Fréttablaðið - 22.06.2006, Síða 85
Hljómsveitinni Mezzoforte var
mjög vel tekið á sínum fyrstu tón-
leikum í Ungverjalandi um síðustu
helgi.
Fyrri tónleikarnir fóru fram 16.
júní í Szeged sem er bær nálægt
landamærum Rúmeníu og Serbíu.
Eftir tónleikana, sem voru vel
heppnaðir, var haldið á veitingahús
í bænum þar sem látunum linnti
ekki fyrr en Mezzoforte tók við af
húshljómsveitinni við mikinn fögn-
uð viðstaddra.
Á þjóðhátíðardaginn spilaði
Mezzoforte í Búdapest og lauk
kvöldinu með mikilli flugeldasýn-
ingu. Um tíu þúsund manns stóðu á
bökkum Dónár þennan þjóðhátíðar-
dag og dönsuðu með Mezzoforte.
Mezzoforte leikur á Græna hatt-
inum á Akureyri föstudaginn 23.
júní og í Egilsbúð, Neskaupstað
þann 24. júní á Jazzhátíð Egilsstaða
á Austurlandi. Forsala aðgöngu-
miða á Græna hattinn er á midi.is
og BT Akureyri og í verslunum
Skífunnar. Mjög takmarkað magn
miða er í boði.
Góðar viðtökur í
Ungverjalandi
MEZZOFORTE Hljómsveitin Mezzoforte gerði góða hluti í Ungverjalandi á dögunum.
Hollywood-stjörnurnar Angelina
Jolie og Brad Pitt hyggjast ætt-
leiða þriðja barnið. Jolie og Pitt
fæddist dótturin Shiloh Nouvel
Jolie-Pitt í Namibíu í síðasta mán-
uði. Áður hafði Jolie ættleitt
Zahöru frá Eþíópíu og Maddox frá
Kambódíu.
„Við vitum ekki frá hvaða landi
barnið verður. Við erum að skoða
hin ýmsu lönd,“ sagði Jolie. „Það
fer eftir því hvað er best fyrir
Mad og Z,“ sagði hún.
Eftirnöfnum þeirra Maddox og
Zahöru var breytt í Jolie-Pitt eftir
að Pitt ættleiddi þau líka.
Vilja ættleiða aftur
Miðasala á tónleika Nick Cave í
Laugardalshöll 16. september
hefst fimmtudaginn 29. júní. Cave
kemur fram ásamt hljómsveit sem
er skipuð Bad Seeds-meðlimunum
Martyn P. Case, Jim Scavunos og
Warren Ellis.
Aðeins verða seldir miðar í
númeruð sæti. Búið er að skipta
höllinni upp í tvö svæði; sal og
stúku. Miðaverð í salnum er 6.500
krónur, auk 440 kr. miðagjalds, og
miðaverð í stúku er 5.500 krónur,
auk 380 kr. miðagjalds. Aðeins
2.500 miðar eru í boði á tónleik-
ana. Miðasalan fer fram í verslun-
um Skífunnar, BT Akureyri, Egils-
stöðum og Selfossi og á midi.is.
Miðasala í
næstu viku
NICK CAVE Miðasala á tónleika Nicks Cave í
Höllinni hefst í næstu viku.PITT OG JOLIE Leikaraparið ætlar að ættleiða þriðja barnið. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES