Fréttablaðið - 07.06.2006, Page 49

Fréttablaðið - 07.06.2006, Page 49
MARKAÐURINN und. Þannig að þetta er í raun einfalt reikn- ingsdæmi,“ segir Bernhard. Hann segir sambærileg fyrirtæki hafa náð tíu til fimmtán prósenta markaðshlutdeild á fimm árum. „Við verðum að vera hæverskir þegar við setjum fram áætlanir og setja okkur raunhæf markmið. Markaðurinn fyrir þessi tvö tæki ætti að vera um milljarður bandaríkjadala og við stefnum að góðri mark- aðshlutdeild eftir fimm ár.“ Bernhard segir þó að ekki sé í raun um beina samkeppni að ræða. Aðrir framleið- endur beiti annarri tækni. „Það getur í raun enginn gert það sama og við erum að gera, en það eru aðrar aðferðir til við að koma efnum inn í frumur. Að mínu áliti, og margra ann- arra, standast þær aðferðum okkar þó hvergi snúning. Þessi tækni er algerlega byltingar- kennd.“ Viðskiptamódel Cyntellect gerir þó ráð fyrir fleiri tekjulindum. „Við seljum einnig efni sem þarf í tækin. Við sjáum ekki síður framtíðarvon í efnissölunni en tækjunum sjálfum. Slíkar tekjur koma jafnt og þétt meðan tekjur af tækjunum koma í stærri skömmtum.“ ISEC SPENNANDI KOSTUR Bernhard segir Cyntellect í dag fá fleiri pant- anir en það ræður við. Skráningunni sé ætlað að útvega það fé sem til þarf svo fyrirtækið geti haldið áfram að vaxa og hægt sé að koma framleiðslu og markaðssetningu á legg. Sú ákvörðun Cyntellect að skrá félagið á markað hér á Íslandi er þó ekki einungis til komin vegna margvíslegra tengsla við landið. Bernhard segir tvær meginástæður fyrir því að ákveðið var að skrá Cyntellect á iSEC markað Kauphallarinnar. „Í fyrsta lagi er gríðarlega flókið og dýrt að skrá félag á markað í Bandaríkjunum. Skráningin á NASDAQ kostar tvær milljónir dala til að byrja með og síðan kostar um eina milljón á ári að viðhalda henni. Í öðru lagi er fyrirtæk- ið á því skeiði í þróunarferlinu að áhættufjár- festar líta ekki við því lengur, en við eigum þó enn nokkuð í land með að ná þeim tekjum sem þarf til að skrá fyrirtæki á markað í Bandaríkjunum.“ Bernhard segir iSEC vera spennandi markað. Hæfilega strangar kröfur séu gerð- ar til skráðra fyrirtækja, og þeim í senn veitt aðhald og búnar aðstæður til vaxtar. „Við erum mjög spenntir fyrir því að vera fyrsta skráða félagið á iSEC. Það er gaman að taka þátt í því að koma nýju ævintýri af stað.“ Hann hefur ekki áhyggjur af því að lítil velta verði á markaðnum eða verðmyndun ekki nægilega virk. „Tíminn mun vissulega leiða það í ljós. Það getur vel verið að við- skiptin verði lítil til að byrja með en þau munu aukast í samræmi við vöxt fyrirtæk- isins.“ Bernhard telur ekki loku fyrir það skot- ið að skráning á iSEC sé fyrsta skrefið í átt til skráningar Cyntellect á aðallista Kauphallarinnar. „Það getur vel verið, þótt það sé ekkert endilega í spilunum núna. Við erum í það minnsta bjartsýnir og verðum í góðum málum ef við náum þeim markmiðum sem við höfum sett okkur.“ 13MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 Ú T T E K T Cyntellect var stofnað árið 1997 af Bernhard Pálssyni. Fyrirtækið hét Oncosis frá stofnun þar til árið 2004 að nafninu var breytt í Cyntellect. Höfuðstöðvar Cyntellect eru í San Diego í Kaliforníu og vinna þar tuttugu og sjö fastir starfs- menn. Fyrirtækið framleiðir tæki og tól fyrir lyfja- og líf- tækniiðnaðinn og er nú þegar með fimm skráð einkaleyfi tengd tækni sem meðhöndlar frum- ur með leysigeisla. Cyntellect verður ekki einungis fyrsta félagið sem skráð verður á hinn nýja iSEC-markað Kauphallar Íslands, heldur einnig fyrsta bandaríska félagið sem skráð verður á íslenskan markað. Cyntellect er réttnefnt íslensk-bandarískt fyrirtæki þótt höfuðstöðvarnar og starf- semin séu í Bandaríkjunum. Bernhard Pálsson er stjórnarfor- maður félagsins auk þess að eiga fjórðung hlutafjár, en auk