Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.07.2006, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 08.07.2006, Qupperneq 65
LAUGARDAGUR 8. júlí 2006 45 Á annarri tónleikahelgi Sumar- tónleika í Skálholti verða verk staðartónskáldsins Úlfars Inga Haraldssonar í forgrunni. Dag- skráin hefst kl. 14 með fyrirlestri Úlfars Inga í Skálholtsskóla en klukkustund síðar mun sönghóp- urinn Hljómeyki flytja verk eftir hann ásamt slagverksleikaranum Frank Aarnink. Stjórnandi á tón- leikunum er Marteinn H. Frið- riksson. Síðdegis verða blandaðir tón- leikar þar sem leikin verður tón- list frá endurreisnartíma, verk eftir Þóru Marteinsdóttur og Önnu S. Þorvaldsdóttur sem báðar voru staðartónskáld síðasta sumar, Úlfar Inga Haraldsson, og Díönu Rotaru sem er dóttir stað- artónskálds sumarsins Doinu Rot- aru. Einnig hljómar verk eftir Bandaríkjamanninn og Íslands- vininn Stephen Lucky Mosko sem lést á síðasta ári. Flytjendur á tónleikunum er sænski málmblás- arakvintettinn Renaissance Brass, Berglind María Tómas- dóttir flautuleikari, Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Guð- rún Óskarsdóttir semballeikari. Á sunnudaginn verða síðan tónleikar þar sem flutt verða brot úr efnisskrám laugardagsins en kl. 17 tekur Hljómeyki þátt í guðs- þjónustu í Skálholtskirkju. Hljómeyki syngur í Skálholti SÖNGHÓPURINN HLJÓMEYKI Flytur verk Úlfars Inga Haraldssonar í Skálholti. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚLÍ 5 6 7 8 9 10 11 Laugardagur ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Guðný Einarsdóttir orgelleikari heldur tónleika í Hallgrímskirkju. Yfirskrift tónleik- anna er Myndir Mussorgskys en hún leikur meðal annars verk sem voru hluti af útskriftarverkefnum hennar við Konunglega tónlistar- háskólann í Kaupmannahöfn.  15.00 Sumartónleikar í Skálholti. Tónlistarhópurinn Hljómeyki leikur verk eftir Úlfar Inga Haraldsson. Aðrir tónleikar með Renaissance Brass kl. 17.  21.00 Herdís Anna Jónsdóttir, víóluleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir leika ásamt slag- verksleikaranum Steef van Oosterhout á sumartónleikum við Mývatn. Tónleikarnir fara fram í Reykjahlíðarkirkju en þar verður flutt fjölbreytt efnisskrá með bar- okktónlist, útsetningum á íslenskum þjóðlögum fyrir víólu og steinaspil og tónlist rússnesku tónskáldanna Katsjaturian og Schostakowitch sem útsett er fyrir víólu, marimbu og píanó, m.a. hinn þekkta Sverðdans. Ókeypis er á tónleikana. ■ ■ OPNANIR  14.00 Eiríkur Árni Sigtryggsson opnar myndlistarsýningu í Galleríi Úlf. Sýningin er opin alla daga frá 14-18.  15.00 Myndlistarsýning listahóps- ins Án titils Grúp verður opnuð í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi. Á sýningunni eru sýnd fjölbreytt myndlistarverk; málverk, teikningar, ljósmyndir og innsetn- ingar. Sýningarstjóri er Anna Leif Elídóttir. Sýningunni lýkur 13. ágúst. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. ■ ■ SKEMMTANIR  21.30 Partyzone partý í Hressógarðinum. Aðalnúmer kvöldsins er Kap10Kurt, tveggja manna elektró rave hljómsveit en auk þeirra leika Hermigervill og fleiri góðir. Kúabjöllur og rave-flautur æskilegar. Húsið opnar kl. 21.30  Hljómsveitin Karma leikur á Kringlukránni. ■ ■ DANSLIST  22.30 Salsakvöld á Café Cultura. Hinn eini sanni Carlos Sanchez kennir grunnsporin frá kl. 22.30 til 23.30 dansunnendum að kostnaðar- lausu. Dansað fram eftir nóttu. ■ ■ SÝNINGAR  17.00 