks, en það bindur mig ekki aö neinu leyti. Ég hef þekkt marga ágæta menn i öllum flokkum, — harðlinukomma og sjálfstæöis- menn og allt þar á milli. — Ég segi þetta einkum vegna þess, aö það er blaöamaöur frá Timanum sem er aö tala viö mig. Þegar ég játaöi þessu viötali, var ég nefni- lega ekki aö gefa i skyn, aö ég þyrfti endilega aö vera fram- sóknarmaöur fremur en eitthvaö annaö, þótt ég ætti oröastaö viö lesendur þessa blaös. Þaö, sem mér þykir mest um vert, er að menn fylgi góöum málefnum og aö þeir vilji vinna vel fyrir land sitt, hvar i flokki sem þeir standa. Og nú skal ég steinhætta aö tala um pólitik! — Snúum okkur þá aö ööru. Er- uö þiö hjónin búin aö eiga lengi heima i Reykjavfk? — Viö fluttumst hingaö frá Hverageröi áriö 1970 og keyptum þessa ibúö hér aö Eikjuvogi 1. — Ég hef dálitiö gaman af þvi, aö gatan okkar, Eikjuvogurinn, hef- ur hlotiö viöurkenningu sem fegursta gatan i Reykjavik. Fólki þótti gott að vera þar — Þú sagðist áöan vera Þing- eyingur. Ertu ekki fæddur I Víöi- keri? — Jú, ég fæddist og ólst upp i Viöikeri I Báröardal I Suöur- Þingeyjarsýslu. Foreldrar minir voru Tryggvi Guönason, bóndi þar, og kona hans, Sigrún Agústa Þorvaldsdóttir. Viöiker hefur alltaf veriö stórbýli, — aö minnsta kosti nú um mjög langt skeið. Faðir minn og móöir bjuggu þar allan sinn búskap, og bjuggu stórbúi. Þaö var alltaf nóg til af öllum nauösynjum heima hjá mér i uppvexti minum, en viö uröum aö vinna. Viö vorum sjö, systkinin sem komumst til full- oröins ára, og viö urðum öll aö vinna mikiö. Faöir okkar var dá- litiö strangur og vinnuharöur, en hann var glaðlyndur maöur, og öllum þótti gott aö vera hjá hon- um, enda var alltaf margt fólk á heimili foreldra minna, vinnuhjú og kaupafólk. Þar var þvi oft glatt á hjalla, og fólki þótti gaman aö vera þar, þótt mikiö væri aö gera. — Og þú sjálfur hefur auövitaö mótazt af þeim anda sem rikti á æskuheimiii þinu? — Ég var snemma mikið náttúrubarn, ákaflega mikiö gef- inn fyrir gróöur, fuglalif og margt fleira i náttúrunni. Ég læröi fljótt aö þekkja flestar islenzkar plönt- ur, og var ekki gamall, þegar ég þekkti blómin og jafnvel grös og hálfgrös, sem uxu I heimahögum minum. Ég var lika fljótur aö læra aö þekkja fugla, og var ekki gamall, þegar ég byrjaöi aö yrkja ljóö um þá, en ljóöabók min, Fuglinn fljúgandi, kom ekki út fyrr en áriö 1943, enda var þaö ekki siöur islenzkra sveitapilta á þessum árum aö gefa strax út bækur, þótt þeir fengjust við yrk- ingar. — Fiestir bókhneigöir ungling- ar á tsiandi hafa aliö meö sér drauma og löngun til menntunar. Þér hefur tekizt aö afla þér skóla- lærdóms, eftir aö barnanámi var lokiö? — Þaö var nú I meira lagi göt- ótt. Ég var i unglingaskóla á Breiöumýri veturinn 1923-’24, i Gagnfræöaskólanum á Akureyri — sem siöar varö menntaskóli — 1924-’25, og svo var ég i eldrideild Laugaskóla veturinn 1925-’26. Arnór Sigurjónsson var þá skóla- stjóri á Laugum, og þar var bæöi gaman og gagnlegt aö vera. En menntun min, eöa öllu heldur skólaganga, varð endaslepp sök- um heilsuleysis. Ég veiktist ung- ur af berklum, og þaö setti strik f reikninginn hjá mér. Sú bóklega þekking sem ég öölaöist á Laugum, var ekki eina gæfan sem mér