Fréttablaðið - 07.06.2006, Page 4

Fréttablaðið - 07.06.2006, Page 4
4 7. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST ALLTAF GOTT VEÐUR TIL AÐ ÆFA! GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 6.6.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 72,79 73,13 Sterlingspund 136,08 136,74 Evra 93,67 94,19 Dönsk króna 12,555 12,629 Norsk króna 12,067 12,139 Sænsk króna 10,168 10,228 Japanskt jen 0,6476 0,6514 SDR 108,57 109,21 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 129,4194 VESTURBAKKINN, AP Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, gaf Hamas-forystunni sem leiðir palestínsku heimastjórnina þriggja daga frest til viðbótar til að samþykkja skjal um stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis við hlið Ísraels. Áætlunin er samin af hátt settum meðlimum Hamas- og Fatah-hreyfinganna sem sitja nú í ísraelskum fangelsum. Leiðtogar Hamas hafa ekki viljað styðja áætlunina því í henni felst óbein viðurkenning á Ísra- elsríki og hafa heimtað að orða- laginu verði breytt, en Abbas hefur hótað að kalla til þjóðarat- kvæðagreiðslu samþykki Hamas ekki skjalið. Hamas-hreyfingin vann yfir- burðasigur yfir Fatah, flokki Abbas, í þingkosningum í vetur og verða leiðtogar hennar að sam- þykkja áætlunina svo hún komist í framkvæmd. Leiðtogar Hamas hafa hins vegar staðfastlega neit- að að viðurkenna tilverurétt Ísra- els. Upphaflega hafði Abbas gefið Hamas-stjórninni frest þar til í gær, en ákvað eftir fund með framkvæmdaráði Frelsissamtaka Palestínu, PLO, í gær að fram- lengja frestinn fram á fimmtudag. Á þeim fundi lýstu yfirmenn PLO yfir stuðningi við áætlunina og heimiluðu Abbas að kalla til þjóð- aratkvæðagreiðslu, að sögn Yass- er Abed Rabbo, háttsetts embætt- ismanns í Palestínu. Abed Rabbo sagði jafnframt að Abbas myndi ekki leyfa neinar breytingar á skjalinu. „Abbas forseti hefur tilkynnt stjórn PLO að hann ætli að hefja undirbúning þjóðaratkvæða- greiðslunnar í lok þessarar viku og að hann muni tilkynna þetta á blaðamannafundi fyrir helgi,“ sagði Abed Rabbo. Þjóðaratkvæða- greiðslan færi fram fjörutíu dögum eftir tilkynninguna, en Abed Rabbo sagði að viðræður við Hamas um áætlunina myndu halda áfram fram að kosningu. Ismail Haniyeh forsætisráð- herra sagði frestinn vera kær- kominn og kallaði eftir frekari fundum um málið. Leiðtogar Hamas og Fatah hafa haldið nokkra fundi um skjalið síðan Abbas setti úrslitakostina fyrir tveimur vikum. Að sögn Abed Rabbo ræddu Abbas og Haniyeh saman í síma á mánudag í meira en klukkutíma, án árang- urs. Í því samtali fór Abbas fram á að Haniyeh hætti að láta eins og flokksbundinn stjórnmálamaður og færi að „haga sér eins og þjóðar- leiðtogi,“ sagði Abed Rabbo. Ný skoðanakönnun sem birt var í gær sýndi að 77 prósent þjóð- arinnar styðja áætlunina. smk@frettabladid.is Hamas veittur lokafrestur Forseti Palestínu veitti forystu heimastjórnarinnar þriggja daga frest í gær til að samþykkja áætlun sem óbeint viðurkennir tilverurétt Ísraels. Samþykki Hamas ekki áætlunina mun Abbas kalla eftir þjóðar- atkvæðagreiðslu um málið. Hamas vann yfirburðasigur yfir flokki Abbas í þingkosningum í vetur. ERFIÐIR TÍMAR Forsætisráðherra Palestínu, Ismail Haniyeh, sést hér á fundi í gær. Mahmoud Abbas forseti gaf Hamas- stjórninni þrjá daga til viðbótar í gær til að samþykkja skjal sem óbeint viðurkennir tilverurétt Ísraels. