Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 21

Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 21
Sunnudagur 27. nóvember 1977 21 [lipMlil'({n'ii vöknuöu viö þaö, aö hundarnir geltu óskaplega. Mennirnir fóru nú út til þess aö vita hverju þetta sætti, og sáu þeir þá, aö hundarn- ir voru komnir fram á gilbarm- inn, og geltu nú meö offorsi miklu niöur i giliö. Um slöir tókst þó eigendunum aö hasta svo á hund- ana, aö þeir hættu þessum ólát- um, og aö fá þá meö sér heim aö tjaldinu, en ekki höföu bændurnir lúrt lengi, þegar hundarnir tóku til aftur af engu minni ákafa en fyrr, og er siðan ekki aö orö- lengja, aö þeir létu svona alla nóttina og varð ekki aö gert. Enginn veit hvaö hundarnir hafa séö eöa heyrt, þvl að ekki sáu mennirnir neitt. En hinu má bæta viö, aö löngum hefur þótt reimt i Kiðagili, og má vel vera, aö hundar þeirra Sveins bónda i Stórutungu og fööur míns hafi séð Þaö var byggt handa berklaveiku fólki, og ég var einn allra fyrsti sjúklingurinn sem dvaldist þar, þegar ég var að byrja aö hressast eftir dvölina á Vifilsstöðum. Þaö var að sumarlagi sem ég var þar. Mér leiddist þarna, einkum á meðan ég var einn á hælinu, og var þvi oft heldur daufur i dálk- inn. Og ekki bætti veðriö úr skák, þvi aö þokur voru tiöar. Ég fór stundum gönguferöir meöfram sjónum, mér til hressingar, og á einni slikri ferð kom þetta fyrir mig. — Hvaö gerðist? — Ég skrifaði einu sinni frásögn af þessu mér til minnis, og þaö er bezt aö ég lesi hana hér, fyrst við erum að spjaila um þessa hluti. Frásagan er örstutt. Hún er svona: „Alltaf man ég þann dag, er ég Geiturnar I Vföikeri áriö 1935. Margrét Björnsdóttir og Kári Tryggvason. Tfmamynd: Rdbert. eitthvaö þessa nótt, sem huliö var sjónum manna. — En þú hefur aldrei oröiö neins var I Kiöagili á feröum þin- um? — Nei, aldrei.Ég hef oft komið þangaö, og meira aö segja gengið eftir gilinu, niöri I þvi, og aldrei orðiö var við neitt undarlegt. Maðurinn í f jörunni — Getur þú ekki sagt mér eitt- - hvaö fleira, sem kitlar imynd- unarafliö? — Ekki úr göngum. En hins vegar get ég sagt einkennilega sögu frá þeim tima, þegar ég var á hressingarhælinu i Kópavogi. reikaöi i f jörunni á útskaga einum sunnaniands. Noröanvindur stóö af hafi og bar með sér ramman þref af söltu þangi, en brimiö kvaö við sker og dranga. Ég var sem óvirkur gagnvart heiminum, eftir langan sjúkdóm. Hrammur einmanaleikans lagöist þungt á veikbyggöan likama minn, og kuldinn nisti mig inn aö beini. Allt i einu stóö hjá mér hrikalegur maður og sagöi með þjósti: „Þetta er min fjara. Haföu þig á burt!” Ég sneri viö og beiö ekki boöanna. Aldrei vissi ég hver hann var, maðurinn skuggalegi. Ef til vill ar hann ekki af þessum heimi. Ég hef þó ekki hugsaö mér þetta sem draugasögu, heldur frásögn af gamalli minningu um einstæöingsskap og umkomuleysi sjúks manns.” — Þú hefur ekki séö manninn nema i þetta eina skipti? — Nei, aldrei, hvorki fyrr né siöar, og ég vissi ekki fyrr en hann stóð fyrir framan mig. Viö fórum sinn i hvora áttina, — og ég þoröi ekki aö lita um öxl. Það vil ég taka fram, aö þótt mér leiddist á hressingarhælinu I Kópavogi, undi ég alltaf vel hag minum á Vifilsstöðum. Þar var góöur og skemmtilegur félags- skapur, hjúkrun og aðbúnaöur eins og bezt varö á kosiö, og yfir- leitt ágætt aö vera þaö. Bárðardalur kvaddur — Nú langar mig aö vikja talinu aftur noröur i Viöiker. Hvernig stóö á þvi