Fréttablaðið - 08.07.2006, Qupperneq 35
8. júlí 2006 LAUGARDAGUR5
Nicky Hilton hefur snúið sér að
hönnun fyrir Warner Bros.
Hótelerfinginn Nicky Hilton
hefur hafist handa við að hanna
nýja línu af Tweety-vörum fyrir
Warner Bros. Í línunni verður
fatnaður og alls kyns aukahlutir
með gula kanarífuglinum en
Nicky hefur látið mikið að sér
kveða í tískuheiminum á síðustu
árum.
Línan mun bera hið einfalda
nafn Tweety designed by Nicky
Hilton og kemur á markað í
Bandaríkjunum næsta vor.
-lkg
Dýravinurinn
McCartney
STELLA MCCARTNEY VAR HEIÐRUÐ
AF DÝRAVERNDUNARSAMTÖKUN-
UM PETA Í SÍÐUSTU VIKU.
Fatahönnuðurinn Stella McCartney
fékk sérstök verðlaun við verð-
launaathöfn dýraverndunarsamtak-
anna PETA á dögunum. McCartney
fékk verðlaun fyrir einstaklega
dýravæna hönnun en hún notar
aðeins dýravænar vörur í tískulín-
um sínum, sem er afar sjaldgæft í
tískubransanum.
Athöfnin fór fram í Mayfair
verslun McCartney í Lundúnum og
voru þar mættar stjörnur á borð við
Pamelu Anderson og Sadie Frost.
- lkg
McCartney notar aldrei leður í fötum
sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Kærasta Waynes Rooney er
andlit „Must have“.
Coleen McLaughlin, kærasta fót-
boltamannsins Wayne Rooney,
tók sér frí í að hugga kærastann í
vikunni er hún sótti veislu til að
kynna haustlínu George at Asda.
McLaughlin er andlit „Must have“
línu tískufyrirtækisins og segja
sögur að þrjár milljónir punda,
eða 417 milljónir íslenskra króna,
hafi fallið í hennar hlut fyrir að
vera andlit „Must have“.
McLaughlin í
„Must have“
McLaughlin klæddist kjól frá George at
Asda á blaðamannafundinum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Tweety í tísku
Nicky stillti sér upp á Tweety-mótor-
hjóli á blaðamannafundi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Fyrir þroskaða húð
Absolue Soleil sólar-
vörnin frá Lancome er
sérstaklega hönnuð til
að verja þroskaða húð
í sólinni. Vörnin ver
gegn þurrki, myndun
hrukkna af völdum
sólar og slappri húð.
Áferðin er fíngerð og
fersk með mildum
ilmi.
Í línunni er hægt að
fá SPF 15, 30 og 50
fyrir andlit og
SPF 15 og 30
fyrir líkama.
Hámarkslenging
L´EXTREME MASKARINN
ER LÍKA FÁANLEGUR
VATNSHELDUR.
L´Extreme WP maskarinn
frá Lancome er nú einnig
fáanlegur vatnsheldur.
Burstinn grípur hvert
augnhár við rætur þess
og nær hámarksleng-
ingu, eða allt að sextíu
prósent.
Maskarinn mýkir einnig
augnhárin og ver þau
fyrir ýmsu og helst á í 24
klukkustundir. Maskarinn
er fáanlegur í ýmsum
litum. - lkg
snyrtivörur }
Ferskur sumarilmur
NÝI ILMURINN FRÁ
CALVIN KLEIN ER BÆÐI
FYRIR KARLA OG
KONUR.
Nýi sumarilmurinn
frá Calvin Klein, CK
One Summer, er
bæði fyrir karla og
konur.
Ilmurinn er afar
ferskur eins og
umbúðirnar gefa til
kynna, sem minna helst á heita
strönd í sólarlöndum.
Í ilmnum er blandað saman keim af
melónu, sítrónu, rabbabara, reykelsi
og ferskju. - lkg
Victoria Beckham lætur ekki
grípa sig aftur með illa tilhaft
hár.
Fótboltafrúin Victoria Beckham
vildi alls ekki láta grípa sig með
úfið og illa hirt hár á leik Englands
og Portúgal á HM á dögunum.
Kryddpían flaug alla leið til
Lundúna tveimur dögum fyrir leik
og fékk sér nýjar hárlengingar þar
sem hún var í uppnámi yfir mynd-
um sem birtust af henni í Kanada
fyrir nokkru síðan þar sem sást í
skallablett á höfði hennar.
Alls tók hárgreiðslan fimm
tíma og kostaði 1.500 pund, eða
tæplega 210.000 krónur. Nýja hár-
greiðslan hefur þó ekki veitt liðinu
lukku enda tapaði það leiknum.
- lkg
Nýtt hár fyrir offjár
Victoria tók sig vel út á leiknum um helgina en því miður varð nýja hárið Englandi ekki til
happs. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES