Fréttablaðið - 08.07.2006, Síða 65

Fréttablaðið - 08.07.2006, Síða 65
LAUGARDAGUR 8. júlí 2006 45 Á annarri tónleikahelgi Sumar- tónleika í Skálholti verða verk staðartónskáldsins Úlfars Inga Haraldssonar í forgrunni. Dag- skráin hefst kl. 14 með fyrirlestri Úlfars Inga í Skálholtsskóla en klukkustund síðar mun sönghóp- urinn Hljómeyki flytja verk eftir hann ásamt slagverksleikaranum Frank Aarnink. Stjórnandi á tón- leikunum er Marteinn H. Frið- riksson. Síðdegis verða blandaðir tón- leikar þar sem leikin verður tón- list frá endurreisnartíma, verk eftir Þóru Marteinsdóttur og Önnu S. Þorvaldsdóttur sem báðar voru staðartónskáld síðasta sumar, Úlfar Inga Haraldsson, og Díönu Rotaru sem er dóttir stað- artónskálds sumarsins Doinu Rot- aru. Einnig hljómar verk eftir Bandaríkjamanninn og Íslands- vininn Stephen Lucky Mosko sem lést á síðasta ári. Flytjendur á tónleikunum er sænski málmblás- arakvintettinn Renaissance Brass, Berglind María Tómas- dóttir flautuleikari, Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Guð- rún Óskarsdóttir semballeikari. Á sunnudaginn verða síðan tónleikar þar sem flutt verða brot úr efnisskrám laugardagsins en kl. 17 tekur Hljómeyki þátt í guðs- þjónustu í Skálholtskirkju. Hljómeyki syngur í Skálholti SÖNGHÓPURINN HLJÓMEYKI Flytur verk Úlfars Inga Haraldssonar í Skálholti. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚLÍ 5 6 7 8 9 10 11 Laugardagur ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Guðný Einarsdóttir orgelleikari heldur tónleika í Hallgrímskirkju. Yfirskrift tónleik- anna er Myndir Mussorgskys en hún leikur meðal annars verk sem voru hluti af útskriftarverkefnum hennar við Konunglega tónlistar- háskólann í Kaupmannahöfn.  15.00 Sumartónleikar í Skálholti. Tónlistarhópurinn Hljómeyki leikur verk eftir Úlfar Inga Haraldsson. Aðrir tónleikar með Renaissance Brass kl. 17.  21.00 Herdís Anna Jónsdóttir, víóluleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir leika ásamt slag- verksleikaranum Steef van Oosterhout á sumartónleikum við Mývatn. Tónleikarnir fara fram í Reykjahlíðarkirkju en þar verður flutt fjölbreytt efnisskrá með bar- okktónlist, útsetningum á íslenskum þjóðlögum fyrir víólu og steinaspil og tónlist rússnesku tónskáldanna Katsjaturian og Schostakowitch sem útsett er fyrir víólu, marimbu og píanó, m.a. hinn þekkta Sverðdans. Ókeypis er á tónleikana. ■ ■ OPNANIR  14.00 Eiríkur Árni Sigtryggsson opnar myndlistarsýningu í Galleríi Úlf. Sýningin er opin alla daga frá 14-18.  15.00 Myndlistarsýning listahóps- ins Án titils Grúp verður opnuð í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi. Á sýningunni eru sýnd fjölbreytt myndlistarverk; málverk, teikningar, ljósmyndir og innsetn- ingar. Sýningarstjóri er Anna Leif Elídóttir. Sýningunni lýkur 13. ágúst. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. ■ ■ SKEMMTANIR  21.30 Partyzone partý í Hressógarðinum. Aðalnúmer kvöldsins er Kap10Kurt, tveggja manna elektró rave hljómsveit en auk þeirra leika Hermigervill og fleiri góðir. Kúabjöllur og rave-flautur æskilegar. Húsið opnar kl. 21.30  Hljómsveitin Karma leikur á Kringlukránni. ■ ■ DANSLIST  22.30 Salsakvöld á Café Cultura. Hinn eini sanni Carlos Sanchez kennir grunnsporin frá kl. 22.30 til 23.30 dansunnendum að kostnaðar- lausu. Dansað fram eftir nóttu. ■ ■ SÝNINGAR  17.00 Sigtryggur Berg Sigmarsson sýnir í