Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 44
MARKAÐURINN 7. JÚNÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Niðurstöður nýlegrar könnunar benda til að vax- andi markaður sé fyrir starfsemi klámfyrirtækja á netinu í Bretlandi. Í könnuninni, sem breska rannsóknarfyrirtækið Neilsen Netratings gerði fyrir breska blaðið Independent on Sunday í síð- ustu viku, kom fram að 25 prósent breskra karla á aldrinum 25 til 49 ára skoðuðu klám á netinu að staðaldri. Þetta jafngildir því að 2,5 milljónir karla hafi litið inn á klámsíðu í landinu. Athygli vekur í könnuninni að mun fleiri bresk- ar konur skoðuðu klám á netinu á síðasta ári en fyrir tveimur árum, eða 1,4 milljónir kvenna. Þetta er 30 prósenta aukning frá árinu 2004. Breska vefritið The Register segir niðurstöð- urnar benda til að vaxtarmöguleikar klámfyrir- tækja séu miklir í Bretlandi. Hjónabandsráðgjafar segja niðurstöðurnar hins vegar döpur tíðindi því tæpur helmingur þeirra para sem leita sér aðstoð- ar vegna vandræða í hjúskapnum nefna netklám sem eina af rótum vandans. Independent hefur eftir hjónabandsráðgjafa að körlum hafi í gegnum tíðina verið núið um nasir að sleppa forleik í kynlífi. Hafi hann í starfi sínu komist að raun um að klámráp karla á netinu hafi orðið til þess að svo virðist sem þeir séu farnir að sleppa kynlífinu líka. KLÁM Á NETINU Hjónabandsráðgjafar í Bretlandi segja klámefni á netinu rót sambúðarvanda margra para í landinu. MYND/AFP Taka klám fram yfir kynlíf Fjórðungur breskra karla skoðar klám á netinu. Það er sögð ein af ástæðunum fyrir sambúðarvanda fólks. Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, hefur farið fram á að þriðja kynslóð farsíma verði bönnuð í landinu. Tæknin var inn- leidd í Kambódíu fyrr á þessu ári. Farsímar sem styðja tæknina eru hins vegar dýrir og hefur meirihluti landsmanna ekki efni á að nýta sér hana. Eiginkona forsætisráðherrans, sem tilheyr- ir þeim hópi fólks sem hefur efni á að nýta sér tæknina, fékk á dögunum klámskilaboð send í síma sinn. Mun hún hafa brugðist ókvæða við og bar málið upp við eiginmann sinn. Hun Sen, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra í 20 ár, sagði í ræðu sinni í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, á dögun- um að í kjölfar þessa hefði hann skrifað ráðherra fjarskiptamála bréf þar sem hann fór fram á að þriðja kynslóð farsíma yrði bönn- uð í Kambódíu. „Við getum beðið með þessa tækni í tíu ár eða þar til við höfum bætt siðferði þegn- anna,“ sagði hann. - jab FORSÆTISRÁÐHERRAHJÓNIN Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, hefur orðið við beiðni eiginkonu sinnar og bannað þriðju kynslóð farsíma í Kambódíu. MYND/AFP. Bannar farsímatækni Á næsta ári verður aldarfjórð- ungur liðinn frá frumsýningu kvikmyndarinnar Blade Runner. Von er á tveimur útgáfum af myndinni á DVD-diskum af þessu tilefni. Fyrsta myndin er endurbætt leikstjóraútgáfa Ridleys Scott, sem kom út árið 1992. Hún kemur út í september og verður einung- is til sölu í takmarkaðan tíma. Á næsta ári ætlar Ridley Scott svo sjálfur að gefa út enn eina gerð af myndinni. Útgáfan kall- ast réttilega Blade Runner: The Final Cut og verður hún tekin til sýninga í kvikmyndahúsum. Um veglega hátíðarútgáfu er að ræða þar sem allar útgáfur myndar- innar verða saman í einum DVD p a k k a með ýmiss k o n a r aukaefni. B l a d e Runner er gerð eftir v í s i n d a - skáldsögu P h i l i p s K. Dicks, Do Androids Dream of Electric Sheep? Nokkrar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir bókum hans og smásögum, s.s. Total Recall, Minority Report og A Scanner Darkly. Á næsta ári er svo vænt- anleg myndin Next, sem gerð er eftir smásögu hans The Golden Man. - jab BLADE RUNNER Þriðja útgáfa kvikmyndarinnar er væntanleg á næsta ári. Blade Runner í endurbættri útgáfu Farsímafyrirtækið Virgin Mobile ætlar að gefa bandarískum við- skiptavinum sínum tækifæri til að hringja ókeypis frá og með næstu viku. Á móti þurfa við- skiptavinir fyrirtækisins að horfa á auglýsingar í hálfa mínútu eða taka á móti auglýsingum í formi smáskilaboða í farsíma sínum. Virgin Mobile er tiltölu- lega lítið farsímafyrirtæki í Bandaríkjunum og er meirihluti viðskiptavina þess í yngri kantin- um. Viðskiptavinir Virgin Mobile borga fyrirfram fyrir þjónustuna og eru ekki með fasta áskrift hjá fyrirtækinu. Frá og með næstu viku geta þeir farið á vef far- símafyrirtækisins og valið hvort þeir vilji horfa á stutta auglýs- ingu á netinu, fylla út spurninga- lista eða fá smáskilaboð í skiptum fyrir ókeypis farsímanotkun. Virgin Mobile hefur vakið mikla athygli vestra fyrir tiltæk- ið og munu fleiri fyrirtæki bæði í net- og farsímageiranum íhuga að bjóða viðskiptavinum sínum upp á að njóta ókeypis þjónustu gegn því að þeir horfi á auglýs- ingar. - jab MERKI VIRGIN MOBILE Viðskiptavinir Virgin Mobile í Bandaríkjunum geta frá og með næstu viku hringt ókeypis gegn því að horfa á auglýsingar. MYND/AFP Nýir kostir fyrir farsímanotendur HEFUR ÞÚ STYRK Í STÓRFRAMKVÆMDIR? H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 2 1 6 FJÁRMÖGNUN Glitnir Fjármögnun býður fjölbreytta kosti við fjármögnun bíla, atvinnutækja, skrifstofubúnaðar og atvinnuhúsnæðis. Hafðu samband í síma 440 4400 eða kynntu þér málið á www.glitnirfjarmognun.is • Fjármögnunarleiga Leigðu tækið og gjaldfærðu • Kaupleiga Leigðu tækið og eignfærðu • Rekstrarleiga Greiddu aðeins fyrir afnot af tækinu • Fjárfestingarlán Fjármögnun með veði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.