hans sitja þeir Friðrik Jóhannsson og Tryggvi Pétursson í stjórn Cyntellect. Forstjóri fyrirtæk- isins er Bandaríkjamaðurinn Manfred Koller. Cyntellect verður formlega skráð á iSEC-markaðinn þann 23. júní næstkomandi. Áður en skráning fer fram verður útboð til fagfjárfesta þar sem hlutir í félaginu verða seldir á 2,5 til þrjá dali hver, eða sem nemur 180 til 216 íslenskum krónum. Stefnt er að því að safna alls tíu til tólf milljónum bandaríkjadala í útboðinu. - jsk Íslenskt-bandarískt hátæknifyrirtæki Cyntellect verður hvort tveggja í senn fyrst fyrirtækja á iSEC-markaðnum og fyrst bandarískra fyrirtækja til vera skráð á íslenskan markað. JIM LINTON MARKAÐSSTJÓRI CYNTELLECT Forsvarsmenn Cyntellect hafa kynnt fyrir- tækið fyrir fjárfestum og öðrum undanfarna daga. Hér heldur Jim Linton markaðsstjóri tölu í höfuðstöðvum KB banka í Borgartúni. Cyntellect fæddist yfir rauðvínsglasi á Strikinu Bernhard Ö. Pálsson er stjórnarformaður bandarísk-íslenska líftæknifyrirtækisins Cyntellect auk þess að gegna stöðu prófessors við Kaliforníu- háskóla í San Diego. Bernhard hefur búið í Bandaríkjunum frá árinu 1977 og komið að margvíslegum rekstri. Í samtali við Jón Skaftason sagði hann skilyrði til skráningar á markað mun hagstæðari á Íslandi en í Bandaríkjunum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segist binda vonir við að hægt verði að virkja þann gríðarlega mikla mun sem er á kostnaði við skráningu í Bandaríkjunum og á Íslandi. Umfangsmiklar breytingar voru gerðar á bandarískum fyr- irtækjalögum, í kjölfar Enron- málsins og annarra hneykslis- mála sem riðu yfir bandarískt viðskiptalíf, með svokallaðri Sarbanes-Oxley-löggjöf. Nú er svo komið að reglur hafa verið hertar svo mjög og kostn- aður aukist að skráningum hefur fækkað hlutfallslega í Bandaríkjunum og félög leita í auknum mæli á náðir evrópskra kauphalla. „Félög leita í ríkari mæli til Evrópu, þá sérstaklega til Lundúna. Ég á von á því að fleiri erlend og þá einkum bandarísk fyrirtæki fylgi í kjölfar Cyntellect, og þá ekki síst fyrirtæki sem hafa tengsl við landið og þekkja til hérna heima,“ segir Þórður. Þórður telur þó að til að svo megi verða sé nauðsynlegt að slaka hvergi á og kappkosta að búa erlendum fyrirtækjum góð skilyrði. „Við verðum að verja það sem ég hef talið okkar aðalsmerki; að geta unnið hratt án þess að fórna því að fara með yfirveguðum og ítarlegum hætti yfir málin. Hér er sveigj- anlegt kerfi og skilvirkt reglu- verk. Við höfum hér aðstæður sem gætu verið ákjósanlegar fyrir erlend fyrirtæki.“ -jsk Aðstæður ákjósanlegar erlendum fyrirtækjum ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON FORSTJÓRI KAUPHALLAR ÍSLANDS Skráning bandarískra fyrirtækja á evrópska markaði hefur aukist undanfarin misseri. Þórður Friðjónsson telur aðstæður á Íslandi ákjósanlegar slíkum fyrirtækjum. K O S I N N Í V E R K F R Æ Ð I A K A D E M Í U B A N D A R Í K J A N N A Bernhard Ö. Pálsson var nýlega kosinn í verkfræðiaka- demíu Bandaríkjanna. Þar situr hann með ekki ómerk- ari mönnum en Bill Gates, stjórnarformanni Microsoft, og Steve Jobs, forstjóra Apple. Í akademíunni eru tvö þúsund manns; þúsund fræðimenn og þúsund manns sem koma úr iðnaði. Árlega eru teknir inn sjötíu nýir meðlimir. Bernhard er fæddur árið 1957 og verður því fjörutíu og níu ára á þessu ári. Það þykir tíðindum sæta að svo ungur maður sé valinn til starfa í akademíunni en vaninn er að fólk öðlist þar sess á gamals aldri. „Þetta er hápunkturinn á mínum ferli. Þetta er mjög selektívur félagsskapur og mikill heiður. Maður er hálfgert unglamb samanborið við þessa kappa.“ Hlutverk akademíunnar er einkum að sinna fræði- starfi. Gefnar eru út skýrslur og álit unnin um stöðu og framtíðarhorfur verkfræðinnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.