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bíll valt Tveir voru í bíl sem valt á mótum Helgafellsbrautar og Fellavegar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Hvorugur slasaðist alvarlega. LÖGREGLUFRÉTTIR Læknir sakaður um morð Banda- rískur læknir hefur verið ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni sem lést fyrir 38 árum síðan. Upphaflega var mænusótt sögð vera banamein hennar, en grunur lék á að um morð væri að ræða. Árið 2003 var gröf hennar opnuð og ný krufning sýndi fram á að mænusótt hefði ekki dregið konuna til dauða. Læknirinn er 72 ára gamall. BANDARÍKIN © GRAPHIC NEWS DÓMSMÁL Tvítugur karlmaður, Birkir Árnason, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Maðurinn neitaði sök. Stúlkan var á Humarhátíð á Höfn og gisti á tjaldstæði á Hross- bitahaga. Maðurinn dró stúlkuna með sér inn í trjálund, reif í hár hennar, neyddi hana til að veita sér munnmök og stakk fingrum inn í leggöng hennar. Við yfirheyrslu hjá lögreglu síðar um kvöldið sagð- ist hann aðspurður ekki viss um það hvort hann hefði sett getnaðar- liminn inn í leggöng hennar. Stúlkan rispaðist á hálsi og Jón Torfi Gylfason, læknirinn sem annaðist réttarlæknifræðilega skoðun á stúlkunni, sagðist í áliti sínu ekki áður hafa séð einstakling í jafnmiklu áfalli og stúlkuna skömmu eftir árásina. Vitni sögðu að maðurinn hefði verið „útúrdópaður“ umrætt kvöld og hefði haldið uppi gífuryrðum um að hann gæti lamið alla á tjald- stæðinu. Maðurinn játaði því að hafa haft munnmök við stúlkuna en sagði það hafa verið með hennar samþykki. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða stúlkunni eina milljón króna í skaðabætur auk máls- kostnaðar. - sh Tvítugur karlmaður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun á tjaldstæði: Dró stúlkuna inn í trjálund HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Réttarlæknir sagðist aldrei áður hafa séð einstakling í jafnmiklu áfalli og stúlkuna sem nauðgað var. BANDARÍKIN, AP Yfirmönnum banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, var kunnugt um dvalarstað nasistans og stríðsglæpamannsins Adolf Eichmann á sjötta áratugnum, en tóku þá ákvörðun um að þegja yfir vitneskju sinni því þeir óttuðust að hann gæti sagt frá aðgerðum í Vestur-Þýskalandi sem ætlað var að grafa undan kommúnisma á dögum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í leynilegum gögnum CIA sem gerð voru opin- ber í Washington í gær. Í þeim kemur jafnframt fram að CIA hafi blekkt innflytjenda- yfirvöld í Bandaríkjunum varðandi aðra nasista. - smk Bandaríska leyniþjónustan: Hylmdi yfir með nasistum SLYSFARIR Eins hreyfils Cessna- flugvél nauðlenti í Fljótavík á Vest- fjörðum um kvöldmatarleytið á mánudag. Flugvélin missti vélarafl og þurfti að nauðlenda henni á flugbraut í Fljótavík. Flugvélin stöðvaðist þó ekki fyrr en í ósi við enda brautarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði var flugmað- urinn einn í vélinni og er hann ómeiddur. -at Flugvél nauðlenti í Fljótavík: Endaði í ósi FERÐAMÁL Gistinóttum á hótelum fjölgaði úr 77.300 frá apríl árið 2005 í 80.300 í sama mánuði í ár. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest mest á Austurlandi en Suður- land er eina landsvæðið þar sem fækkun varð á gistinóttum á milli ára en þar fækkaði þeim um 13,5 prósent, úr 9.800 í 8.400. Gistinóttum erlendra ferða- manna fjölgaði um 9 prósent á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 7 prósent. Á sama tíma fjölgaði herbergjum úr 3.571 í 3.674 sem er 3 prósenta aukning og fjöldi rúma fór úr 7.199 í 7.470 sem er 4 prósenta aukning. - hs Gistinóttum í apríl fjölgar: Mest fjölgun á Austurlandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.