Fréttablaðið - 08.07.2006, Page 64

Fréttablaðið - 08.07.2006, Page 64
 8. júlí 2006 LAUGARDAGUR44 menning@frettabladid.is ! > Ekki missa af... risaballi á Nasa. Dj Dagný og Páll Óskar halda uppi feikna- fjöri í nafni frelsis og jafnréttis á Nasa. Fjörið hefst kl. 23 og varir líklega að eilífu. Íslenska safnadeginum á morgun. Það eru rúmlega tvö hundruð söfn á Íslandi og mörg hver opna dyr sínar upp á gátt í tilefni dagsins. djasstónleikum á Jómfrúnni. Kvartett Ásgeirs og Eriks Qvick leikur í smurbrauðs- paradísinni í Lækjargötu kl. 16 í dag. Kl. 17 Sigtryggur Berg Sigmarsson sýnir í Galleríi Dverg við Grundarstíg. Sýningin ber heitið The Curse of Sigtryggur Berg Sigmarsson og er opin frá kl. 17-19 í dag og á morgun. Austfirðingar fá að kenna á fólsku stórborg- arinnar því uppátækja- samir listamenn hafa tekið yfir hluta menn- ingarmiðstöðvarinnar í Skaftfelli á Seyðisfirði og opna þar sýninguna „Straight out of Skaftfell“ í galleríi sem kennt er við Vesturvegg. Þau Baldur Björnsson og Lóa Hlín Hjálmtýs- dóttir III taka gettóið með sér austur en í fréttatilkynningu mið- stöðvarinnar er vísað til þeldökkra glæpamanna, krakkneyslu og hvítra hóra. Á sýningunni verða hljóð- og vídeóverk, skúlptúr og teikningar sem saman skapa einhvers konar gervi- gettó að sögn Baldurs. Þetta er í fyrsta sinn sem Baldur og Lóa Hlín vinna saman en þau hafa þó þekkst lengi, voru samtíða í námi í Listaháskóla Íslands og eiga sameiginlegt bak- land í Breiðholtinu. Þessi þriðja sumarsýn- ing Vesturveggjar á ef til vill eftir að vekja ugg hjá heimamönnum eystra. „En vonandi lukku líka, það er kannski gott að fá smá myrkur í ljósið hérna,“ útskýrir Baldur. Sýningin verður opnuð kl. 17 í dag en hún stendur til 22. júlí. Gettóið flutt austur LÓA HLÍN HJÁLMTÝSDÓTTIR III OG BALDUR BJÖRNSSON Eiga sameiginlegt bakland í Breiðholtinu. Sumarsýning Listasafns Íslands hefur yfirskriftina „Landslagið og þjóðin“ en þar ber fyrir augu ger- semar úr eigu safnins sem tengja má fyrrgreindu viðfangsefni. Rakel Péturs- dóttir listfræðingur segir frá sumarstarfinu. „Sumarsýningarnar okkar hafa oft byggt á eins konar úrvali verka úr eigu safnsins og að þessu sinni höfum við farið þá leið að skoða þetta þema og sýnum saman mál- verk sem tengja má þjóðsögum og líka landslagsverk með þjóðsög- una í huga,“ segir Rakel. Þjóð- sagnaminnið er að hennar sögn mest áberandi í verkum Ásgríms Jónssonar en einnig eru sterk frá- sagnareinkenni í verkum meist- ara Kjarval. „Hann er þekktur fyrri að tvinna saman íslenska náttúru og íslenska þjóðtrú.“ Alls eiga tæplega þrjátíu lista- menn verk á sýningunni og eru verkin alls 95. Meðal listamanna sem verk eiga eru Júlíana Sveins- dóttir, Kristín Jónsdóttir, Þórarinn B. Þorláksson og Sveinn Þórarins- son en af yngri mönnum mætti nefna Helga Þorgils Friðjónsson, Eggert Pétursson og Ólöfu Nor- dal. Að sögn Rakelar eru verkin afar fjölbreytt, allt frá rómantískri upphafinni náttúrusýn til nýróm- antíkur og endurskoðunar nútíma- mannanna en sýningin er þó ekki hugsuð sem heildaryfirlit heldur brot af því besta úr safnkostinum sem tengja má landagslagsþem- anu. „Erlendir ferðamenn eru í meirihluta gesta á sumarsýning- unni í júlímánuði,“ útskýrir Rakel og áréttar að því sé sýningin að hluta stíluð inn á þann markhóp. Í sumar verður einnig í fyrsta sinn boðið upp á reglulega leiðsögn fyrir gesti á ensku en hingað til hefur aðeins verið boðið upp á slíkt eftir pöntunum. Nú gefst erlendum gestum kostur á að mæta í hádeginu á þriðjudögum og föstudögum og fá greinargóða kynningu á sýningu safnsins sér að kostnaðarlausu. Rakel segir að margir gestanna séu nokkuð fróðir um íslenska myndlist. „Margir hafa nýtt sér upplýsingar sem finna má á heima- síðunni okkar og koma jafnvel sér- staklega til að skoða ákveðin verk. Ég veit ekki til þess að það hafi verið gerð nein úttekt á því hversu fróðir