Fréttablaðið - 08.07.2006, Page 4

Fréttablaðið - 08.07.2006, Page 4
4 8. júlí 2006 LAUGARDAGUR GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 7.7 .2006 Bandaríkjadalur 75,54 75,9 Sterlingspund 139,06 139,74 Evra 96,47 97,01 Dönsk króna 12,931 13,007 Norsk króna 12,128 12,2 Sænsk króna 10,533 10,595 Japanskt jen 0,6578 0,6616 SDR 111,91 112,57 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 133,1667 Gengisvísitala krónunnar DÓMSMÁL Maður var í fyrradag dæmdur í Héraðsdómi Norður- lands eystra fyrir eignaspjöll, að aka án ökuleyfis og fyrir líkams- árás á fyrrverandi sambýliskonu sína á Akureyri. Maðurinn skemmdi bifreið konunnar við leikskóla í bænum og ruddist inn til hennar sama dag og hafði á brott þaðan muni. Mað- urinn var einnig dæmdur fyrir að hafa þrifið í fyrrverandi konu sína og fleygt henni í vegg svo hún meiddist. Maðurinn játaði tveimur hlut- um ákærunnar en var dæmdur fyrir þrjá og hlaut fjögurra mán- aða skilorðsbundið fangelsi. - æþe Maður dæmdur fyrir norðan: Þreif í konu og fleygði í vegg FÍKNIEFNI Tólf kíló af amfetamíni fundust í bíl sem var um borð í Norrænu þegar hún kom til Seyð- isfjarðar í fyrrakvöld. Efnin fund- ust við leit tollvarða, en bíllinn er í eigu tveggja Litháa sem eru nú í haldi lögreglu. Ekki hafa fleiri verið handteknir vegna málsins sem er í rannsókn hjá lögreglunni á Seyðisfirði. Þetta er mesta magn amfetam- íns sem nokkurn tímann hefur verið tekið í Norrænu á hér á landi og með því mesta sem fundist hefur yfir höfuð á Íslandi. Styrk- leiki efnisins sem fannst hefur ekki verið gefinn upp, en ljóst er að verðmæti þess skiptir tugum milljóna króna. Óskar Bjartmars, yfirlögreglu- þjónn við embætti sýslumannsins á Seyðisfirði, segir efnin hafa fundist við reglubundið tolleftir- lit. Hann vill ekki staðfesta að ábending erlendis frá hafi orðið til þess að efnin fundust, og vill ekki tjá sig um hvort grunur leiki á að fleiri tengist málinu. Mennirnir handteknu voru dæmdir í fjögurra vikna gæslu- varðhald í gær. Auk lögreglu og tollvarða heimamanna komu menn frá ríkislögreglustjóra, lög- reglunni á Keflavíkurflugvelli og tollgæslunni í Reykjavík til aðstoðar, en þeir voru staddir eystra vegna skipakomunnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Litháar eru gómaðir við smygl á amfetamíni til landsins, en í febrúar var Lithái handtek- inn í Leifsstöð með sex flösk- ur af amfet- amínbasa og brennisteins- sýru. Auk þess staðfesti Hæsti- réttur á dögunum þriggja ára fangelsis- dóm yfir karlmanni á sextugs- aldri frá Litháen sem hafði smyglað tæpum fjórum kílóum af amfetamíni ásamt félaga sínum með Norrænu seinasta sumar. Umsvif Litháa í fíkniefnaheim- inum á Norðurlöndunum hafa auk- ist að undanförnu en Litháen, Eist- land, Lettland og Pólland eru þekkt sem framleiðslustaðir amfetamíns. Í mars síðastliðnum voru tólf manns handteknir í Gautaborg í aðgerð sem átti að uppræta litháískan fíkniefna- hring þar í landi. Ómar Smári Ármannson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn lög- reglunnar í Reykjavík, segir að menn séu mjög vak- andi fyrir öllum vís- bendingum um hvað sé að gerast á þessum markaði hér á landi, hvort sem um er að ræða lögreglu, tollgæsl- una eða aðra sem með þessi mál fara. salvar@frettabladid.is Aldrei fundist jafn mikið amfetamín Tollverðir á Seyðisfirði lögðu hald á tólf kíló af amfetamíni sem falið var í bíl tveggja Litháa. Þetta er langmesta magn amfetamíns sem fundist hefur í Norrænu. Lögreglan gefur ekkert upp um mögulega íslenska vitorðsmenn. E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 VINNUMARKAÐUR Samningafundur BHM og Svæðisskrifstofa mál- efna fatlaðra í Reykjavík og á Reykjanesi var óvenjulangur í fyrradag, stóð í þrjá tíma, og þok- aðist í samkomulagsátt. Félags- menn BHM eru ósáttir við töfina. Þóroddur Þórarinsson, sem er í samninganefnd BHM, segir að unnið sé að útfærslu á hugmynd- um sem hafi komið fram á samn- ingafundi á miðvikudag en ekki verið kynntar félagsmönnum. Ekki sé