Fréttablaðið - 07.06.2006, Page 86

Fréttablaðið - 07.06.2006, Page 86
 7. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR30 Kira Kira, Original Melody og Siggi úr Hjálmum eru á meðal þeirra sem hafa bæst við dans- og raftónlistarhátíðina Bright Nights sem verður haldin í Árnesi um næstu helgi. Einnig hafa bæst við Yagya, Tonik, Lay Low, Biggi veira og Maggi lego úr Gusgus. Áður höfðu meðal annarra skráð sig til leiks Judith Juillerat, Sebestian Tellier, Biogen, Hermigervill og Worm is Green. Alls verða í boði 47 tónleikar á 37 klukkutímum auk þess sem um tugur listasýninga verður haldinn. Forsala aðgöngumiða fer fram í 12 Tónum, Smekkleysubúðinni, Hljóðhúsinu á Selfossi og á bright- nights.com. Miðaverð er 7.500 krónur og er tjaldstæði innifalið. Nánari upplýsingar má finna á www.bright-nights.com. 47 tónleikar á 37 tímum KIRA KIRA Tónlistarkonan Kira Kira mun troða upp á tónlistarhátíðinni Bright Nights í Árnesi. Angelina Jolie og Brad Pitt hafa ákveðið að selja myndir af nýfæddri dóttur sinni Shiloh Nouvel og láta ágóðann renna til góð- gerðarmála. en það er Getty Images myndabank- inn sem fær einkaréttinn á að dreifa myndunum en kaupverðið er trúnaðarmál. Shiloh seld ANGELINA JOLIE Það má segja að Íslendingar búsettir í Kaupmannahöfn hafi tekið forskot á sjómannadagshá- tíðarhöldin seinnipart fimmtudags þegar Mugison tróð upp við íslenska sendiráðið í borginni. Flaut Mugison og hljómsveit á sér- útbúnum pramma við kajann þar sem hundruðir tónleikagesta stóðu með regnhlíf í annarri og bjór í hinni. Aðstæður minntu því um margt á hátíðarhöld úti á landi á degi sjómanna og þær virtust slá Mugison og félaga svolítið út af laginu. Alla vega tók það bandið nokkra stund að finna taktinn á prammanum og gerðu áhorfendur þeim verkefnið ekki auðveldara enda erfitt að klappa með fangið fullt. Mugison og félagar voru komn- ir til að rokka og hljómuðu sum lögin næstum óþekkjanleg í þess- um nýja búningi. Þannig var opn- unarlagið, Sad as a truck flutt næstum án söngs en best fór rokk- ið í Poke a pal sem hljómaði þrusu vel í nýrri útfærslu. Mugison er greinilega í leit að nýjum hljómi og það var áhugavert fyrir tónlist- argesti að fá fylgjast með tónlist- armanninum í leit að rokktaktin- um sem sennilega verður áberandi á næstu plötu. En það voru ekki bara Íslend- ingar sem sóttu tónleikana því Mugison á sér hóp áhangenda í Danmörku enda verið duglegur við tónleikahald í landinu síðasta árið. Fréttablaðið náði tali af tveimur þeirra. „Ég sá hann í fyrra á Hróarskeldu og fannst hann betri þá. Tónlistin hans er ótrúlega fjölbreytt og hann er mikill húmoristi“, sagði Anne og í sama streng tók Johan sem sagði að aðstæður væru ekki nógu góðar á svæðinu. „Ég hefði frekar vilja sjá hann spila í litlum sal eins og hann gerði hér í haust. Það voru frábærir tónleikar.“ Það er því vonandi að Mugison fáist um borð í prammann á nýjan leik við ögn breyttar aðstæður og þá yrði stemmingin vafalaust eins og á besta sjómannaballi. -ks Mugison rokkaði á pramma ROKKIÐ LIFIR Mugison og Guðni Finnsson voru þéttir en nokkur af vel þekktum lögum kappans voru nánast óþekkjanleg í nýjum búningi. Reykvískir rokkarar og aðrir áhugamenn um tónlist létu veðurguðina ekki aftra sér í að hlýða á íslenska og erlenda tónlistamenn. Tónlistarhátíðin Reykjavík Trópík var haldin á lóð Háskóla Íslands og á Nasa um helgina. Fjölmargar frambærilegar hljómsveitir, bæði innlendar og erlendar, mættu til leiks og ber þar hæst að nefna bresku rokkarana í Supergrass. Einnig komu þar fram vinsælar sveitir á borð við Trabant, Appar- at Organ Quartet og Benna Hemm Hemm. Góður rómur var gerður að hátíðinni og þótti skipulagning- in vel af hendi leyst. Forsvarsmenn Reykjavík Trópík vonast til að halda hana aftur að ári og vonandi verður sú raunin, enda ekki á hverjum degi sem tónlistar- hátíð er haldin hér á landi í stóru og litríku sirkustjaldi. Velheppnuð Reykjavík Trópik Í GÓÐUM GÍR Þessir krakkar voru í góðum gír inni í tjaldinu stóra. TRABANT Sviðsframkoma Ragnars Kjart- anssonar og félaga í Trabant var í hæsta gæðaflokki. STEMNING Hörkustemning myndaðist á tónlistarhátíðinni og skemmti fólk sér hið besta. APPARAT Hljómsveitin sérstæða Apparat Organ Quartet tróð upp á Reykjavík Trópík eftir nokkurt hlé. SUPERGRASS Hljómsveitin Supergrass, með söngvarann og gítarleikarann Gaz Coombes í fararbroddi, stóð sig að vonum með mikilli prýði og tók hún flest af sínum vinsælustu lögum. FRÉTTABLAÐIÐI/HÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.