Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 29

Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 29
Sunnudagur 27. nóvember 1977 29 Beint frá framieiðanda: Kvæðasafn Hannesar Péturssonar komið út löunn hefurgefið lit Kvæðasafn Hannesar Péturssonar frá tuttugu og fimm ára skáldferli. t>ar birtast kvæði úr öllum ljóöa- bókum skáldsins kvæði úr bókinni Vrhugskotbkvæði sem birzt hafa I timaritum.en ekki verið prentuð ibókum og loks nokkur áður óbirt kvæði. Bókinni fylgja Itarlegar skrár og hefur verið leitazt við að vanda til útgáfu hennar eftir föngum. Myndskreytingar eru eftir Jóhannes Geir listmálara. islenzkan mann á hans aldri yrkja jafnvel. Og Hannes Pétursson stóð að fullu við þau fyrirheit sem hann gaf með kvæðunum I Ljóðum ungra skálda. Ari siðar kom út fyrsta bók hans, Kvæðabók, og tók af öll tvimæli um það aö Is- lendingar höfðu enn einu sinni eignazt mikið skáld þvi að auk skáldlegs listfengis var bókin auðug af ihygli og þekkingu sem mörgum kom á óvart um svo ung- an mann”, eins og óskar Hall- dórsson hefur komizt að oröi. — Um skáldferil Hannesar er óþarft að fjölyrða frekar svo hátt sem hann ber I Islenzkum nútimabók- menntum. Kvæðasafn Hannesar er sett og prentað i Prentsmiðjunni Odda h.f. og bundið i Sveinabókbandinu h.f. Filmuvinnu annaðist Korpus h.f. Bókin er 317 bls. að stærfe. Hannes Pétnrsson Hannes Pétursson hlaut óum- deilanlegt sæti á skáldabekk aðeins 22 ára að aldri þegar kvæði eftirhannbirtust I safnritinu Ljóð ungra skálda 1954. Steinn Stémarr sem sjaldan var lofið útbært lét þá svo um mælt: „Hannes Pétursson er vonarstjarnan i þessari bók. Ég hef aldrei vitað Strídsvetur Unglingabók frá Iðunni Ástarsaga: Skipt um hlut- VERÐIÐ: Stóll með háu baki kr. 88.000 Stóll með lágu baki kr. 68.000 Skammel kr. 36.000 Borð80smplata kr. 42.000 Borð65 sm plata kr. 38.000 Stólarnir eru eingöngu framleiddir i leðri og eru til á lager í dökkbrúnu en við getum einnig framleitt þá i öðrum litum eftir sérpöntunum. Grindin er úr lituðum aski. QQ í elztu og uppruna- €Xí íegustu gerð sinni Örvar-Odds saga kemur út i fyrsta skipti hérlendis i elztu og upprunalegustu gerö sinni. Sagan á heima i þeim flokki fornra rita er tiöast er nefndur Fomaldar- sögur Norðurlanda. „Örvar-Odd- ur er stórbrotið afkvæmi sagna- þokunnar sem hvilir yfir norður- þjóðum fyrir íslandsbyggð, þegar - vikingaferðirnar voru að hleypa öllu i ærsl og busl” segir Þor- steinn frá Hamri I íormála, en hann bjó söguna til prentunar með nútimastafsetningu og samdi skýringar. Guðrún Svava Svavarsdóttir teiknaði myndir í bókina. Setningu, umbrot og filmuvinnu annaðist Prentstofa G. Benediktssonar. Isafoldar- prentsmiðja sá um prentun og bókband. Iðunn hefur sent á markað ung- lingabókina Striösvetur eftir hol- lenzka rithöfundinn Jan Terlouw. Saga þessi gerist um vetrartlma á heimsstyrjaldarárunum siöari, þegar Holland er hernumið af herjum þýzkra nasista og hvar- vetna ríkir ógn og skelfing. And- staöan gegn „herraþjóðinni” er þó virk og margir leggja hönd á plóginn. Það kemur I hlut Michi- els,f immtán ára drengs, að leyna særðum enskum fallhlifarher- manni og sjá fyrir þörfum hans. Spinnst af þessu mikil og spenn- andi saga. Striösvetur kom fyrst út áriö 1973 og hlaut þá þegar æöstu verðlaun, sem veitt eru iHollandi fyrir barna- og unglingabækur. Siðan hefur hún komið út i fjöl- mörgum löndum og hvarvetna hlotið einróma viöurkenningu. Arið 1975 gerði hollenzka sjón- varpið framhaldsmynd I 13 þátt- um eftir bókinni. Hefur myndin viöa verið sýnd i sjónvarpi og hvarvetna hlotiö góða dóma. Höfundur bókarinnar, Jan Ter- louw, var kunnur unglingabóka- höfundur áður en þessi bók kom út, enda þótt hún yki drjúgum á hróður hans og flytti frægð hans enn viðar. Bókina þýddi Úlfur Hjörvar, en Offsettækni sf. prent- aði. SKAMMEL OG HRINGBORÐ í TVEIMUR STÆRÐUM tggi cggj COSY STÓLLINN með háu eða lágu baki verk SJ-Reykjavík. Ægisútgáfan hefur gefið út eina ástarsöguna til viðbótar eftir Denise Robins og nefnist hún Skipí um hlutverk. Bókin fjallar um unga stúlku, sem lendir f bflslysi, missir minniö og vaknar til meðvitundar hjá ókunnugu fólki, ósvifnum fjárglæframönnum. A kápu bókarinnar segir, að höfundi tak- ist alltaf að finna einhver ráð til bjargar, og sennilega reynist svo einnig I þessari sögu. ilM SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Konur og kosningar — eftir Gísla Jónsson Gisli Jónsson menntaskóla- kennari á Akureyri rekur ítarlega i bók þessari söguna um barátt- una fyrir kosningarétti fslenzkra kvenna og mannréttíndanna sem henni eru tengd. Er ritiö aö stofni til sex sunnudagserindi sem höf- undur fluttif útvarp og birt voru i Lesbók Morgunblaðsins 1971-72, en hér hefur Gfsli Jónsson tekiö efni þeirra til endurskoðunar og gert þvi frekari skii. Konur og kosningar skiptist i þrjá meginkafla sem nefnast: Karlar i fararbroddi, Konur á sóknarsviðið og Lokatakmörkum náð. Bókin er 133 bls. að stærö prentuö i Eddu. Eigum fyrirliggjandi D-E-M-P-A-R-A í flestallar gerðir TOYOTAbifreiða ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ! FRAMAN Bókaútgáfan Bjallan: Orvar- Odds AFTAN TOYOJA va rah/utaumboðið h. f. ÁRMÚLA 23 • REYKJAVÍK ■ SÍMI 3-12-26 V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.