Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 32

Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 32
32 Sunnudagur 27. nóvember 1977 Anthon Mohr: Árni og Berit FERÐALOK barnatíminn Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku 12. Eftir hádegið lægði storminn nokkuð. Derssu sagði að þau skyldu strax reyna að leggja upp. Þeim var lifsnauðsyn að hreyfa sig eitthvað og lika gat skeð að þau rækjust á menn þvi nær sem þau kæmu ströndinm. Hér var landið sléttara snjórinn var enn dýpri og lausari. Berit gekk siðust og fetaði i spor hinna. Hún var ægilega þreytt en reyndi að herða sig upp. Veðrið lægði smátt og smátt, og um kvöldið var komið stillilogn, en kuldinn var bitur. Þegar nær dró strönd- inni var hvergi tré að sjá, en Derssu var kunn- ugur og bjó sig undir þetta. Hann hafði tekið með sér eins mikið og hann gat látið tolla á sleðanum af viðarbraki, er þau lögðu upp i hrið- inni. Þetta nægði til þess að þau gátu hitað sér kvöldverð, en eldiviður- inn var of litill til að halda eldinum við alla nóttina. Þessi nótt var köld og erfið fyrir þau Árna og Berit. Nú höfðu þau ekki hreindýrsfeldina til að skýla sér i næturkuldan- um. Berit reyndi að risa á fætur, þegar kuldinn ætlaði að heltaka hana, og nuddaði hendur og andlit til að verjast kali. 1 fyrstu skímu var lagt upp og haldið i austur- átt. „Nú er varla langt eft- ir”, sagði Derssu. Og hann hafði rétt fyrir sér. Um kl. 10 komu þau upp á dálitið hæðardrag og litu yfir landið og haf- ið sem teygði sig svo langt sem augað eygði i austurátt. Við litinn þröngan fjörð sáu þau húsaþyrpingu. Það var þorpið Ajan. II. Á Kyrrahafinu 1. Þá var þessum erfiða áfanga lokið. En hvað tók við? Hamingjan var þeim ekki hliðholl. Þau voru frosin inni. Þau voru litið betur stödd hér en i Verchoj- ansk að minnsta kosti yfir vetrartimann. Um hávetur var ógerlegt að leggja upp landleiðina til Vladivostok. Loftleið- in þangað er um eitt þúsund og sex hundruð kilómetrar. Þessi leið er varla fær nema að sumrinu nema vel út- búnum leiðangri. Þau systkinin áttu aðeins föt- in sem þau stóðu i. I fyrstu var þeim systkinum það ekki full- ljóst, hvernig sakir stóðu. Þau hrósuðu happi yfir að hafa lokið þessum erfiða áfanga og vera komin að hafinu. Þau fögnuðu þvi að hafa lokið skiða- og sleðaferðum sem þau höfðu fengið nóg af. Nú var hinn 18. desember. Þau höfðu verið 36 daga á leiðinni frá Verchoj- ansk, og flesta dagana hafði kuldinn verið meiri en þekkist i Evrópu. Efst i huga þeirra var fögnuður yfir þvi að hafa lokið þessari löngu.erfiðu ferð. 2. Árni hafði meðferðis meðmælabréf frá lands- stjórnanum i Verchoj- ansk til systur hans og mágs sem búsett voru i Ajan. Þessi mágur landsstjórans var rikur kaupmaður, liklegast rikasti maðurinn i Ajan. Hann tók á móti systkin- unum með venjulegri rússneskri gestrisni og bauð þeim að dvelja hjá sér meðan þau stæðu við i þorpinu. Konan var stillt og fáguð i fasi, en sönghneigð og mjög lik HÓLASPÓRT - LÓUHÓLUM 2-6 - BREIÐHOLTI Bændur - Hestamenn Höfum ávallt fyrirliggjandi allt sem þú þarfnast á bezta verði sem völ er á - t.d.: isl. hnakka frá Baldvin og Þorvaldi á kr. 85.000 m/öllu, enska hnakka frá Eldonian, verð frá kr. 61.000, mjög góðir. ísl. stangir úr ryöfriu stáli, listasmíði. Öll járningaráhöld, svo sem hnykkingartangir o.fl. Hófbjöllur og fjöðrunga, verð kr. 1.790-2.100. Leöurtaumar, 4 gerðir, verð kr. 2.700-4.950. Skeif- ur, 3 gerðir, frá