gestirnir eru og vitanlega eru þetta ólíkir hópar en sumir eru nokkuð vel að sér. Sýningin stendur til 24. sept- ember en um miðjan ágúst verður aftur boðið upp á leiðsögn lista- og fræðimanna sem skipulögð er undir yfirskriftinni „Þankar um myndlist - Spurt og spjallað“ en þar fær safnið góðan gest til þess að fjalla um sýninguna út frá per- sónulegum forsendum. „Það er gaman að fá þessa tengingu því fólk kemur víða að,“ segir Rakel en erindi þeirra leiðsögumanna sem þegar hafa gengið um sýning- arnar hafa mælst vel fyrir hjá öðrum safngestum. Nánari upplýsingar um sýning- una og sumardagskrána má finna á heimasíðu listasafnins, www. listasafn.is. kristrun@frettabladid.is RAKEL PÉTURSDÓTTIR LISTFRÆÐINGUR Landslag og þjóðsögur í íslenskri myndlist eru aðalviðfangsefni sumarsýningar Listasafns Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þjóðleg sumarsýningListamaðurinn Snorri Ásmunds- son opnar vinnustofu sína fyrir gestum og gangandi um helgina. Snorri hefur búið og starfað að list sinni í gamla Álafosshúsinu í Mosfellsbæ síðustu misseri en hann hefur komið víða við í list- sköpun sinni og á að baki all sér- kennilegan feril sem listamaður. Gjörningar Snorra hafa oftar en ekki snert viðkvæma strengi hjá samborgurum hans, til dæmis forsetaframboð Snorra árið 2004 sem fór öfugt ofan í suma kjós- endur. Listferill Snorra er að taka nýja og spennandi stefnu um þessar mundir og niðurstaða af áralöngum rannsóknum hans og tilraunum að skila sér inn í sköp- unarferlið. Áhugasamir eru hvattir til að gera sig gestkomna hjá Snorra í Álafosshúsinu, Ála- fossvegi 23. annari hæð en þar verður opið frá 14-18 í dag og á morgun eða eftir samkomulagi við húsráðandann. SNORRI ÁSMUNDSSON MYNDLISTARMAÐ- UR Opið hús um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Opið hús hjá Snorra Guðný Einarsdóttir orgelleikari heldur tónleika í Hallgrímskirkju um helgina. Guðný er einn af efni- legustu ungu orgelleikurunum sem nú eru að ljúka framhalds- námi en hún stundaði nám við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn í vetur. Hún stundaði píanónám við Tónlistar- skólann í Reykjavík og orgelnám við Tónskóla þjóðkirkjunnar þar sem kennari hennar var Marteinn H. Friðriksson. Guðný hefur haldið tónleika bæði á Íslandi og í Danmörku og komið fram við ýmis tilefni. Vorið 2006 gegndi hún stöðu aðstoðar- organista í Holmens kirkju í Kaup- mannahöfn og mun í haust halda til Parísar og gegna stöðu organ- ista við dönsku kirkjuna þar í borg. Fyrri tónleikar Guðnýjar fara fram í hádeginu í dag en þar leik- ur hún þrjú barrokverk eftir Dietrich Buxtehude, Georg Böhm og prelúdíu og fúgu í D-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Á síðari tónleikunum á sunnudagskvöldið kl. 20 leikur hún verk eftir Bach, Charles-Marie Widor og Jehan Alain auk verks eftir Modest Mussorgsky sem Keith John hefur umskrifað fyrir orgel. Tónleikarnir eru liður í tón- leikaröð Alþjóðlega orgelsumars í Hallgrímskirkju. -khh GUÐNÝ EINARSDÓTTIR ORGELLEIKARI Tvennir tónleikar í Hallgrímskirkju um helgina. Myndir Mussorgskys Í dag uppselt 7. júlí uppselt 8. júlí laus sæti 13. júlí laus sæti 14. júlí laus sæti 15. júlí laus sæti Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi Sýningar í júlí Föstudag 7. júlí kl. 20 laus sæti Laugardag 8. júlí kl. 20 laus sæti Sunnudag 9. júlí kl. 20 laus sæti Föstudag 14. júlí kl. 20 laus sæti Laugardag 15. júlí kl. 20 laus sæti Sunnudag 16. júlí kl. 20 laus sæti Föstudag 21. júlí kl. 20 laus sæti Laugardag 22. júlí kl. 20 laus sæti Sunnudag 23. júlí kl. 20 laus sæti Föstudag 28. júlí kl. 20 laus sæti Laugardag 29. júlí kl. 20 laus sæti Sunnudag 30. júlí kl. 20 laus sæti LEIKHÚSTILBOÐ Tvíréttaður matur, miði og frítt í Göngin til baka í boði Landnámsseturs Frá kr. 4000 - 4800 MIDAPANTANIR Í SÍMA 437 1600

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.