Fréttablaðið - 22.06.2006, Page 66

Fréttablaðið - 22.06.2006, Page 66
 22. june 2006 THURSDAY20 Aðalheiður hlaut síðasta laugardag tilnefningu Grímunnar sem dansari ársins. Þessa dagana er hún í fríi en nýtir það vel til þess að hjálpa Íslandsvinum að undirbúa tjaldbúðir sínar við Kárahnjúka. Hver er uppáhaldsbúðin þín? Það er Humanoid sem er í Arnhem í Hollandi, en þar var ég í námi. Merkin sem eru seld í búðinni eru þau sömu og maður gat fengið í Dýrinu þegar sú búð var og hét. Mér finnst voða gaman að kaupa mér flotta hönnun inn á milli þó það séu ef til vill dýr merki, en þetta eru fötin sem maður notar ár eftir ár. Ég uppgötvaði það þegar ég tók eftir að fötin frá Humanoid sitja sem fastast í fataskápnum á meðan þessi ódýru fá að fjúka með tímanum. Hvað finnst þér skemmtilegast að kaupa? Það er eiginlega ekkert sérstakt - en mér finnst vissulega skemmtilegast að versla í útlöndum. Verslar þú í útlöndum? Já ég versla eiginlega ekkert hérna heima. Svo þegar ég fer til útlanda versla ég allt sem ég þarf. Barnaföt eru til dæmis miklu betri og nátt- úrulega helmingi ódýrari í útlöndum þannig að ég reyni að vera skynsöm og fá útrás þegar ég fer út. Einhverjar venjur við innkaup? Það er þá helst að ég pæli mikið í föt- unum áður en ég festi kaup á þeim. Ég fer á milli búða og veg og met hvað ég ætla að kaupa. Ég er satt best að segja alls ekki verslunaróð en vanda valið þegar ég ætla að splæsa á mig flík. Tekurðu skyndiákvarðanir í fata- kaupum? Nei það geri ég yfirleitt aldrei. Ég kaupi mér eiginlega aldrei neitt nema mig vanti það - laun dansara bjóða bara ekki upp á annað. Þannig að ég reyni bara að forðast búðir ef ég ætla mér ekki að versla neitt til þess að verða ekki freistingunni að bráð. Það er helst að ég taki skyndiákvörðun ef ég hreinlega fell fyrir einhverju. KAUPVENJUR Skynsöm í fatakaupum AÐALHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR DANSARI ����������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������� ������������������� ��������������������������������� PEGASUS Verð nú 34.300 kr. áður 49.000 kr. B F A B R I K A N PEGASUS Verð nú 34.300 kr. áður 49.000 kr. TRENTO Verð nú 17.500 kr. áður 35.000 kr. PORTOBELLO Verð nú 17.500 kr. áður 28.500 kr. COSMO Verð nú 17.500 kr. áður 35.000 kr. LUCA Verð nú 17.500 kr. áður 28.500 kr. • Birta Björnsdóttir fatahönnuður og Jón Páll listamaður í 100 ára gömlu húsi við Miðstræti • Uppskrift af austurlensku partítjaldi og allt sem þig vantar til að gera garðinn frægan • Rautt og bleikt þema • Listrænt fúnkíshús við Vatnsenda • Ofursvöl piparsveinaíbúð í 101 Reykjavík TRYGGÐU ÞÉR BLAÐIÐ Í ÁSKRIFT MEÐ 30% AFSLÆTTI Á AÐEINS 489 KR. EINTAKIÐ OG FÁÐU VEGLEGA GJÖF Í KAUPBÆTI GLÆNÝTT VEGGFÓÐUR ER KOMIÐ ÚT ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.