Fréttablaðið - 08.07.2006, Page 2

Fréttablaðið - 08.07.2006, Page 2
2 8. júlí 2006 LAUGARDAGUR SPURNING DAGSINS Ólafur, er barnalegt að leyfa 17 ára börnum að keyra bíl? „Já, það er það lögum samkvæmt og ekki við hæfi þegar litið er á tölurnar í umferðinni. Hins vegar er í lagi fyrir fullorðna að vera barnalegir.“ Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaðurinn á Selfossi, telur að hækka eigi bílprófsaldur hér á landi upp í átján ár því sautján ára einstaklingar séu skilgreindir sem börn samkvæmt lögum. Hann telur jafnframt að þetta komi til með að fækka slysum. FJÖLMIÐLAR Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, hefur verið ráðinn ritstjóri Blaðs- ins. Fyrstu lag- færingar verða á blaðinu í næstu viku og svo mikl- ar breytingar síðar. „Blaðið verð- ur ekki í sam- keppni um frétt- ir við Morgunblaðið og Fréttablaðið. Blaðið mun færa sig frá þeim í efnisöflun og áherslum og verða alþýðlegt frétta-, neytenda- og upplýsinga- blað,“ segir Sigurjón. Fréttablaðið þakkar Sigurjóni vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.  Fréttaritstjóri Fréttablaðsins: Ráðinn rit- stjóri Blaðsins TRYGGINGASTOFNUN Tveir einstakl- ingar, sem hafa setið í gæsluvarð- haldi vegna rannsóknar á fjár- og bótasvikamálinu í Trygginga- stofnun ríkisins, hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald fram á miðviku- dag. Þetta var gert að kröfu efna- hagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjórans. Jón H. B. Snorrason, yfirmað- ur efnahagsbrotadeildar, segir að rannsóknarnauðsyn hafi kallað á það að fólkinu væri haldið í ein- angrun meðan rannsókn sé haldið áfram. Með þessari framlengingu fáist fimm dagar í viðbót í rann- sóknarvinnuna. - ghs Efnahagsbrotadeild: Framlenging á gæsluvarðhaldi SIGURJÓN M. EGILSSON. EFNAHAGSMÁL Yfirlýsing Seðla- bankans á fimmtudaginn bendir til þess að stýrivextir bankans muni hækka enn frekar um miðj- an næsta mánuð. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, telur að það komi niður á trúverðugleika bankans verði það ekki gert. Aðilar vinnumarkaðarins telja stýrivaxtahækkun Seðlabankans of mikla. Bjarni Már tekur undir þessa gagnrýni og segir að hækk- unin hafi ekki full áhrif fyrr en eftir eitt til eitt og hálft ár. „Um leið og hægir á á næsta ári og atvinnuleysi eykst þá koma full stýrivaxtaáhrif inn í efnahagslíf- ið. Það getur gert þessa aðlögun að efnahagslífinu erfiðari en ella,“ segir hann. Bjarni rifjar upp að Seðlabank- inn hafi verið einn í glímunni við verðbólguvanda sem hann í raun geti í ekki gert mikið við. Það sé fyrst nýlega sem ríkisstjórnin hafi gripið til aðgerða. Bjarni telur að eftirspurn eftir vöru og þjónustu dragist saman á næsta ári, atvinnu- leysi aukist, sala á vörum fyrirtækja minnki um leið og fjármagns- kostnaður verði í hámarki. „Þetta þýðir að fyrirtæki og heimili geta þurft að hægja á sínum rekstri og herða ólarn- ar fastar en ella. Framleiðsla og sala á vörum og þjónustu kann að dragast saman hraðar og meira og atvinna kann að dragast saman meira en ella.“ Bjarni Már telur tímasetning- una óheppilega hjá Seðlabankan- um. Hækkunin sé of mikil og komi of seint. Hann segir jafnframt að Seðlabankinn glími við þann vanda að peningamálastefnan hafi ekki notið nægilegs trúverðugleika. Menn virðist ekki hafa trú á að Seðlabankinn nái markmiði sínu. „Seðlabankinn hækkar stýri- vexti svona hart til að reyna að endurheimta trúverðugleikann. Hann er nánast búinn að lýsa því yfir að hann ætli að hækka vexti enn frekar og reynir þannig að skapa þá trú manna að honum muni takast þetta ætlunarverk sitt. Hann reynir að láta heimili, fyrirtæki og banka taka mið af þessari ákvörðun í dag að vextirn- ir verði enn hærri til að fá fólk til að hægja á neyslunni. En ef Seðla- bankinn gerir ekki það sem hann segist ætla að gera þá fyrst er hann í vandræðum. Hann verður að standa við yfirlýsingar sínar til að viðhalda þó þeim trúverðug- leika sem hann hefur.“ ghs@frettabladid.is BJARNI MÁR GYLFASON Hækkar vexti fyrir trúverðugleikann Yfirlýsing Seðlabankans um endurskoðun stýrivaxta bendir til þess að stýrivext- ir hækki enn frekar um miðjan næsta mánuð. Ef ekki þá kemur það niður á trúverðugleika bankans. Þetta er mat hagfræðings Samtaka atvinnulífsins. ÞRÍEYKIÐ ÚR SEÐLABANKANUM Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í gær. Á myndinni sjást Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson seðlabankastjórar og Arnór Sighvatsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans, á fundinum í gær þegar hækkunin var tilkynnt. DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í 60 daga fang- elsi, skilorðsbundið til tveggja ára, og greiðslu rúmlega 120 þúsund króna fyrir árás á leigubílstjóra í apríl í fyrra. Maðurinn var farþegi í leigubíln- um ásamt félögum sínum og munu þeir félagar hafa verið að gantast í aftursæti bílsins. Þegar bíllinn stöðvaðist á rauðu ljósi tók maður- inn leigubílstjórann hálstaki aftan frá, að sögn í leik. Leigubílstjórinn brást ókvæða við og vísaði mönnun- um úr bílnum. Það líkaði manninum ekki og sparkaði í bílstjórann og sló hann við útgönguna. Hann hefur hlotið dóm fyrir fíkniefnabrot. - sh Karlmaður dæmdur í héraði: Tók leigubíl- stjóra hálstaki VIÐSKIPTI Áfrýjunarnefnd sam- keppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í marslok þar sem Flug- þjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS) var sektuð fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Áfrýjunarnefndin lækkaði þó sekt fyrirtækisins um fjórðung, úr 80 milljónum króna í 60 millj- ónir. Með úrskurði sínum staðfesti áfrýjunarnefndin að Flugþjón- ustan á Keflavíkurflugvelli (IGS) hefði brotið gegn 11. grein sam- keppnislaga, um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Í fyrri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var fyrirtækið sakað um að hafa hafa brotið gegn samkeppnislög um þegar það gerði tíu einka- kaupasamninga við flugfélög sem lenda á Keflavíkurflugvelli og með því að gera þýska flugfé- laginu LTU samkeppnishamlandi tilboð. IGS er eitt dótturfélaga Ice- landair Group og sér um þjón- ustu við flugvélar sem lenda í Keflavík, svo sem um lestun vél- anna og meðhöndlun matvæla. Úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er að finna á heimasíðu eftirlitsins, www.samkeppni.is. - óká Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins: IGS sektað um 60 milljónir WASHINGTON, AP Lögreglunni í New York tókst að koma í veg fyrir áform nokkurra herskárra íslamista um sprengjuárásir á samgöngukerfi borgarinnar. Utan Bandaríkjanna hafa nokkrir menn verið handteknir í tengslum við málið, þar á meðal einn í Líbanon. Að sögn dagblaðsins Daily News ætluðu mennirnir meðal annars að sprengja upp Holland- umferðargöngin, sem liggja á milli Manhattan og New Jersey, í þeirri von að flóð yrði í fjármála- hverfinu í New Jersey með skelfi- legum afleiðingum. Starfsmenn bandarísku alríkis- lögreglunnar, FBI, komust á snoð- ir um þessi áform í samstarfi við lögreglu og leyniþjónustu í Líban- on og fleiri löndum, með því að fylgjast grannt með spjallrásum á Netinu. Fyrir mánuði var handtekinn í Beirút í Líbanon líbanskur maður, sem gengur undir nöfnunum Amir Andalousli eða Assem Hammoud, sem er sagður hafa játað aðild að áformunum og í yfirlýsingu frá FBI og bandaríska heimavarna- ráðuneytingu segir að handtaka hans hafi átt stóran þátt í því að upp komst um þessi áform. - gb Bandaríska lögreglan kom í veg fyrir áform nokkurra herskárra íslamista: Lögðu á ráðin um árásir á samgönguæðar í New York STARFSMENN IGS HLAÐA VÉL ICELANDAIR IGS, eða Flugþjónustan á Keflavíkurflug- velli, þjónustar vélar sem um völlinn fara. HOLLAND GÖNGIN Í NEW YORK Bandarískt dagblað fullyrti í gær að mennirnir hefðu meðal annars ætlað að sprengja upp þessi göng milli Manhattan og New Jersey. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Úrvalsvísitalan endaði nú í vikunni í 5.342 stigum sem er aðeins fimm stigum frá því hún fór í lægsta gildi á árinu í byrjun maí, og um 3,5 prósenta lækkun frá áramótum. Vísitalan lækkaði um rúmt pró- sent í gær í litlum viðskiptum og lækkaði gengi allra stóru félag- anna í Kauphöllinni. Mest lækk- uðu bréf í Actavis og Straumi eða um 1,7 prósent. - eþa Hlutabréf síga niður á við: Vísitalan við lægsta gildi ALÞJÓÐAMÁL Japanar lögðu í gær fram ný drög að ályktun Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna varðandi eldflaugaskot Norður-Kóreu. Þrátt fyrir viðvaranir Rússlands og Kína er enn hótað í drögunum að beita refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu haldi þeir eldflaugaæfingum sínum áfram. Væntanlega verður kosið um ályktunina í dag, en henni er ætlað að koma í veg fyrir að Norður-Kór- eumenn geti útvegað sér efni sem þeir þurfa í fleiri eldflaugar. Ráðamenn Suður-Kóreu tilkynntu jafnframt í gær að þeir myndu stöðva matar- og áburðarsendingar til Norður-Kóreu í bili. - smk Eldflaugaskot Norður-Kóreu: Japanar leggja fram ný drög HORFT YFIR LANDAMÆRI Suður-Kóreu- menn röðuðu sér upp við sjónauka til að horfa yfir til nágranna síns, Norður-Kóreu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VARSJÁ, AP Kazimierz Marcinki- ewicz, forsætisráðherra Póllands, sagði í gær af sér. Næsti forsætis- ráðherra verður Jaroslaw Kaczinski, leið- togi Laga- og réttlætisflokks- ins, sem fer með stjórnarmeiri- hlutann á þingi. Hvorki var skýrt frá því hvenær ráð- herraskiptin verða né ástæðu uppsagnarinnar. Verðandi forsætisráðherra er tvíburabróðir forseta Póllands, Lech Kaczinski. - gb Forsætisráðherra Póllands: Hefur sagt af sér embættinu MARCINKIEWICZ Missti stjórn á bíl Lögreglan á Siglu- firði fann bíl í Hólsá í fyrrinótt. Bíllinn maraði hálfur í kafi þegar lögreglumenn bar að. Haft var upp á eigandanum og tekin af honum skýrsla. Honum var síðan sleppt. Maðurinn er grunaður um að hafa verið ölvaður undir stýri. LÖGEGLUFRÉTTIR FORNLEIFAR Komið var niður á hornið á húsi númer 16 við Suður- götu í Vestmannaeyjabæ í gær. Þetta er annað húsið sem verður grafið upp í verkefninu Pompei norðursins, en fjölmörg heimili fóru undir hraun í eldgosinu í Heimaey árið 1973. Verkefnið hefur vakið athygli ferðamanna og áhugavert þykir að skoða minjarnar þótt þær séu aðeins 33 ára gamlar. -sgj Pompei norðursins: Tvö hús grafin upp á Heimaey UPPGRÖFTUR Í EYJUM Glitta sést í húshorn- ið á húsi númer 16 og rauða bárujárnið sem klæðir þakið. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓHANN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.