Fréttablaðið - 22.06.2006, Side 4

Fréttablaðið - 22.06.2006, Side 4
4 22. júní 2006 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur verið boðað- ur til yfirheyrslu hjá ríkislögreglu- stjóra 28. júlí næstkomandi vegna meintra skattalagabrota. Boðunin kom í kjölfar rannsóknar skatt- rannsóknarstjóra en niðurstöður hans voru sendar til ríkislögreglu- stjóra sem boðaði Jón Ásgeir til skýrslutöku vegna meintra skatta- lagabrota Baugs, Gaums og Fjár- fars, sem Jón Ásgeir er sagður hafa verið í forsvari fyrir. „Útlit er fyrir að skjólstæðingur minn þurfi að verja sumrinu hjá skattstjóra og rík- islögreglustjóra við skýrslutöku,“ sagði Gestur Jónsson, lögmað- ur Jóns Ásgeirs, fyrir dómi í gær og ítrekaði þá skoðun sína að boðun Jóns Ásgeirs til yfir- heyrslu væri „grafalvarlegt mál fyrir réttar- ríkið“. Gestur krafð- ist þess í mál- flutningi fyrir dómi að endur- ákærum í Baugs- málinu yrði vísað frá dómi, vegna mikilla annmarka. Gestur sagði jafnframt ljóst að sú ákvörðun rík- issaksóknara að endurákæra í mál- inu á grundvelli sömu málsgagna og lágu fyrir í málinu sem Hæsti- réttur vísaði frá 10. október í fyrra, stangaðist á við Mannréttindasátt- mála Evrópu. Á þeim forsendum krafðist hann frávísunar á málinu og greiðslu málskostnaðar úr rík- issjóði. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, rakti af nákvæmni efni fyrsta ákæruliðs- ins af nítján en í honum, sem jafn- framt er umfangsmesti ákærulið- urinn, er Jón Ásgeir einn ákærður fyrir fjársvik og umboðssvik. Sigurður Tómas sagði ljóst að um „umfangsmesta fjársvikamál íslenskrar réttarsögu væri að ræða“, og því ekki óeðlilegt þó ákærurnar virtust flóknar og efn- ismiklar. Jón Ásgeir er ákærður fyrir fjársvik, og umboðssvik, vegna kaupa á verslunarkeðjunni 10-11. Tjón Baugs er talið nema 325 millj- ónum króna vegna brota er snerta fyrsta ákæruliðinn, en í heildina eru fjársvikin, sem nefnd eru í ákæru, talin nema 358,6 milljónum króna. Sigurður Tómas sagði Jón Ásgeir hafa „vísvitandi beitt blekk- ingum“, við kaupin á verslunar- keðjunni sem gengið hefði verið frá 5. nóvember 1998. Samkvæmt ákæruliðnum er hagnaður Jóns Ásgeirs og félaganna Gaums og Fjárfars, sem hann var í forsvari fyrir, sagður hafa numið 200 millj- ónum króna vegna þessara við- skipta. Gestur sagði ákærurnar meingallaðar. „Líklega hefur eng- inn maður lesið endurútgefnar ákærur í málinu jafn oft og ég, en samt finnst mér þær óskiljanleg- ar. Í ákærunum eru viðamiklar staðreyndavillur. Það er til að mynda ekki að finna neina stoð fyrir því, í þeim tugum þúsunda blaðsíðna sem teljast til gagna málsins, að gengið hafi verið frá viðskiptum vegna 10-11 á þeim tíma sem tiltekið er í ákæru.“ Sigurður Tómas mótmælti því að ákærurnar væru gallaðar. „Þetta er umfangsmikið og flókið mál. Ákærurnar er skiljanlegar öllum þeim, sem þær vilja að skilja.“ magnush@frettabladid.is ����������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ������� ����� ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� � ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 21.06.2006 Bandaríkjadalur 74,43 74,79 Sterlingspund 137,08 137,41 Evra 93,94 94,46 Dönsk króna 12,61 12,64 Norsk króna 11,86 11,93 Sænsk króna 10,21 10,27 Japanskt jen 0,6471 0,6509 SDR 109,79 110,45 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 130,3053 Gengisvísitala krónunnar Lögregla boðar Jón Ásgeir í yfirheyrslur í nýju sakamáli Forstjóra Baugs er gert að mæta í skýrslutöku 28. júlí næstkomandi. Persónulegar árásir á hendur Jóni Ásgeiri, segir verjandi hans. Jón Ásgeir sakaður um stórfelld fjársvik vegna kaupa á verslunarkeðjunni 10-11. SIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON GESTUR JÓNSSON LÖGMENN Í DÓMSSAL Settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, og verjendurnir Gest- ur Jónsson og Jakob Möller tókust á um frávísunarkröfu verjenda í Baugsmálinu fyrir dómi í gær. Hér sjást Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenberger og Jakob Möller skoða málsgögn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DÓMSMÁL Stefán Eiríksson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, staðfesti