Sigtryggur Berg Sigmarsson sýnir í Galleríi Dverg við Grundarstíg. Sýningin ber heitið The Curse of Sigtryggur Berg Sigmarsson og er opin frá 17-19. ■ ■ OPIÐ HÚS  Opnið hús hjá myndlistarmanninum Snorra Ásmundssyni. Áhugasamir eru hvattir til að gera sig gestkomna hjá Snorra í Álafosshúsinu í Mosfellsbæ, Álafossvegi 23, 2 h. Opið frá kl. 14-18 um helgina eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsing- ar veitir Snorri í síma 692 9526 Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Birta er komin út! Birgitta Haukdal Syngur með sínu nefi Nýr heimur á Hótel Borg Bjargey Ingólfsdóttir Tíska Öflugasta sjónvarpsdagskráin Sinfóníuhljómsveit unga fólksins var stofnuð árið 2004, af Gunn- steini Ólafssyni píanóleikara og eldri tónlistarnemendum á Íslandi. „Hugmyndin var að gefa ungum tónlistarnemum tækifæri á að spila í stórri hljómsveit og takast á við helstu verk tónbók- menntanna,“ segir Gunnsteinn, en hann er jafnframt fastur stjórn- andi hljómsveitarinnar. Að jafnaði skipa um 40-50 nem- endur af efstu stigum tónlistar- náms hljómsveitina, en það fer allt eftir því hver verkefnin eru. Meðal fastra liða á dagskrá henn- ar er þátttaka í Þjóðlagahátíð á Siglufirði sem fyrst var haldin fyrir sex árum og haldin hefur verið haldin árlega síðan. Tiltekin þema eru valin fyrir hátíðina í hvert sinn og nú var tónlist eyþjóða og stranda fyrir valinu. Gunn- steinn er ennfremur einn þeirra sem hefur yfirumsjón með Þjóð- lagahátíðinni en hann stjórnar ekki Sinfóníuhljómsveit unga fólksins á hátíðinni núna. „Um það bil einu einni á ári fær hljómsveitin til liðs við sig einn gestastjórnanda. Í fyrra var það Bandaríkjamaðurinn Robert Gutter en þema hátíðarinnar það árið var „nýi heimurinn“. Gesta- stjórnandinn í ár er frá Brasilíu, kona að nafni Ligia Amadio, en hún er fyrsta konan í 30 ár til að vinna fyrstu verðlaun í Tokyo International Music Competition for Conducting. Þá hefur hún verið aðalstjórnandi Þjóðarsinfóníu- hljómsveitar Brasilíu í Rio de Jan- eiro síðan 1996.“ Að sögn Gunn- steins er mikill fengur að fá til landsins svona góða tónlistar- menn. Auk gestastjórnanda leggur Sinfóníuhljómsveit unga fólksins allt kapp á að fá til sín Íslendinga sem stunda nám erlendis, til að leika einleik. „Í þetta sinn er það flautuleikarinn Emilía Rós Vigfús- dóttir sem spreytir sig á einleiks- hlutverkinu í flautukonsertinum Columbine, eftir Þorkel Sigur- björnsson,“ segir Gunnsteinn. Emilía segir þetta fyrsta ein- leik sinn á hátíðinni þó hún hafi tekið þátt í henni í fyrra. „Ég er mjög spennt að taka þátt enda er verkið sem ég flyt afskaplega ljúft, létt og fallegt.“ Emilía segir margt á döfinni hjá sér en hún heldur til Lundúna í tónleikaferð á næstunni, þar sem hún mun kynna íslenska flaututónlist. „Í fyrra var mér boðið í tónleikaferð um aust- urströnd Kanada og fljótlega mun ég taka þátt í tónlistarhátíð sem fram fer á Möltu, en þar mun ég halda tónleika ásamt nýsjálensk- um píanóleikara. Svo er ég á leið í meistaranám í London í haust, þannig að ég hef meira en nóg fyrir stafni.“ Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins verða í Siglufjarðar- kirkju á morgun kl. 14 og í Nes- kirkju á mánudaginn. - brb SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT UNGA FÓLKSINS Leikur á Siglufirði á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ungfónía á Þjóðlagahátíð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.