Fréttablaðið - 07.06.2006, Page 12

Fréttablaðið - 07.06.2006, Page 12
12 7. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR E N N E M M / S ÍA / N M 2 19 6 4 Krabbameinsfélagsins Glæsilegir vinningar: www.krabb.is Dregi› 17. júní 2006 Vertu með og styrktu gott málefni! ATVINNUMÁL Ljósmyndarar eru ósáttir við þá breytingu sem felst í útgáfu nýrra vegabréfa. Breyting- in er sú að umsækjendur vega- bréfa geta núna látið taka mynd af sér þar sem vegabréfið er sótt sér að kostnaðarlausu. Ástæða breyt- ingarinnar er sú að íslensk yfir- völd þurfa að uppfylla alþjóðlega staðla. Guðmundur Jóhannesson ljós- myndari segist missa um þrjátíu prósent af veltu sinni við þessa breytingu. Hann spyr hvort það geti talist eðlilegt að hið opinbera eigi í samkeppni við ljósmyndara. Hann bendir á að ljósmyndun sé lögvernduð iðngrein og þeir sem séu að taka passamyndirnar núna séu ekki lærðir. Hann spyr einnig hvernig stjórnarskrárákvæðið um réttindi til atvinnu rími við þessa breytingu. Gunnar Jónasson, formaður Ljósmyndarafélags Íslands, segir málið mjög alvarlegt og að félagið muni leita réttar síns en það hefur þegar ráðið lögmann til þess að fara yfir málið. Fólk getur komið með eigin ljósmynd óski það þess en það er gert til þess að koma til móts við ljósmyndara. „Ég treysti mér ekki til þess að réttlæta þá stefnu að senda fólk að óþörfu í einhvern aukatúr út í bæ til þess að ná sér í myndir og borga fyrir það tals- verða fjármuni þegar þess þarf ekki,“ segir Haukur Guðmunds- son, formaður verkefnisstjórnar um ný vegabréf. - gþg Ljósmyndarar eru ósáttir við fyrirkomulag við útgáfu nýrra vegabréfa: Ljósmyndarar missa tekjur GUÐMUNDUR KR. JÓHANNESSON LJÓS- MYNDARI Spyr hvort nýtt fyrirkomulag passamynda standist samkeppnislög. UMHVERFISMÁL Sigríður Anna Þórð- ardóttir umhverfisráðherra hefur sett af stað rannsókn á áhrifum sinueldanna á Mýrum á náttúru og lífríki, sem Náttúrufræðistofnun Íslands hefur unnið að. Rannsókn- aráætlunin er til fimm ára og mun kostnaðurinn við hana nema sex- tíu milljónum króna, þar af 20-25 milljónum frá ríkinu. Ætlunin með rannsókninni er að fylgjast með hvernig náttúran hagar sér í kjölfar eldanna og mun þá fuglalíf, gróður og annað lífríki á svæðinu verða tekið til athugun- ar. Hins vegar hefur verið hætt við rannsókn á hagamúsum vegna sparnaðar. - sgj Umhverfisráðherra: Lætur rann- saka sinuelda SINUELDUR Á MÝRUM Eldarnir sviðu allt sem á vegi þeirra varð. GYÐJA MEÐ ÞÚSUND HENDUR Tai Lihua heitir hún og dansar með dansflokki fatlaðra í Kína. Hér er hún að túlka gyðju náðarinnar, sem hefur þúsund hendur, en henni til stuðnings eru tuttugu daufdumbir dansarar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMFERÐ Umferðarstofu hefur sett af stað auglýsingaherferð þar sem fólk er sérstaklega hvatt til að spenna bílbeltin. Auglýsingarnar eru byggðar á norskri herferð sem heitir „Heaven can wait“ og fékk Umferðarstofa leyfi til að laga þær að íslenskum aðstæðum, en Hvíta húsið og Spark ehf. önnuð- ust gerð þeirra. Fjórðungur þeirra ökumanna og farþega sem létust í bílslysum árið 2005 voru án beltis, en samkvæmt rannsóknum eru átta prósent öku- manna og sextán prósent farþega beltislaus í umferðinni. Á þessu má sjá að líkurnar á banaslysi aukast verulega séu bílbelti ekki notuð. - sgj Nýtt átak Umferðarstofu: Bílbelti bráð- nauðsynleg AUGLÝSINGAR UMFERÐARSTOFU Fjórðungur ökumanna og farþega sem létust í umferðinni 2005 var án beltis. Bensínlaus bátur Tveir menn og tvö börn voru hætt komin þegar lítill skemmtibátur sem þau voru á varð eldsneytislaus skammt úti af Kjalarnesi. Elding dró bátinn í land að beiðni Land- helgisgæslu og enginn hlaut skaða af. LÖGREGLUFRÉTTIR ÍRAK, AP Næstæðsti herforingi bandaríska hersins í Írak mun á næstunni skoða bráðabirgða- skýrslu um fjöldamorðin í Had- itha, segir bandarískur þingmað- ur sem er nýkominn frá landinu. Heimildir benda til tilefnis- lausra morða bandarískra her- manna á 24 óbreyttum borgurum í nóvember og hefur forsætisráð- herra Íraks, Nouri al-Maliki, kvart- að yfir virðingarleysi hermanna gagnvart íröskum borgurum. Forsætisráðherrann stendur nú í ströngu við að koma saman ríkisstjórn en enn hefur engin sátt náðst um tvö lykilembætti, innan- ríkis- og varnarmálaráðherra, þótt frestur sem gefinn var til þess sé liðinn. - sgj Fjöldamorðin í Haditha: Skýrslu vænst HEILBRIGÐISMÁL Alls er 621 eldri borgari á biðlista eftir búsetu- úrræði í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum velferðarráðs borg- arinnar. Þetta var staðan 1. júní 2006, en tölurnar voru teknar saman fyrir Fréttablaðið. Í síðustu viku greindi blaðið frá stöðu mála aldraðra á Landspítal- anum, en þar bíða 97 aldraðir eftir öðrum dvalarúrræðum. Sú bið kostar samtals 2,6 milljónum meira á dag heldur en ef fólkið dveldi á hjúkrunarheimilinu Eir. „Þetta ástand er þjóðinni til skammar og alger- lega óviðunandi,“ segir Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson, verðandi borgar- stjóri og stjórnar- formaður hjúkr- unarheimilisins Eirar, um ofan- greinda stöðu. „Ég hef verið að vinna að uppbyggingu búsetu- úrræða fyrir eldri borgara alla mína tíð í borgarstjórn. Ég ætla að setja aukinn kraft í þennan mála- flokk, því það hefur engin þjón- ustuíbúð verið byggð síðustu tólf árin og þetta eru afleiðingarnar. Þessi málaflokkur verður í for- gangi hjá mér.“ Vilhjálmur segist vilja sjá fleiri öryggisíbúðir, á borð við þær sem reknar eru hjá Eir, í Reykjavík. Fólkið sem sé í þeim fái þjónustu frá hjúkrunarheimilinu. Það sé að stórum hluta á biðlistum eftir hjúkrunarrými eða þjónustuíbúð- um. Ríkið komi að uppbyggingu hjúkrunarheimila í samvinnu við sveitarfélögin. Uppbygging þjón- ustuíbúða og öryggisíbúða sé á hendi sveitarfélaganna og ein- hverra sjálfseignarstofnana eftir atvikum. „Bygging öryggisíbúða er úrræði sem borgin getur gripið til án þess að þurfa að eiga samráð um það við ríkið. Til þess úrræðis ætlum við að grípa í nýjum meiri- hluta borgarstjórnar. Þá stendur til að hefja uppbyggingu hjúkrun- arheimilis fyrir hundrað manns í Mörkinni. Það hefur dregist úr hömlu að koma því verkefni af stað. Það verður eitt af mínum fyrstu verkum að ræða við heil- brigðisráðherra um að þeirri framkvæmd verði flýtt eins og kostur er. Þá stendur til að byggja annað hjúkrunarheimili, einnig fyrir hundrað manns, á Lýsislóð- inni. Bygging þessara tveggja hjúkrunarheimila kostar um þrjá milljarða.“ jss@frettabladid.is Á sjöunda hundrað aldraðra á biðlista Ríflega 620 eldri borgarar eru á biðlista eftir búsetuúrræði í Reykjavík. Þar af eru 237 í mjög brýnni þörf. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir þessa stöðu vera „þjóðinni til skammar og algerlega óviðunandi“. Málið sé í forgangi. VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON ALDRAÐIR Í BRÝNNI ÞÖRF Á biðlista eftir hjúkrunarrými eru 278 einstaklingar. Þar af eru 237 aldraðir einstaklingar í mjög brýnni þörf. 343 eru á biðlista eftir þjónustuíbúð. DÝRAHALD Hrossaeigandi í Svarf- aðardal sem var kærður til hér- aðsdýralæknis fyrir aðbúnað hrossa og óþrifnað í hesthúsum hefur gert hreint fyrir sínum dyrum. Hafði ekki verið mokað undan fjórum graðfolum og tveimur gelt- um hrossum í lengri tíma auk þess sem þeim hafði ekki verið hleypt út. Eftir að hafa fengið bréf frá héraðsdýralækni tók eigandinn sig svo til og fór að vinna í mál- inu. Héraðsdýralæknir sagði í sam- tali við Fréttablaðið að hrossunum hefði í raun liðið ágætlega og feng- ið að hreyfa sig inni í reiðhöll í stað þess að vera hleypt út. Einnig hefði verið borið sag í skít sem safnaðist upp svo hrossin hefðu verið þurr. - at Kæra aðbúnað hrossa: Hrossin laus úr drullunni FJÖLMIÐLAR DV hefur verið úrskurð- að brotlegt gegn þriðju grein siða- reglna Blaðamannafélags Íslands. Ástæðan er fréttaflutningur DV af ræstingakonu fyrirtækis í Reykja- vík sem grunuð var um þjófnað á tveim milljónum af starfsmanni sama fyrirtækis. „Umfjöllunin jaðraði við nafn- birtingu og þó liggur ekkert fyrir um að lögregla hafi grunað kær- anda um þjófnaðinn,“ segir í umfjöllun siðanefndar. - gþg Siðanefnd BÍ úrskurðar: DV brotlegt Hjóla fyrir gott málefni Tveir lögreglumenn og tveir slökkviliðsmenn hjóla nú í kringum landið til styrktar Umhyggju, félags til stuðnings langveik- um börnum. Gengur ferðin vel að sögn og munu þeir líklega komast til Hafnar í dag. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.