aö þú brást búi og flutt- ist suöur fyrir heiöar meö fjöl- skyldu þina? — Eins og ég sagöi áöan, þá lik- aöi mér alltaf vel aö búa, og mér þótti gaman aö flestum þeim störfum, sem óhjákvæmilega fylgja búskap I sveit. Um tima hirti ég þó ekki fé mitt sjálfur, þótt ég hefði ánægju af þvi aö um- gangast kindur. Ég fór þvi aö hætta aö hafa ráösmann, og tók sjálfur viö verkum þeirra, en haföi nemendur mina meö mér 1 fjárhúsin á morgnana. Oftast voru tvö börn meö mér i hvert skipti, og þeim þótti þetta svogaman, aö ég hygg aö flestum þeirra hafi fundizt þessar fjár- húsferðir skemmtilegasti þáttur skólalifsins. Og sum þeirra voru svo fjárglögg, aö þau læröu að þekkja allar kindur minar meö nöfnum. Til dæmis man ég eftir einni stúlku, nlu eöa tiu ára gam- alli. Hún var svo glögg, aö hún þekkti allar ærnar minar eftir að- eins einn mánuö. Þaö fannst mér vel af sér vikiö, þótt hér væri aö vísu ekki um mjög stóra hjörö aö ræöa, eitthvaö um sjötiu ær. Nú. Þú spuröir vlst, hvernig heföi staöiö á þvi aö ég brá búi og fluttist suöur. Mér þótti satt aö segja ekki neitt sérlega skemmti- legt aö fara frá Vlöikeri, þvi aö mér leiö vel þar. En hvort tveggja var, aö þaö var orðiö all-þröngt um bræöur mína á jörðinni, og svo fannst mér lika alltaf nokkur ábyrgöarhluti að vera allan veturinn þar niöur kominn, meö tuttugu börn eða fleiri — og oft i vondum veörum — ef eitthvaö yröi aö, veikindi eöa aöra erfiö- leika bæri aö höndum, en á hverj- um vetri var skóli i Víðikeri, og siöari árin var hann þar alveg. En fleira kom til. Lárus Rist, sundkappinn mikli, var hálfgerö- ur fósturbróðir mömmu, og hann var eitt sumar hjá okkur i Víöi- keri. Lárus átti þá heima I Hvera- geröi, og nú hvatti hann mig mjög til þess aö flytjast suöur i Hvera- geröi. Ég hygg meira aö segja aö hann hafi haldið aö ég myndi gera einhverja stóra hluti, ef ég flyttist suöur, en ég haföi auövitaö aldrei neina von um þaö, enda varö ekki sú raunin á. Lárus mælti mikiö meö mér viö Helga Geirsson, skólastjóra i Hverageröi, og allt þetta varö til þess, að ég skrifaöi Helga, og hann útvegaði mér vinnu þarna. Fyrst var ég stundakennari og umsjónarmaöur skólanna, bæöi barna- og gagnfræöaskólans, sem þá var kallaöur miöskóli. Ný vináttubönd — Hvernig þótti þér aö vera i Hveragerði? — Alveg ágætt. Hverageröi er mjög skemmtilegur staöur, og mér leiö vel þar, enda átti ég þar heima i sextán ár. í Hveragerði kynntist ég mörg- um ágætum mönnum. Þar var svo mikið af skáldum á þessum árum, aö bærin var af ýmsum kallaöur „skáldabær”. Þar voru þá m.a. Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guömundsson, Kristján frá Djúpalæk, Gunnar Benediktsson og sira Helgi Sveinsson. Ollum þessum mönnum kynnt- ist ég mjög vel, og sérstaklega urðum viö Jóhannes úr Kötlum góöir vinir. — Ég held ég skrökvi þvi ekki, aö um langt skeiö höfum við Jóhannes hitzt svo aö segja daglega. Það var einhvernveginn svo, aö okkur þótti báöum gott aö hittast. — En ef einhver skyldi halda aö viö hefðum veriö aö rausa um pólitík, eöa að Jóhannes hafi verið aö reyna aö „kristna” mig I þeim efnum, þá er það mik- ill misskilningur. Þau mál bar næstum aldrei á góma hjá okkur. En viö töluöum þeim mun meira um skáldskap. Kristmanni Guömundssyni kynntist ég lika, og viö uröum góöir vinir. Kristján frá Djúpalæk þekkja margir, bæöi noröan heiöa og sunnan, og flestir sem hafa kynnzt honum vita, aö hann er með