kr. 1.895-2.900 og margt fleira. — Póstsend- um. Einnig bjóðum við þá þjónustu að selja hesta fyrir þig. Sendu mynd og nákvæmar upplýsingar um hrossið og við seljum það endurgjaldslaust. LOKAÐ MILLI 12,30-14 bróður sinum i fram- komu. Þau hjónin áttu tvö uppkomin böm. Það var ekki fyrr en systkinin voru setzt að miðdegisverðinum að þeim varð fullljóst, hvernig málum var nú komið og að þau yrðu liklegast neydd til að dveljast hér til vors. Kaupmaðurinn sagði þeim að siðasta skipið hefði farið frá Ajan fyrir fimm dögum, og hann vissi ekki til að von væri á neinu skipi til Ajan fyrr en með vorinu. ís- inn væri þó enn ekki þykkari en það, að gufu- skip gæti brotið sér leið inn höfnina, en ekkert skip ætti áætlun til Ajan. Hann sagði, að þau yrðu bara að vera róleg þar til i maímánuði en þá væri venjulega orðið is- laust. Þeim systkinum var þetta þungt áfall. Þau höfðu haldið að öllum sinum raunum væri lok- ið, er þau kæmu að ströndinni, en þá komu þau of seint. — Aðeins fimm dögum og seint. Það var eins og óheppn- in fylgdi þeim. um kvöldið fóru þau út að skoða þorpið. Það tók ekki langan tima. Þarna voru aðeins örfá stór og falleg hús en mest var af lágreistum skúrum og kofum. Þeg- ar þau litu til hafsins var allt isiþakið eins langt og sást. ,,Að hugsa sér að verða að dvelja hér i fimm mánuði”, dæsti Berit. ,,Það verður litið skemmtilegt”, hraut út úr Árna. 3. Hér þýddi litið að tala um, hvað var skemmti- legt og ekki skemmti- legt. Þau höfðu ekkert um að velja. Hér voru þau dæmd til að dvelja. En að morgni fimmta dagsins skeði nokkuð ó- vænt. Árni var i fasta svefni, er kaupmaðurinn kom þjótandi inn til hans.. Herra Stuart! Herra Stuart! Farðu strax á fætur. Ég hef góðar fréttir að segja! í nótt hefur komið hingað hol- lenzkt skip. Einn kunn- ingi minn hefur haft tal af skipshöfninni. Þeir segja að vatnsgeymir- inn i skipinu hafi allt i einu sprungið og orðið lekur. Þeir hafi komið inn til að fá viðgerð á honum og fylla hann aft- ur af vatni. Að þvi er ég bezt veit er skipið á leið frá Okotsk suður til Shanghai og farmurinn er unnið timbur og húð- ir. Þið hljótið að geta fengið far með skipinu. Þú skalt drifa þig út i skipið og ná tali af skip- stjóranum. Ég held að skipið haldi ferð sinni á- fram næstu nótt.” Litlu siðar voru þau Árni og Berit á harða hlaupum niður að höfn- inni, en þar lá skipið við festar á ytri höfninni. Árni var undrandi að sjá svo stórt skip á strand- siglingu i þessum hluta heims. Skipið leit ágæt- lega út og i afturreiða blakti hollenzki fáninn. Þau komust út i skipið og Árni spurði eftir skip- stjóranum. Þeim systk- inunum var visað inn til hans i borðsal yfir- manna miðskipa. Þar sat skipstjórinn ásamt fjórum æðstu mönnum skipsins að morgun- verði. Skipstjórinn var tröll að vexti — varla undir 2 metrum á hæð, og eftir þvi þrekvaxinn. Höfuðið var stórt og andlitið þrútið og rauð- leitt. Hárið stritt upp- kembt. Svipurinn harð- legur. Þau systkinin heilsuðu kurteisislega, og Árni spurði skipstjórann hvort þau gætu fengið far með skipinu til næstu hafnar, gegn fullu gjaidi. Árni mælti á enska tungu. Síðan skýrði hann i stuttu máli frá þvi, hvers vegna þau væru hér stödd. Hann sagði að þau væru frá Noregi og á leið sinni austur Siberiu hefðu þau af misskilningi dregizt inn i morðmál i Tomsi og þar hefði Árni verið dæmdur i fjögra ára hegningarvinnu norður i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.