Fréttablaðið - 08.07.2006, Side 56

Fréttablaðið - 08.07.2006, Side 56
FRUMSTÆÐUR FERÐAMÁTI Til að komast yfir á Kringilsárrana þar sem er að finna griðland hreindýra og heiðargæsa verða menn að taka kláf yfir ána Jöklu. Guð- mundur Ármannson, bóndi á Vaði í Skrið- dal, kom kláfnum fyrir í fyrra göngufólki til mikillar gleði. 8. júlí 2006 LAUGARDAGUR36 Nú fer hver að verða síðastur að skoða sig um á svæðinu sem fer undir vatn þegar hleypt verður á Hálslón í haust. Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálms- dóttir hjá Augnablik.is hafa síðastliðin þrjú sumur boðið upp á nokkurra daga gönguferðir um svæðið þar sem gengið er um Kringilsárrana, meðfram Jöklu, kíkt á Dimmuglúfur og fleira. Snæfríður Ingadóttir fór í fyrstu ferð sumarsins og smellti myndum af fallegum gljúfrum, hreindýrum, gæsar- ungum og mannlífi á fjöllum. Draumalandið sem hverfur VIÐ STÍFLUSTÆÐIÐ Þeir sem vildu tóku þátt í þögulum mótmælum til móts við stíflustæðið. Þar í kring er allt fullt af gráum sandi en ekki þarf að fara langt til að finna iðagræna náttúru. KALT BAÐ Sauðá er stutt frá stíflustæði Kárahnjúka. Þar er að finna óteljandi litla fossa og ævintýralegar laugar sem þeir hugrökkustu geta baðað sig í en vatnið í ánni er að sjálfsögðu ískalt. HEIT STURTA Á HÁLENDINU Við Laugafell er hægt að komast í bað í heitri laug og skola svo af sér í heitum fossi rétt fyrir neðan. TÖFRANDI FOSS Töfrafoss í Jöklu er svo sannarlega heillandi. NÁTTÚRUFEGURÐ VIÐ KÁRAHNJÚKA Hafrahvammagljúfur og Dimmugljúfur eru miklar náttúruperlur og láta engan þann sem niður að þeim gengur ósnortinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.