því hægt að greina frá þeim. Hann telur að viku þurfi í viðbót til að ná samkomulagi. Félagsmenn BHM stóðu fyrir hljóðgjörningi fyrir utan félags- málaráðuneytið þegar nýr samn- ingafundur hófst í Hafnarhúsinu klukkan eitt í gær. Félagsmenn spiluðu á ýmis hljóðfæri með mis- jöfnum árangri og báru skilti sem á stóð „Þroskaþjálfar eru líka fyr- irvinnur“. Einnig sungu þau lagið „Traustur vinur“, sem Upplyfting, hljómsveit Magnúsar Stefánsson- ar félagsmálaráðherra, gerði frægt á sínum tíma. „Ákveðið var að samningur yrði tilbúinn 1. maí, en þolinmæði okkar er á þrotum,“ segir Guðný Jónsdóttir þroskaþjálfi. „Við höfum mótmælt fyrir utan þrjá samningafundi og höldum að málið sé kannski frosið í félags- málaráðuneytinu. Við viljum að það verði samið strax.“ - ghs/sgj Viðræður BHM og Svæðisskrifstofa dragast á langinn og félagsmenn mótmæla: Þroskaþjálfar fremja gjörning ÞROSKAÞJÁLFAR MEÐ LÆTI Mótmælendur báru meðal annars spjöld með slagorðinu „Eru laun þroskaþjálfa hugsuð sem vasa- peningar?“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ók út í á og brotnaði Karlmaður um fertugt fótbrotnaði illa þegar hann ók mótorhjóli sínu út í á í Nýjadal á Sprengisandi á fimmta tímanum í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn og flutti hann á Landspítalann í Fossvogi til aðhlynningar. LÖGREGLUFRÉTTIR UNDIRSKRIFT Skrifað var undir samning um afnám tvísköttunar milli Íslands og Grikklands í Þjóð- menningarhúsinu í gær. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Theodore Kassimis, aðstoðarutan- ríkisráðherra Grikklands, skrifuðu undir samninginn í viðurvist Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og Karolos Papoulias, forseta Grikk- lands. Markmið tvísköttunarsamninga er að koma í veg fyrir tvísköttun og undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir. Með tvísköttun er átt við álagningu sambærilegra skatta í tveimur ríkjum, á sama skattstofn og á sama tímabili. - sþs Grikkland og Ísland: Sátt um afnám tvísköttunar VIÐ UNDIRRITUN SAMNINGSINS Í GÆR Markmið tvísköttunarsamninga er að koma í veg fyrir tvísköttun og undanskot. DEILA Læknafélag Íslands fordæm- ir aðferð spítalans við uppsögn Stefáns E. Matthíassonar, þegar honum var gert að víkja sam- stundis af vinnustað sínum, því það hafi ekki verið gert með hags- muni sjúklinga hans að leiðarljósi. Sjúklingar hafi verið skildir eftir í lausu lofti því tíma taki að koma nýjum manni inn í málin. Í yfirlýsingu frá Læknafélagi Íslands er skorað á Landspítalann að rétta hlut Stefáns og Tómasar Zoëga og ráða þá aftur. Stjórnar- nefnd spítalans er jafnframt sökuð um að hafa virt tilmæli félagsins um sættir að vettugi. - æþe Óánægja hjá Læknafélaginu: Sjúklingum stefnt í hættu NEYTENDAMÁL Viðskiptaráðherra hefur skipað kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa sem verður vist- uð hjá Neytendastofu sem tekur við kvörtunum til nefndarinnar. Greini aðila að þjónustukaup- um á um réttindi sín og skyldur samkvæmt lögunum geta þeir, einn eða fleiri, snúið sér til kæru- nefndar lausafjár- og þjónustu- kaupa og óskað eftir álitsgerð nefndarinnar um ágreiningsefnið. Niðurstöðum kærunefndar verður ekki skotið til annarra stjórnvalda en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla með venjulegum hætti. - sdg Lausafjár- og þjónustukaup: Kærunefnd hjá Neytendastofu UNIFEM Sjöfn Vilhelmsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastýru UNIFEM á Íslandi. Hún hef- ur meðal annars starfað sem sér- fræðingur á aðal- skrifstofu Þróun- arsamvinnustofnunar Íslands, verkefn- isstjóri stofnunar- innar í Namibíu og sem ráðgjafi, til dæmis fyrir Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna og Barnaheill. Sjöfn nam stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og er með meistara- gráðu í alþjóðafræðum frá Denver- háskóla. Hún tekur við formennsku af Birnu Þórarinsdóttur. -sgj Ný framkvæmdastýra: Sjöfn til starfa hjá UNIFEM SJÖFN VILHELMSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.