Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 33

Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 33
mmm Sunnudagur 27. nóvember 1977 33 Verchojansk. Þegar striðið brauzt út hefði hann verið náðaður, og nú væru þau á leið til frænda sins á Hawaii. Hann sagði, að þetta væri siðasta tækifæri fyrir þau að losna héð- an, annars yrðu þau að biða hér i fimm mánuði. Að siðustu sagði hann, að þau myndu verða skipstjóranum mjög þakklát ef hann sæi sér fært að lofa þeim að verða með. Skipstjórinn sagði ekki eitt einasta orð, meðan Árni sagði frá, en hélt áfram við matinn og var ekki að sjá að hann veitti frásögn Árna neina athygli. Siðan reis hann úr sæti sinu, og um leið og hann gekk út úr salnum með yfirmönn- unum, sagði hann á slæmri ensku. „Nei, það er af og frá. Við tökum enga farþega. Þið verðið að biða annars skips”. Að svo mæltu hvarf hann út á þilfarið ásamt mönnum sinum, en Árni og Berit störðu undrandi hvort á annað. „Hvilikur gaur! En sá ruddi”, sagði Berit sár ergileg. Ég held honum hefði verið hægt að taka okkur með. Hér i þessu fina stóra skipi er nóg rúm fyrir okkur. Við sem ætluðum til næstu hafnar og vildum greiða fullt gjald fyrir. — og ég hef alltaf haldið að Hol- lendingar væru prúð- menni”. Niðurdregin og von- svikin fóru systkinin aft- ur i land og heim til kaupmannsins og sögðu honum sinar farir ekki sléttar. Kaupmaðurinn skildi heldur ekki hvers vegna skipstjórinn hefði sýnt slika hörku. Við hádegismatinn var dauft yfir þeim Árna og Berit. út um glugg- ann sáu þau tigulega, glæsta skipið sem i nótt skyldi halda úr höfn i suðurátt. Þar misstu þau eina tækifærið til að halda áfram ferðinni. Eftir hádegið reyndi frúin á allan hátt að skemmta þeim og fá þau til að gleyma óláni sinu. Hún spilaði og söng fyrir þau. Hún lýsti fyrir þeim hvernig þau gætu skemmt sér á sleðum og ekið i ýmsar áttir, og hún sagði þeim frá kveldboðum og skemmtunum, sem hún hefði undirbúið fyrir þau. En það var eins og þau systkinin veittu þessu litla athygli. Þau gátu um ekkert hugsað nema um stóra, glæsilega skipið, sem átti að sigla án þeirra i nótt, og skipstjórann sem hafði verið svo ruddalegur við þau. Kaupmaðurinn hafði farið út strax eftir há- degið og kom ekki aftur inn áður en farið var að rökkva. Hann kallaði á Árna inn til sin á skrif- stofuna og lokaði hurð- inni. „Á ég að segja ykkur nokkuð, herra Stuart”, hóf hann mál sitt. ,,Ég hef gert dálitla áætlun. Hún er nokkuð ósvifin og ef til vill hættuleg, en ég held hún ætti að heppn- ast. Ef þér og systir yðar eruð fastráðin i þvi að komast sem fyrst áleið- is, þá er þetta eina lausnin á málinu. Ég hef frétt að skipið fari kl. 4 i nótt. Nú er ekkert tunglsljós. Klukkan fjögur i nótt er kol- dimmt. Ráð mitt er að kl. 3 i nótt látið þið róa með ykkur út að skipinu. Ég hef séð að það lafir kaðalstigi utan á aftur- enda skipsins. Liklega verður ekki búið að draga hann upp kl. þrjú i nótt. Þið verðið að læð- ast upp kaðalstigann og fela ykkur svo einhvers- staðar i skipinu, þar til skipið er komið út á opið haf. Vitanlega verður skipstjórinn öskuvond- ur, er hann finnur ykk- ur, en hann fer þó varla að fleygja ykkur fyrir borð. Ég held að hann fari heldur ekki að snúa aftur með ykkur. Lik- lega eys hann yfir ykkur skömmunum og setur ykkur svo á land i næstu höfn, en það er einmitt það sem þið viljið. Ég held að þið séuð hvergi eins illa sett og hér, þar sem þið verðið innilokuð i isnum. Mest riður á, að þið leynist sem lengst. Þvi lengra sem skipið er komið héðan, þvi minni hætta er á, að þeir snúi aftur með ykkur. Talið við systur yðar, og látið mig svo vita hvað þið gerið. Ef þið gripið tæki- færið, þá skal ég sjá um allan undirbúning”. Berit ákvað strax að gripa þetta tækifæri. Hún vildi allt til vinna, til þess að þau slyppu við að lokast inni i þessu fá- tæklega þorpi. Hún ótt- aðist skipstjórann ekki svo mjög. Vitanlega væri hann uppstökkur og ruddalegur, en þau höfðu nú reynt sitt af hverju siðustu mánuð- ina, og varla gæti á- standið versnað. Berit var sammála kaup- manninum um það af skipstjórinn myndi aldrei gerast sá grimmdarseggur að fleygja þeim fyrir borð. Ef til vill lentu þau i ein- hverjum erfiðleikum en allt var betra en hýrast hér aðgerðarlaus. 4. Kaupmannsfrúin ráð- lagði þeim Árna og Berit að hátta snemma, svo að þau fengju dálitinn svefn. Hún sagðist skyldi vekja þau um klukkan tvö. Þau systkinin voru bæði svo spennt, að það leið löng stund áður en svefninn sigraði. Klukk- an tvö vakti frúin þau. Niðri i borðsalnum beið þeirra ágætur matur. Það var sjálfsagt að borða eins og þau þoldu, sagði frúin. Næsturvist- in yrði áreiðanlega köld á skipinu og enginn vissi, hvenær þau fengju að borða næst. Engan farangur gátu þau tekið með sér, en aðeins stungið i vasa sina svolitlum nestisbita og nauðsynlegustu hreinlætistækjum, svo sem tannbursta og sápu. Kaupmaðurinn herti á þeim. Það lá á að kom- ast út i skipið, áður en hásetarnir færu á stjá. ALDIRNAR Lifandi saga iiðinna atburða í máli og myndum ,,Aldirnar“ eru tvímælalaust vinsælasta ritverk, sem út hefur komið á íslensku, jafn eftirsótt af konum sem körlumog ungum semöldnum. Ut eru komin alls 8 bindi: ÖLDIN SAUTJÁNDA ÖLDIN SEM LEIÐ l-ll árin 1601-1700 árin 1801-1900 ÖLDIN ÁTJÁNDA l-ll ÖLDIN OKKAR l-lll árin 1701-1800 árin 1901-1960 „Aldirnar" - alls 8 bindi Kjörgripir hvers menningarheimilis Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 HEILDSÖLUBIRGÐIR- INCVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, símar 84510 og 84510. bílabrautin ersú bílabraut, sem hvað mestum vinsældum hefur náð. Meginástæðan er sú að endalaust er hægt að stækka brautina sjálfa og hægt er að kaupa aukahluti til stækkunar og endurnýjunnar. Hægt er að búa til líkingar af öllum helztu bílabrautum heims. Um 15 mismundandi gerðir bíla er hægt að kaupa staka auk margra skemmtilegra aukahluta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.