Galleríi Dverg við Grundarstíg. Sýningin ber heitið The Curse of Sigtryggur Berg Sigmarsson og er opin frá 17-19. ■ ■ OPIÐ HÚS  Opnið hús hjá myndlistarmanninum Snorra Ásmundssyni. Áhugasamir eru hvattir til að gera sig gestkomna hjá Snorra í Álafosshúsinu í Mosfellsbæ, Álafossvegi 23, 2 h. Opið frá kl. 14-18 um helgina eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsing- ar veitir Snorri í síma 692 9526 Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Birta er komin út! Birgitta Haukdal Syngur með sínu nefi Nýr heimur á Hótel Borg Bjargey Ingólfsdóttir Tíska Öflugasta sjónvarpsdagskráin Sinfóníuhljómsveit unga fólksins var stofnuð árið 2004, af Gunn- steini Ólafssyni píanóleikara og eldri tónlistarnemendum á Íslandi. „Hugmyndin var að gefa ungum tónlistarnemum tækifæri á að spila í stórri hljómsveit og takast á við helstu verk tónbók- menntanna,“ segir Gunnsteinn, en hann er jafnframt fastur stjórn- andi hljómsveitarinnar. Að jafnaði skipa um 40-50 nem- endur af efstu stigum tónlistar- náms hljómsveitina, en það fer allt eftir því hver verkefnin eru. Meðal fastra liða á dagskrá henn- ar er þátttaka í Þjóðlagahátíð á Siglufirði sem fyrst var haldin fyrir sex árum og haldin hefur verið haldin árlega síðan. Tiltekin þema eru valin fyrir hátíðina í hvert sinn og nú var tónlist eyþjóða og stranda fyrir valinu. Gunn- steinn er ennfremur einn þeirra sem hefur yfirumsjón með Þjóð- lagahátíðinni en hann stjórnar ekki Sinfóníuhljómsveit unga fólksins á hátíðinni núna. „Um það bil einu einni á ári fær hljómsveitin til liðs við sig einn gestastjórnanda. Í fyrra var það Bandaríkjamaðurinn Robert Gutter en þema hátíðarinnar það árið var „nýi heimurinn“. Gesta- stjórnandinn í ár er frá Brasilíu, kona að nafni Ligia Amadio, en hún er fyrsta konan í 30 ár til að vinna fyrstu verðlaun í Tokyo International Music Competition for Conducting. Þá hefur hún verið aðalstjórnandi Þjóðarsinfóníu- hljómsveitar Brasilíu í Rio de Jan- eiro síðan 1996.“ Að sögn Gunn- steins er mikill fengur að fá til landsins svona góða tónlistar- menn. Auk gestastjórnanda leggur Sinfóníuhljómsveit unga fólksins allt kapp á að fá til sín Íslendinga sem stunda nám erlendis, til að leika einleik. „Í þetta sinn er það flautuleikarinn Emilía Rós Vigfús- dóttir sem spreytir sig á einleiks- hlutverkinu í flautukonsertinum Columbine, eftir Þorkel Sigur- björnsson,“ segir Gunnsteinn. Emilía segir þetta fyrsta ein- leik sinn á hátíðinni þó hún hafi tekið þátt í henni í fyrra. „Ég er mjög spennt að taka þátt enda er verkið sem ég flyt afskaplega ljúft, létt og fallegt.“ Emilía segir margt á döfinni hjá sér en hún heldur til Lundúna í tónleikaferð á næstunni, þar sem hún mun kynna íslenska flaututónlist. „Í fyrra var mér boðið í tónleikaferð um aust- urströnd Kanada og fljótlega mun ég taka þátt í tónlistarhátíð sem fram fer á Möltu, en þar mun ég halda tónleika ásamt nýsjálensk- um píanóleikara. Svo er ég á leið í meistaranám í London í haust, þannig að ég hef meira en nóg fyrir stafni.“ Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins verða í Siglufjarðar- kirkju á morgun kl. 14 og í Nes- kirkju á mánudaginn. - brb SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT UNGA FÓLKSINS Leikur á Siglufirði á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ungfónía á Þjóðlagahátíð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.