Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 25

Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 25
Sunnudagur 27. nóvember 1977 25 Brú til hins hor f na Jón Thorarensen: Svalheimamenn Gulitjarnarættin. Nesjaútgáf an Reykjavik 1977 Sr. Jón Thorarensen hefur sérstoðu meðal islenzkra rithöf- unda. Hann hefur verið drjúgur að safna og skrásetja þjóösögur og munnmæli og þjóðhátta- lýsingar. En auk þess hefur hann fært þau fræði i skáldsögu- búning og á þvi sviði er sérstaða hans. Svalheimamenn er ættarsaga um höfðingja á Suðurnesjum. Þó að nöfn bæja og manna séu búin til mun þó öll lýsing lands og staðhátta vera sönn og rétt. En inn i ættarsöguna eru svo felldir fjölmargir smáþættir og skrýtlur um sveitungana. Og hvort sem það er nú sögur eins og þærhafa gengið eða að veru- legu leyti hugarsmið höfundar — en um það kann maður af öðru landshorni litt. að dæma — eru þær aliar innan ramma þess veruleika sem Islenzkt þjóðlif var. Og allar mannlegar, sann- ar. Sumum mun að visu finnast að myndin sé fegruð. Þetta sé rómantisk saga þar sem litið er rætt um hungur og harðrétti, hýðingar og kúgun. Vel má vera að þeir Gulltjarnarmenn eins og þeim er lýst séu mildari höfðingjar en algengast var. Þó er það glöggt af þessum sögum að þeir sem eitthvað áttu höfðu sterka aðstöðu til að auka við það. Og það er réttilega dregið fram aö úrræðin höfðu eigna- menn og með árvekni og nýtni héldu menn við eigum sinum en annars ekki. Og vist megum við vara okkur á þeim listfræöing- um og rithöfundum sem halda að samtfðarmenn sr. Jóns á Bægisá og Jónasar Hallgrims- sonar hafi aldrei séð til sólar og býsnast yfir rómantiskum fölsunum i Heiðarbýlissögum Jóns Trausta. Sumir telja það vott um léleg- an bókmenntasmekk blendinga að hversdagslegar lýsingar frá alþýðufólki og örlögum venju- legra manna eru gjarnan vin- sælli lesning en tizkuskáld- skapur sumur. Þetta er. þó vott- ur um það að þjóðin er enn tengd uppruna sinum og mótuð af aldalangri menningu. Og Svalheimamenn eru ávöxtur þeirra fornu erfða. Þvi eru beir liklegir til að verða vinsæll skemmtilestur. En sá skemmti- lestur skilur ýmislegt eftir. Þessi bók er t.d. krök af orð- tökum frá lifsstarfi og reynslu Suðurnesjamanna frá kyni til kyns. Þar er talaö um hvern vanda sem að borðstokk berst, að slá öllu á flatrek, gera eitt- hvað þegar fall hæfir færi o.s.frv. Er það allt ærinn sjóður. Töluverð þjóðtrú er i þessu safni. Sagt er frá draumum mörgum og fyrirburðum og er viða reimt. Fjölkynngismenn koma lika við sögu og beitt er beinum sjónhverfingum. Og þó að það sé kallað hjátrú er það allt i samræmi við fyrri tiðar Séra Jón Thorarensen trú. Þess er að gæta að frásögn- in öll er lögð i munn gamalli vinnukonu. Höfundur sér allt með hennar augum, segir með hennar orðum. Þvi er þetta allt munnmælasögur. Og i þeim á forneskjan vissulega heima. Segja má að það sé I rauninni ekki sagnfræðilega rétt að tala um hreppsnefnd, oddvita og sóknarnefnd á þeim tima sem sagan gerist. Hreppsnefndir urðu ekki til fyrr en 1875. Hér eru þvi notuö embættisheiti sem samtiminn þekkir og skilur um það sem er eldra en þau. Kalla má að það séu stílbrögð til að nálgast lesandann yfir það alda- haf sem á milli er. Samt finnst mér það óþarfi. Nú er reynt að taka saman lesbækur fyrir unglinga i skól- um svo að þeir tileinki sér svip- mót liðinna tima og skilji lifs- baráttu þjóðar sinnar á liðnum öldum. Sr. Jón Thorarensen hefur með ritum sinum lagt ær- inn feng i hendur þeirra manna sem vilja og eiga að glæða skiln- ing unglinga á liðnum tfma. Svalheimamenn er slikur fengur. H.KR. bókmennfir Skáldið o margt tekizt vel og giftusamlega. Hvernig er þér nú I hug, þegar þú litur um öxl þér, rösklega sjötug- ur, og horfir yfir farinn veg? — Ég hef kynnzt mörgu ágætu fólki. Ég kvæntist góðri konu, sem hefur veitt mér ómetanlegan stuðning I lifsbaráttunni. Við eig- um fjórar dætur, sem allar eru upp komnar og hafa allar reynzt okkur foreldrum sinum með miklum ágætum. Þetta er mikil hamingja. — Og sem skáld og rithöfundur mátt þú líka vera ánægður, bæði með þann árangur, sem þú hefur náð, og viðtökurnar, sem verk þin hafa hiotið. — Já, það er liklega rétt. En eru skáld annars nokkurn tima reglu- lega hamingjusöm? Það er ég ekkert viss um. Jú, annars: Þau eru hamingjusöm, þegar þau finna, að þeim hefur tekizt vel. — VS. NYTT FRfi MRX Þessi úípa er nýkomin i verziunina Tegund: Útpa með tvöföldu fóðrí. Efni: Terylene, nylonfóður og einnig laust loðfóður. Stærðir: 38 ti/ 48. Litir: Drappjitað, brúnt, grænt, svart og b/átt. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU Laugavegi 66 Simi 2-59-80 Reykjavik Þeir eru komnir nýju kaffipakkarnir frá Kaaber! Hinar viiísælu kaffitegundir frálÓ. Johnson & Kaaber h.f..eru nú komnar í nýjar, lofttæmdar umbúðir. Lofttæmdar umbúðir eru frábrugðnar loftþéttum að því leyti, að lofti er ekki pakkað með. Sökum þess falla umbúðirnar þétt að kaffinu, og pakkinn verður glerharður. Þar með eykst geýmslu- þolið og kaffið er eins og nýtt, þegar pakkinn er opnaður. Ríó, Mokka, Java og Santos. Ilmandi, úrvals kaffi í nýjum, lofttæmdum umbúðum. 0. JOHNSON & KAABER H.F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.