skemmtilegri mönnum. Gunnar rithöfundur Benedikts- son var samkennari minn i skólanum öll árin sem ég kenndi þar. Okkur kom prýðisvel saman, og skipti þá ekki máli, þótt hann heföi aörar skoðanir á stjórnmál- um en ég. Gunnar tók mér strax fram úr skarandi vel, þegar ég settist aö I Hverageröi, ókunnug- ur aökomumaöur, og hiö sama má raunar segja um Hvergerö- inga yfirleitt. Mér likaði alltaf vel viö þá. Ég kynntist lika mörgu fólki i sveitinni I kring, og ekki var þaö siöra. Hver bókin er bezt? — Þú ert nú búinn aö_ nefna nokkra rithöfunda og skáld i Hverageröi á þessum árum, en einum hefur þú þó gleymt. Hann heitir Kári Tryggvason. Ortir þú ekki og skrifaðir heilmikiö á meö- an þú áttir heima þar? — Jú, talsvert fékkst ég við þaö, og þó reyndar meira eftir þvl sem á tlmann leiö. Ég byrjaöi ungur aö yrkja, og orti þá harörímaö, eins og vænta mátti, en þar kom, aö mér fór aö þykja gaman aö yrkja óbundiö, og sú árátta fór aö sækja á mig miklu fyrr en flestir halda. Hinar seinni ljóöabækur minar hafa veriö lausrimaöar, og sjálfur er ég þeirrar skoöunar, aö þær séu öllu betri en hinar, enda hafa þær fengiö betri dóma hjá gagnrýnendum. Jú, ég orti talsvert i Hvera- geröi, en ekki er ég viss um aö ég hafi lært svo ýkjamikiö af skáldunum þar, þótt góö væru, og þótt okkur væri öllum vel til vina. t Hveragerði tók ég upp þráöinn aö skrifa barnabækur þar sem frá haföi verið horfiö heima i Bárðar dal, en þar haföi ég skrifaö bókina um hana Disu á Grænalæk, stelpu, sem ekki er til I veru- leikanum. — Þessar nýju barna- bækur minar seldust strax vel, og uröu vinsælar. Bókum minum hélt svo áfram aö fjölga, og nú held ég aö þær séuorönartuttugu og þrjár. Margar þeirra eru ein- göngu fyrir börn, en sumar, eins og til dæmis Fuglinn fljúgandi, eru ekkert siöur fyrir fulloröna. Agætur vinur minn tók lika einu sinni upp á þvi aö birta ljóö úr þessari bók i Morgunblaöinu, og linnti ekki fyrr en meginhluti bókarinnar haföi birzt þar. Nú, ég lét þetta afskiptalaust, enda sat sizt á mér aö amast viö þvi. — Hefur ekki tsafold gefiö út flestar bækur þinar? — Jú. Og þaö er kannski rétt aö geta þess, aö áriö 1973 kom út bók eftir mig, sem heitir ÍJlla horfir á heiminn. Sú bók hlaut verðlaun sem bezta barnabók þess árs hér á landi. Mér þótti ákaflega vænt um þessa viöurkenningu. — Nú langar mig aö spyrja þig spurningar, sem ég hef mjög oft lagt fyrir rithöfunda: Hverja bóka þinna þykir þér vænst um? — Af barnabókunum þykir mér ef til vill vænst um bók sem heitir Ævintýraleiöir. Ég skrifaöi hana eftir ferö mina til Kanarieyja. Sjálfsagt finnst sumum undar- legt, aö ég skyldi skrifa bók um svo fjarlægt umhverfi, en ég held aö mér hafi tekizt þaö sem ég var aö reyna aö gera, og sjálfum finnst mér þetta bezta barnabók- in min, — nema þá ef það væri bókin um hana tJllu litlu. Mér hef- ur lika alltaf þótt vænt um þá bók, og hún er mjög sannsöguleg. Ljóöabækurnar? Ég veit ekki. Jú, ég held aö þrjár þær siöustu séu beztar, — einmitt þær órim- uöu. Satt aö segja hef ég ekki ætl aö aö senda frá mér fleiri ljóða- bækur, nema ef svo færi að gefiö yröi út úrval ljóöa minna, — sem væri reyndar aö minum dómi skynsamlegt, þvi að þá væri hægt aö bera saman ljóö mln frá einni bók til annarrar. Þess má geta, aö núna á næstu dögum kemur út bók meö smá- sögum og köflum úr bókum eftir mig. Almenna bókafélagiö gefur þetta út. Ég hygg gott til þessarar