Fréttablaðið - 22.06.2006, Side 48

Fréttablaðið - 22.06.2006, Side 48
■■■■ { sumarið 2006 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■8 „Ég er nýfarin af stað með dagskrá sem ber yfirskriftina Á vit skáld- anna í Mosfellsdal og Hvalfirði, segir Guðrún. „Ég var alltaf að fá símtöl frá fólki sem hafði farið á önnur námskeið hjá mér og vildi vita hvort ég væri ekki með eitthvað nýtt á prjónunum. Það varð til þess að ég hannaði nýju ferðina.“ Guðrún segir að dagskráin hefjist í Mosfellskirkju á flutningi Messunnar á Mosfelli. „Sagt er frá Ólafíu Jóhannsdóttur,“ útskýrir hún. „Síðan er brot flutt úr Innansveitar- kroniku Halldórs Laxness, en ég nýt aðstoðar góðra leikara, þeirra Marí- önnu Clöru Lútersdóttur, Jóns Júlí- ussonar og Karls Guðmundssonar.“ Að sögn Guðrúnar er að svo búnu keyrt af stað í Hvalfjörðinn, en á leiðinni eru sögð brot úr sögu Hólmverja. „Leiðin liggur til Hótel Glyms þar sem veitingar eru í boði,“ útskýrir hún. „Á meðan gestirnir snæða veitingarnar bregður Marí- anna sér í hlutverk fjallkonunnar og flytur ljóð um Helgu Jarlsdóttur eftir Davíð Stefánsson, en það er mjög áhrifamikið að hlýða á fjall- konuna fara með ljóð um raunveru- lega konu sem bjó þarna.“ Ferðinni lýkur með heimsókn í Saurbæjarkirkju þar sem efni eftir Guðrúnu er flutt, en það byggir á sögum um æsku Hallgríms Péturs- sonar. „Ég sótti heimildir í smiðju föður míns, sem þótti vænt um Hallgrím, og svo hjálpaði Inga Huld Hákonardóttir mér með heimilda- söfnun,“ segir hún í lokin. Nánari upplýsingar eru á www.storytrips. com. Á vit skáldanna Guðrún Ásmundsdóttir leikkona hefur staðið fyrir sérsniðnum hópferðum á slóðir Einars Benediktssonar og Ólafíu Jóhannsdóttur. Hún er nú farin af stað með nýja ferð sem hefur slegið í gegn. Það er ekki skrítið að Guðrún skuli hefja dagskrána í Mosfellskirkju, þar sem hún þykir vera með fallegri kirkjum landsins. Fyrir utan kirkjuna er stytta af Ólafíu Jóhannsdóttur, sem leikararnir segja meðal annars frá. Hér sjást Guðrún, Maríanna og Jón flytja efnið í Mosfellskirkju. Leikararnir þurfa að vera snarir í snúningum við búningaskipti þar sem þeir bregða sér í mörg hlutverk í ferðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gestir fylgdust með leikurunum flytja brot úr Innansveitarkroniku Halldórs Laxness, og eins og sést á þessari mynd leyndi innlifunin sér ekki. Reykjanesviti var fyrsti viti landsins, en hann var tekinn í notkun þann 1. desember árið 1878 á Valahnúki á Reykjanesi. Hann var úr höggnu grjóti og var byggður við bjarg- brúnina, en skemmdist í jarðskjálfta nokkrum árum síðar, en var endur- nýjaður 1897. Núverandi viti var hins vegar byggður á Bæjarfelli á árunum 1907-1908. Afar skemmti- legt er að heimsækja vitann þar sem allt umhverfi hans er einstakt. Hraunið sem einkennir Reykjanes- ið liggur nánast upp að honum og má finna jarðhita við hann sem litar umhverfi sitt fögrum litum. Fyrir innan sjávarkambinn sunnan við vitann er Reykjanestjörn en í henni gætir sjávarfalla. Hvorki er aðrennsli né frárennsli á yfirborði en sjá má hvar vatn streymir upp úr botni hennar í nokkurs konar uppsprettum. Við tjörnina er einnig Valbjargargjá, sem er volg, en þar var sundkennsla Grindvíkinga um nokkurra ára skeið fyrr á öldinni. Undan ströndinni er móbergsdrang- urinn Karl, 52 metra hár. Einnig er þar