Fréttablaðið - 07.06.2006, Page 44

Fréttablaðið - 07.06.2006, Page 44
MARKAÐURINN 7. JÚNÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Niðurstöður nýlegrar könnunar benda til að vax- andi markaður sé fyrir starfsemi klámfyrirtækja á netinu í Bretlandi. Í könnuninni, sem breska rannsóknarfyrirtækið Neilsen Netratings gerði fyrir breska blaðið Independent on Sunday í síð- ustu viku, kom fram að 25 prósent breskra karla á aldrinum 25 til 49 ára skoðuðu klám á netinu að staðaldri. Þetta jafngildir því að 2,5 milljónir karla hafi litið inn á klámsíðu í landinu. Athygli vekur í könnuninni að mun fleiri bresk- ar konur skoðuðu klám á netinu á síðasta ári en fyrir tveimur árum, eða 1,4 milljónir kvenna. Þetta er 30 prósenta aukning frá árinu 2004. Breska vefritið The Register segir niðurstöð- urnar benda til að vaxtarmöguleikar klámfyrir- tækja séu miklir í Bretlandi. Hjónabandsráðgjafar segja niðurstöðurnar hins vegar döpur tíðindi því tæpur helmingur þeirra para sem leita sér aðstoð- ar vegna vandræða í hjúskapnum nefna netklám sem eina af rótum vandans. Independent hefur eftir hjónabandsráðgjafa að körlum hafi í gegnum tíðina verið núið um nasir að sleppa forleik í kynlífi. Hafi hann í starfi sínu komist að raun um að klámráp karla á netinu hafi orðið til þess að svo virðist sem þeir séu farnir að sleppa kynlífinu líka. KLÁM Á NETINU Hjónabandsráðgjafar í Bretlandi segja klámefni á netinu rót sambúðarvanda margra para í landinu. MYND/AFP Taka klám fram yfir kynlíf Fjórðungur breskra karla skoðar klám á netinu. Það er sögð ein af ástæðunum fyrir sambúðarvanda fólks. Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, hefur farið fram á að þriðja kynslóð farsíma verði bönnuð í landinu. Tæknin var inn- leidd í Kambódíu fyrr á þessu ári. Farsímar sem styðja tæknina eru hins vegar dýrir og hefur meirihluti landsmanna ekki efni á að nýta sér hana. Eiginkona forsætisráðherrans, sem tilheyr- ir þeim hópi fólks sem hefur efni á að nýta sér tæknina, fékk á dögunum klámskilaboð send í síma sinn. Mun hún hafa brugðist ókvæða við og bar málið upp við eiginmann sinn. Hun Sen, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra í 20 ár, sagði í ræðu sinni í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, á dögun- um að í kjölfar þessa hefði hann skrifað ráðherra fjarskiptamála bréf þar sem hann fór fram á að þriðja kynslóð farsíma yrði bönn- uð í Kambódíu. „Við getum beðið með þessa tækni í tíu ár eða þar til við höfum bætt siðferði þegn- anna,“ sagði hann. - jab FORSÆTISRÁÐHERRAHJÓNIN Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, hefur orðið við beiðni eiginkonu sinnar og bannað þriðju kynslóð farsíma í Kambódíu. MYND/AFP. Bannar farsímatækni Á næsta ári verður aldarfjórð- ungur liðinn frá frumsýningu kvikmyndarinnar Blade Runner. Von er á tveimur útgáfum af myndinni á DVD-diskum af þessu tilefni. Fyrsta myndin er endurbætt leikstjóraútgáfa Ridleys Scott, sem kom út árið 1992. Hún kemur út í september og verður einung- is til sölu í takmarkaðan tíma. Á næsta ári ætlar Ridley Scott svo sjálfur að gefa út enn eina gerð af myndinni. Útgáfan kall- ast réttilega Blade Runner: The Final Cut og verður hún tekin til sýninga í kvikmyndahúsum. Um veglega hátíðarútgáfu er að ræða þar sem allar útgáfur myndar- innar verða saman í einum DVD p a k k a með ýmiss k o n a r aukaefni. B l a d e Runner er gerð eftir v í s i n d a - skáldsögu P h i l i p s K. Dicks, Do Androids Dream of Electric Sheep? Nokkrar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir bókum hans og smásögum, s.s. Total Recall, Minority Report og A Scanner Darkly. Á næsta ári er svo vænt- anleg myndin Next, sem gerð er eftir smásögu hans The Golden Man. - jab BLADE RUNNER Þriðja útgáfa kvikmyndarinnar er væntanleg á næsta ári. Blade Runner í endurbættri útgáfu Farsímafyrirtækið Virgin Mobile ætlar að gefa bandarískum við- skiptavinum sínum tækifæri til að hringja ókeypis frá og með næstu viku. Á móti þurfa við- skiptavinir fyrirtækisins að horfa á auglýsingar í hálfa mínútu eða taka á móti auglýsingum í formi smáskilaboða í farsíma sínum. Virgin Mobile er tiltölu- lega lítið farsímafyrirtæki í Bandaríkjunum og er meirihluti viðskiptavina þess í yngri kantin- um. Viðskiptavinir Virgin Mobile borga fyrirfram fyrir þjónustuna og eru ekki með fasta áskrift hjá fyrirtækinu. Frá og með næstu viku geta þeir farið á vef far- símafyrirtækisins og valið hvort þeir vilji horfa á stutta auglýs- ingu á netinu, fylla út spurninga- lista eða fá smáskilaboð í skiptum fyrir ókeypis farsímanotkun. Virgin Mobile hefur vakið mikla athygli vestra fyrir tiltæk- ið og munu fleiri fyrirtæki bæði í net- og farsímageiranum íhuga að bjóða viðskiptavinum sínum upp á að njóta ókeypis þjónustu gegn því að þeir horfi á auglýs- ingar. - jab MERKI VIRGIN MOBILE Viðskiptavinir Virgin Mobile í Bandaríkjunum geta frá og með næstu viku hringt ókeypis gegn því að horfa á auglýsingar. MYND/AFP Nýir kostir fyrir farsímanotendur HEFUR ÞÚ STYRK Í STÓRFRAMKVÆMDIR? H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 2 1 6 FJÁRMÖGNUN Glitnir Fjármögnun býður fjölbreytta kosti við fjármögnun bíla, atvinnutækja, skrifstofubúnaðar og atvinnuhúsnæðis. Hafðu samband í síma 440 4400 eða kynntu þér málið á www.glitnirfjarmognun.is • Fjármögnunarleiga Leigðu tækið og gjaldfærðu • Kaupleiga Leigðu tækið og eignfærðu • Rekstrarleiga Greiddu aðeins fyrir afnot af tækinu • Fjárfestingarlán Fjármögnun með veði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.