við Fréttablaðið í gær að sent hefði verið bréf til bandarískra dómsmálayfirvalda, með ósk um aðstoð við rannsókn á tilteknum þáttum Baugsmálsins, tveimur dögum eftir að héraðs- dómur sýknaði sakborninga í mál- inu af átta ákæruliðum, hinn 15. mars. „Ég tjái mig ekki um efnis- atriði mála sem eru til meðferðar hjá lögreglu eða dómstólum. Milli- ganga dómsmálaráðuneytisins í beiðnum eins og þessum, er ein- göngu formsatriði. Það er alltaf samkvæmt ákvörðun handhafa ákæruvalds sem óskað er eftir tilteknum upp- lýsingum,“ sagði Stef- án. Jakob Möller, verj- andi Tryggva Jónssonar, hélt því fram fyrir dómi í gær að Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórn- arskránni og Mannrétt- indasáttmála Evrópu með því að tjá sig um Baugsmálið á heimasíðu sinni hinn 15. mars. Þá birtist á heimasíðu Björns texti þar sem meðal annars sagði: „Þótt sjálfur Sesar félli fyrir morð- ingjahendi þennan dag, lauk ekki sögu Róma- veldis, hún hélt áfram. Um héraðsdóm í Baugs- máli í dag ætla ég ekki að ræða, - jafnvel lýsing mín á staðreyndum, getur valdið uppnámi.“ Björn Bjarnason svaraði ekki spurning- um sem blaðamaður sendi til hans í tölvu- pósti seinni partinn í gær. Þorsteinn Geirs- son, ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, beindi spurningum um bréfið til Stefáns Eiríkssonar. - mh Bréf sent til bandarískra dómsmálayfirvalda, með ósk um aðstoð, hinn 17. mars: Leitaði til Bandaríkjamanna BJÖRN BJARNASON Björn var borinn þung- um sökum í dómsal í gær. Yfirlýsing Jóns Ásgeirs: Undrast boðun til skýrslutöku Jón Ásgeir Jóhannesson sendi í gær frá sér yfirlýs- ingu þar sem hann segir boðun sína til yfirheyrslu „vera tilraun til þess að dreifa athyglinni frá þeirri stað- reynd að málflutningurinn í málinu hefði beinst nær allur að göllum á rannsókn og meðferð málsins“. Jón Ásgeir segir ljóst að „nýjasta ákæran í Baugsmálinu beið hnekki þegar dómari málsins óskaði eftir skýringum saksóknara á fyrsta kafla hennar“. Þá ítrekaði Jón Ásgeir sakleysi sitt og sagði að líklega ættu „einhverjir hjá RLS erfitt með að horfast í augu við mistök sín“. - mh HOLLAND, AP Lögreglan í Amster- dam ætlar að ráðast til atlögu við glæpamenn í Rauða hverfinu í borginni. Starfsemi Rauða hverf- isins hefur verið áberandi í borg- arlífi Amsterdam síðan á sautj- ándu öld en aðalatvinnugrein hverfisins varð fyrst lögleg árið 2000. Tilgangur lögleiðingarinnar var sá að hafa meiri stjórn á starf- seminni og koma tekjum vændis- húsanna inn í skattkerfið. Finnist eigendur sem eru á sakaskrá verða leyfi þeirra til „skemmtana- halds” afturkölluð. - kóþ Rauða hverfið í Amsterdam: Lögregluátak gegn mansali VÆNDISGLUGGI Í AMSTERDAM 40 prósent þessara glugga tæmdust þegar bannað var með lögum að leigja þá konum utan ESB. DÓMSMÁL Karlmaður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Norður- lands eystra af ákæru um að hafa stolið fjórum pakkningum af heil- um humri, tveimur lambahryggj- um og þremur lambabógum úr frystigámi við verslunina Bónus í Langholti 1 á Akureyri. Dómurinn taldi ekki hægt að fullyrða með hvaða hætti mat- vælin hefðu komist í vörslu mannsins og ósannað að þangað hefðu þau komist með saknæm- um hætti. Ósannað væri því að hann hefði stolið þeim. Máls- kostnaðúr upp á 130 þúsund krón- ur dæmdist á ríkissjóð. -jss Héraðsdómur Norðurlands: Sýknaður af matvælastuldi NOREGUR, AP Norski vísindamaður- inn Jon Sudbø segist hafa verið undir svo miklu álagi frá vísinda- samfélaginu um að birta niðurstöð- ur rannsókna sinna á krabbameini í munni, að hann hafi ekki séð sér annað fært en að falsa hluta gagn- anna sem hann notaði. Hann segist einnig þjást af geð- rænum sjúkdómi, og vill að hluta til kenna því um hvernig fór. Niðurstöður Sudbøs voru birtar á síðustu árum í virtum vísindatíma- ritum á borð við The Lancet í Bret- landi og The New England Journal of Medicine í Bandaríkjunum. Hann hafði áður viðurkennt þessi afglöp, en tjáði sig í fyrsta sinn við fjölmiðla í gær. - gb Norskur vísindamaður: Falsaði gögn vegna álags

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.