mikið bjarg þar sem fuglalíf er skrautlegt og fjölbreytt. Reykjanesviti Ef þú vilt upplifa sannkallaða vík- ingastemningu þá er Ingólfsskáli í Efstalandi í Ölfushreppi málið. Skálinn er í víkingastíl og matur að hætti landnemanna. Reykt hangi- kjöt, silung, síld, harðfisk og rúg- brauð má fá í forrétt, lambasteik eða kjúkling í aðalrétt, en skyr og bláber eru vinsæll eftirréttur. Hægt er að panta bjór og hornasnafs með mat og borðbúnaður er í víkinga- stíl. Sjá www.basinn.is. Ingólfsskáli í Ölfushreppi Að Hólum er boðið upp á gistingu, veitingar, tjaldsvæði og sundlaug, fyrir utan hið stórbrotna umhverfi og merku sögu sem staðurinn er þekktur fyrir. Framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar er Þórólfur Sig- jónsson. Rósa María segir sumarið fara vel af stað á Hólum og bjart yfir framhaldinu. „Það er nú annað hvort,“ segir hún hressilega. „Hóla- staður á 900 ára afmæli og svo er landsmót hestamanna að hefjast hér í Skagafirði.“ Rósa er Skagfirðingur í húð og hár og hefur mikla reynslu af ferða- þjónustu, meðal annars sem aðstoð- arhótelstjóri sumarhótelsins Áning- ar í Varmahlíð, auk þess að hafa lokið námi við ferðaþjónustubraut Hólaskóla. Hún er því á heimaslóð. Þetta sumar er boðið upp á 70 rúm við hótelið á Hólum, bæði í skólahúsinu og smáhýsum í kring. Tjaldstæðin eru tvö. Annað í skóg- inum ofan við grunnskólann og annað sunnar sem meira er notað fyrir ættarmót og stóra hópa. Gæði veitingastaðarins á Hólum koma mörgum á óvart, að sögn Rósu Maríu. „Veitingastaðurinn Undir Byrðunni hefur fengið það orð á sig að vera best geymda leyndar- mál Norðurlands,“ segir hún og tekur fram að staðurinn sé aðili að verkefninu Matarkista Skagafjarðar þar sem áhersla sé lögð á skagfirskt gæðahráefni. Greinilega eru samt ýmsir komnir á bragðið því Rósa María segir mikið um veislur, ætt- armót, brúðkaup og aðrar hátíða- stundir. „Enda er staðurinn bæði söguríkur og rómantískur,“ bendir hún á að lokum. Þess ber að geta að ef fólk vantar leiðsögn um staðinn er það Málfríður Finnbogadóttir hjá Hólaskóla sem sér um hana. Í hátíðarsal Skagafjarðar Fyrirtækið Gestir og gangandi tók við rekstri ferðaþjónustunnar að Hólum um síðustu mánaðamót. Hótelstjóri er Rósa María Vésteinsdóttir. Rósa María Vésteinsdóttir hótelstjóri segir sumarið fara vel af stað á Hólum. MYND/SÓLRÚN HARÐARDÓTTIR Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akranesi Sími: 431 5566 - museum@museum.is www.visitakranes.is á Akranesi! Þú getur tekið hring á hinum margrómaða golfvelli Skagamanna, Garðavelli á meðan börnin leika sér í Garðalundi, útivistarsvæði og skógrækt Akurnesinga, þar sem finna má leiktæki og sparkvelli fyrir börn á öllum aldri að ógleymdum strandblakvellinum vinsæla. Þaðan getur þú gengið niður á Safnasvæðið og tekið þér góðan tíma í að skoða og spekúlera og upplifa liðna tíma á lifandi safnasvæði. Næst liggur leiðin niður á Langasand, þar sem hægt er að hlaupa um í flæðarmálinu, tína flotta steina og skeljar, byggja sandkastala í fínum kolsvörtum sandinum eða bara flatmaga í sólinni. Þennan skemmtilega dag má svo enda á að skreppa í sund, prófa vatnsrenni- brautina og láta þreytuna líða úr sér í heitum pottunum. Komdu og eigðu skemmtilegar stundir - á Skaganum! Uppskrift að skemmtilegum degi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.