Fréttablaðið - 07.06.2006, Síða 25

Fréttablaðið - 07.06.2006, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 7. júní 2006 5 Önnur kynslóð Santa Fe borgarjeppa frá B&L verður frumsýnd hér á landi um næstu helgi í húsakynnum B&L. Samkvæmt fréttatilkynningu fyrirtækisins er nýja útgáfan stærri, tæknilegri og betur búin en fyrstu kynslóðar Santa Fe jeppar. Heiðar J. Sveinsson, forstöðu- maður sölusviðs, segir að miklar breytingar sé að finna í nýju útgáfunni. „Þetta eru fyrstu kyn- slóðaskipti Santa Fe og því var bílsins beðið með mikilli eftir- væntingu. Mesta breytingin er sú að bæði aksturs- og jeppaeigin- leikar Santa Fe hafa verið upp- færðir frá grunni og tæknilega séð stendur bílinn því fyrri kyn- slóðinni mun framar. Nýja kyn- slóðin er búin sívirku aldrifi, öfl- ugri stöðugleikastýringu með spólvörn og rafdrifinni læsingu sem staðalbúnað.“ Fjöðrunarkerfi bílsins hefur einnig verið yfirfarið og fyrir vikið á bílinn að vera töluvert stöðugri og rásfastari en fyrir- rennari hans. Hægt er að fá bílinn í venjulegri fimm sæta útgáfu og einnig í stærri sjö sæta útgáfu. „Vélakosturinn hefur einnig verið uppfærður og í bílnum er ný 2,2 lítra VGT túrbódíselvél sem skilar 150 hestöflum við 4000 snúninga á mínútu,“ segir Heiðar og bætir því jafnframt við að einnig verði hægt að fá bílinn með uppfærðri V6 2,7 lítra vél sem skilar 189 hestöflum við sama snúning. Hönnun bílsins hefur tekið verulegum breytingum og leggja framleiðendur nú meiri áherslu á fágað útlit hans. Heiðar kveðst ánægður með afraksturinn. „Árangurinn er glæsilegur og hefur nýju kynslóðinni verið líkt við Volkswagen Touareg í umsögnum erlendra bílablaða.“ Santa Fe var upphaflega hann- aður með það að leiðarljósi að vera fjölnota og rúmgóður fjöl- skyldubíll. Nýja kynslóðin tekur þá stefnu áfram því hún er enn rúmbetri en sú fyrri. „Önnur kyn- slóðin byggir á sama grunni, nema hvað hún er með enn meira rými, staðalbúnað og þægindi í boði. Auk þess býr bíllinn yfir kröftugum jeppaeiginleikum.“ Frumsýningin verður sem fyrr segir um næstu helgi og mun hún standa frá 12 til 16 bæði á laugar- dag og sunnudag. - vör Kynslóðaskipti hjá Santa Fe jeppanum Bíllinn kemur í mismunandi útgáfum. Sjö sæta útgáfa Santa Fe er einkar rúmgóð. Ný kynslóð Santa Fe er fáguð í útliti. Bíllinn verður frumsýndur á opnu húsi vélasviðs Heklu 10. júní næstkomandi. Vélasvið Heklu hefur hafið inn- flutning á Mitsubishi Canter vinnubílum. Bílarnir verða fáan- legir í nokkrum mismunandi útfærslum, með vörukassa, föst- um palli og einnig með sturtu- palli. Bílarnir eru gerðir fyrir heildarþyngd frá 3,5 tonnum upp í 7,5 tonn og eru fáanlegir 3-7 manna með einföldu eða tvöföldu farþegahúsi. Mitsubishi Canter hefur þótt hagkvæmur í rekstri en Hekla hefur undanfarin ár boðið upp á þessa bíla og eru þó nokkrir bílar í umferð hér á landi. Nú er hins vegar í fyrsta skipti boðið upp á til- búna bíla með yfirbyggingu beint frá framleiðanda og er afgreiðslu- frestur á bílnum aðeins sex vikur. Fyrstu bílarnir eru komnir til landsins og verða frumsýndir laugardaginn 10. júní næstkom- andi hjá vélasviði Heklu í Kletta- görðum 8-10 á opnu húsi sem hald- ið verður þann dag. Mitsubishi Canter hjá Heklu Mitsubishi Canter vörubílarnir verða fáan- legir í mismunandi útfærslum. Tímaritið Bílar & Sport heldur stór- sýningu í nýju íþrótta- og sýningar- höllinni í Laugardal dagana 9. ¿ 11. júní. Sýningin verður í anda stóru bílasýninganna sem haldnar eru erlendis. Hugmyndabílar, sportbílar, breyttir jeppar, nýir bílar sem og fornbílar verður meðal þess sem fyrir augu ber. Mótorhjól, vélsleðar, bátar og flugvélar fá sinn skerf svo og önnur tæki og tól, einnig verða á sýning- unni þjónustuaðilar sem tengjast bílum og mótorsporti. sýning } Bílar & Sport Jeppadekk Vagnhöfða 6 • 110 Reykjavík • Sími 577 3080 Vortilboð! 31" heilsársdekk kr. 11.900 (31x10.50R15) Aðrar stærðir: 27" 215/75R15, kr. 7.900 28" 235/75R15, kr. 8.900 30" 245/75R16, kr. 10.900 32" 265/75R16, kr. 12.900 Sendum frítt um allt land!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.