féll i skaut þar. Þar kynntist ég stúlkunni, sem siöar varö eiginkona min. Hún heitir Margrét Björnsdóttir og er dóttir Björns Pálssonar, gull- smiös á Refsstað i Vopnafiröi og Rannveigar konu hans. Margrét var bæöi falleg og skemmtileg stúlka, og er þaö enn þann dag i dag, enda hefur hún notiö virðing- ar og vinsælda, hvar sem leiöir okkar hjónanna hafa legið. Bóndi og kennari — Snerir þú svo heim i Viöiker, þegar þú haföir lokiö námi i Laugaskóla? — Nei, ekki nú alveg. Ég fór beina leiö suöur á Vifilsstaöi og var þar nærri tvö ár. Nokkurn hluta þess tima var ég mjög veik- ur, en náöi um siöir ótrúlega góö- um bata. í raun og veru held ég aö megi segja, aö mér hafi batnað berklarnir, en hins vegar var ég ekki alveg jafngóöur eftir, og sjálfsagt var ég ekki eins dugleg- ur til verka yfirleitt, eins og ef ég heföi aldrei veikzt. Annars þótti mér mjög gaman aö mörgum sveitaverkum. Sláttumaöur held ég aö ég hafi veriö i betra lagi, og sömuleiöis fjármaöur, enda haföi ég alltaf mjög gaman af kindum. — Þú hefur horfiö beina leiö aö búskapnum, þegar þú varst laus frá Vifilsstööum? — Já, ég fór beina leiö heim i Viöiker. Viö Margrét gengum I hjónaband sumariö 1930, heima i Viöikeri, og • héldum heilmikla brúðkaupsveizlu. Áriö 1928 haföi ég byrjaö aö kenna i Báröardaln- um, og nú hélt ég þvi áfram, eftir aö ég var genginn I hjónaband og tekinn aö snúa mér aö búskapn- um af enn meiri alvöru en fyrr. Mér þótti alltaf mjög gaman aö kenna, ég var mikiö gefinn fyrir börn, og þótt ég heföi ekki kennararéttindi, þá virtist þaö aldrei koma aö sök. Þaö hefur lika fariö svo, aö ég hef kennt alla þá áratugi, sem siöan eru liönir, svo aö segja fram á þennan dag, og ég held aö mér sé óhætt aö segja, aö þaö hafi yfirleitt gengið vel. — En hvaö um búskap þinn 1 Viöikeri? — Ég held aö þaö séu ekki nein- ar ýkjur^ þótt ég segi, aö hann hafi lika gengiö vel, eins og kennslan. Bú okkar hjónanna var aö visu aldrei stórt, viö áttum svona sjötiu ær, nokkra hesta og kýr til heimilisnota. Þaö var byggt íbúðarhús i VIBikeri áriö 1930, og þar var oft fjórbýli, fyrir utan skólann, sem var þar lika. Auövitað var stundum dálitiö þröngt innan veggja, en þaö kom ekki aö sök, þvf aö okkur kom ágætlega saman, bræörunum fjórum, sem bjuggum á jörðinni, og hiösama er aö segja um annaö heimilisfólk. Hér sannaöist þaö enn einu sinni, aö „þröngt mega sáttir sitja.” Bú mitt var auðvitað minnst, enda liföi ég lika aö nokkrú leyti á kennslunni. Fylgdarmaður útlendinga Auk kennslu og búskapar lagöi ég talsveröa stund á aö fylgja feröamönnum, eins og bæöi faöir minn og bræöur geröu reyndar iika. Dtlendingar voru tiöir gestir i Viöikeri aö sumrinu, og viö fylgdum þeim oft til fjalla. Egiil bróöir minn var ákaflega dugleg- ur feröa- og fylgdarmaöur, og um mig er þaö aö segja, aö ég kunni dálitiö i ensku, auk Noröurlanda- málanna, svo ég gat haldiö uppi samræðum viö feröafólkiö og út- skýrt það sem fyrir augu bar á leiöinni. Þegar ég var kominn inn á heiðar og öræfi meö feröafélög- Kári Tryggvason meö eina bóka sinna. Hún heitir Skemmtilegir skóladagar. Timamynd: Róbert. Skáldið frá' Rætt við Kára Tryggvason um bú- skap, skáldskap, ferðalög og fleira RJTUR RITA Eg er gc-stur, gcAi nta, — gestur út við sjó. Lofaðu mér ísð' líta á þig, iitla veiðikió. Eg d heitna fram tii fjalia. fjarri bláum mar. Þú hefir aiclrei augum litið p.Ht. sem gerist þar. Sveifiaðu þér við sjávarfiótinn. —- svona er ríkið þitt. Fljúgðu yfir fjöitin. — þá ferðuxð skoða roitt. 