Fréttablaðið - 22.06.2006, Page 54

Fréttablaðið - 22.06.2006, Page 54
■■■■ { sumarið 2006 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■14 Fátt er betra en að aka um Ísland og upplifa fjölbreytta fegurð landsins. Oftar en ekki fara íslenskir ferða- langar þangað sem sólin skín, en eru ekki endilega með áform hvert skal halda næsta dag. Á veginum geta skipst á skin og skúrir og leikur ljóss og skugga birtir manni nýjar myndir af náttúrunni sem maður hefur aldrei séð áður, jafnvel þó maður hafi keyrt sama veginn mörg- um sinnum. Ef tækifæri gefst, er um að gera að taka sér góðan tíma og njóta þess sem fyrir augu ber. Á ferð um landið Ljósmyndari Fréttablaðsins, Vilhelm Gunnarsson, lagði land undir fót og myndaði nokkrar náttúruperlur landsins. Börn að leik við Seljalandsfoss. Ekið yfir Skeiðarársand. Maðurinn er smár í samanburði við ísbreiðuna á Breiðamerkurlóni. Litadýrð við Námaskarð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.