bókar og geri mér talsverðar von- ir um hana. Ferðalög til útlanda — Þú nefndir áöan ferö til Kanarieyja. Hefur þú feröazt mikiö um heiminn? — Feröir til útlanda hafa veriö talsvert rikur þáttur i lifi mlnu á siöari árum. Ég fór til Kanarieyja með fyrstu ferðinni sem islenzk flugvél flaug þangaö. Þetta var mjög skemmtileg og fræöandi ferö, og ég sá og heyröi margt ný- stárlegt. Næst brugöum viö hjónin okkur til Miö- og Suöur-Evrópu, en kona min fór ekki i Kanarleyjaferöina meö mér. — Þessi Evrópuferö var ákaflega skemmtileg og lær- dómsrik. Viö fórum um mörg lönd, Þýzkaland, Austurrlki og Júgóslavíu, þar sem viö dvöld- umst einna lengst, og komumst svo alla leiö suöur aö Miðjaröar- hafi. Viö feröuöumst mikiö á eigin spýtur, en vorum einnig á vegum ferðahóps, sem Ingólfur Guö- brandsson stjórnaöi. Um þessa ferö hef ég skrifað allmikiö, en fæst af þvi hefur komið út. Sumt skrifaöi ég i gamansömum tón, með það fyrir augum, aö börn og unglingar heföu gaman af þvi, og eitthvaö af þessu birtist I Vikunni á slnum tima. Auk þessa höfum viö hjónin far- iö til Mallorka, og viö höfum alloft fariö til Danmerkur, þvi aö ein dóttir okkar er búsett þar. Hún er gift tæknimanni, sem vinnur viö litsjónvarpið i Kaupmannahöfn. Búseta dóttur okkar i Danmörku hefur áreiöanlega oröiö til þess aö fjölga feröum okkar þangaö til muna. Ný reynsla — Hefur þú ekki haft einhver störf meö höndum, siöan þiö hjón- in fluttuzt hingaö frá Hverageröi? — Jú. Ég hafði stundaö kennslu um áratuga skeiö, og mig langaöi aö halda þvi áfram á meöan heilsa og starfsþrek entist mér. Ég réöist sem kennari aö upp- tökuheimilinu viö Dalbraut i Reykjavik. Það var mikil lífs- reynsla aö vinna þar, og ég kynntist mörgu, sem var mér nýtt og áöur ókunnugt. Þaö geta margvislegar ástæöur legiö til þess aö heimili leysast upp. Auð- vitaö er drykkjuskapur oft orsök- in, en þó ekki nærri alltaf. Þaö er svo margt, sem á bjátar fyrir raannkindjnni, og skapgerö fólks og meöfæddir eiginleikar meö svo margvislegu móti. Börn frá upp- flosnuöum heimilum eru oft velgreind, en lika oft skemmd af misheppnuðu uppeldi. En mér þótti gaman aö reyna að hjálpa þessum börnum, og mér llkaöi vel viö forstööukonuna og annaö starfsfólk upptökuheimilisins. Þvi miöur kenndi ég þó ekki þarna nema einn vetur. Næsta ár gerðist ég kennari viö skóladag- heimilið aö Skipasundi 80. Þar eru börnin aöeins á skólatima, og þau eru búin undir venjulegt skólanám en svo fara þau heim til sin á kvÖldin. — Hvernig þótti þér aö kenna þarna? — Þaö var ágætt, og llklega væri ég þar enn, ef ég heföi ekki veikzt og oröiö aö hætta af þeim sökum. Þaö gat þvi ekki oröiö meira úr þessu, þótt ég heföi gjarna viljaö vera þar lengur, þvi aö þarna var gott aö vera, góö vinnuaöstaöa og staöurinn hentugur fyrir mig. Slöan ég hætti opinberri kennslu, hef ég stundum tekið nemendur hingaö heim og kennt þeim hér. Mér þykir þaö gaman, en þaö hefur fariö minnkandi, og nú i vetur hef ég eiginlega ekki kennt neitt. — Og þér hefur alltaf þótt gam- an aö kenna? — Já, alltaf. Ég hef mestar mætur á þvl aö kenna ungum börnum, og svo aftur fólki, sem komiö er til verulegs þroska. Það er mikil hamingja — Nú hefur þaö komið fram hér, aö ekki hefur alltaf allt leikiö i lyndi á æviferli þinum. Þú hefur meöal annars barizt viö langvar- andi heilsuleysi. En þó hefur Framhald á bls. 25

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.