61 Opna úr hinni vinsælu bók Kára Tryggvasonar, Fuglinn fljúgandi. um minum, gleymdi ég þvi fljótt, aö ég var ekki aö tala islenzku heldur að reyna aö gera mig skiljanlegan á tungu annarra þjóöa. Við þær aöstæöur lækkar tungumálaþröskuldurinn furöu- fljótt. — Geröist ekki eitt og annaö sögulegt I þessum feröum? — Auövitaö var annaö slagiö eitthvaö aö gerast. Sumir út- lendingarnir duttu nokkuö oft af baki, en þó ekki svo, aö slys hlyt- ist af. Mér eru sérstaklega f minni frönsk hjón. Þau voru bæöi ákaf- lega skemmtileg, — ég held aö frúin hafi veriö leikkona. Viö pabbi fylgdum þeim suöur aö Vatnajökli, þaðan i Heröu- breiöarlindir og sföan noröur i Mývatnssveit. Þeim þótti báöum feröalagiö sérlega skemmtilegt, og voru hinir beztu feröafélagar. Viö létum þau sofa 1 sama svefn- pokanum. Þvl höföu þau aldrei kynnzt fyrr, og hlógu mikiö að þessu, þegar þau voru háttuö á kvöldin. Þaö rigndi talsvert þessa daga, sem feröalag okkar stóö, og hin franska samferðakona okkar var ákaflega mikið klædd, eins og lika var alveg sjálfsagt. En hún datt oft af baki, og þá valt hún af hestinum eins og bolti. En þaö geröi ekkert til. Hún meiddi sig aldrei hiö minnsta, og hló aö öllu saman. Hún var litil og nett, og mér virtist hún fremur ásjáleg, en annars sást það lítt fyrir dúö- um. En þegar komiö var noröur I Skútustaöi, dansaöi hún fyrir okkur, þvi að hún var dansmær, — og nú sannfæröist ég um aö hugboö mitt var á rökum reist: Hún var bráöfalleg, þegar hún haföi afklæðzt skjólflíkunum og var komin i dansbúning sinn. Hún dansaði af mikilli innlifun og al- vöru. Þaö var auöséö.aö nú var hún ekki aö leika sér, heldur aö vinna verk, sem hún kunni. Reimleikar í Kiðagili? — Ekki hafa nú þessar leiö- söguferöir meö útlendingum ver- iö einu leiöangrar ykkar Viöi- kersmanna um öræfin? — Nei, ööru nær. Ég man lika eftir mörgu skemmtilegu i sam- bandi viö göngur. Ég var snemma fjallamaöur og haföi ákaflega gaman af þvi aö fara I göngur, og faöir minn var jafnan gangnaforingi, eins og þaö var kallað I heimahögum minum. Þetta voru fjögurra daga göngur heima hjá okkur, en lengri þegar fariö var i Vonarskarö. — Viö bræöurnir fórum ungir aö fara meö pabba f göngurnar, og þá var mikil tilhlökkun og eftirvænting. Einu sinni, þegar ég var ungur drengur, geröist dálitið skrýtiö i göngum. Þaö var á þeim árum, þegar fariö var i Vonarskarö. Þeir fóru venjulega þangað, faöir minn og Sveinn Pálsson, bóndi i Stórutungu, nágranni hans, en þeir voru mágar. Svo var þaö eitt haust, aö þeir komu seint um kvöld aö Kiöagili, og tjölduöu viö giliö. Þeir voru aö sjálfsögöu meö sinn hundinn hvor, en nú voru hundar þeirra orönir þreyttir og sárfættir, og sjálfir voru mennirnir þreyttir og svefnþurfi, og lögðust brátt til hvildar. Hundar þeirra lágu úti fyrir tjaldinu. En ekki höföu bændur sofiö lengi, þegar þeir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.