Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.07.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 08.07.2006, Qupperneq 70
50 8. júlí 2006 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Michael Ballack verður ekki með Þjóðverjum í leiknum um þriðja sætið á HM í kvöld þegar gestgjafarnir mæta Portú- gölum. Fyrirliði Þjóðverja á við meiðsli að stríða í vinstra hné og hefur því lokið keppni á HM. Robert Huth og Marcell Jansen koma inn í liðið fyrir Per Mertes- acker og Arne Friedrich og Oliver Kahn leikur sinn síðasta landsleik í markinu. „Við skuldum Oliver að leyfa honum að spila og það getur eng- inn í heiminum tekið þetta af honum. Hann hefur spilað mikil- vægt hlutverk fyrir okkur, hann hefur verið eins og meðlimur í þjálfarateyminu og hefur haft mikil áhrif á ungu leikmennina í liðinu,“ sagði Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari en Jens Lehmann sagðist glaður vilja víkja fyrir kol- lega sínum. Luiz Felipe Scolari, landsliðs- þjálfari Portúgals segist bíða spenntur eftir leiknum. „Ég hefði kannski frekar viljað spila í úrslitaleiknum en við verðum að vera stoltir af þessum árangri hjá okkur. Við höfum reynt að spila vel og að mínu mati hefur það tek- ist vel. Við erum þakklátir stuðn- ingsmönnum okkar sem hafa verið stórkostlegir og við ætlum ekki að missa andann þrátt fyrir að hafa ekki komist í úrslitaleikinn,“ sagði Scolari. Margir vilja meina að leikurinn um þriðja sætið skipti engu máli en FIFA hefur brugðist við því. „Að mínu mati skiptir þessi leikur miklu máli, það skiptir líka máli fyrir leikmennina hvort þeir lenda í þriðja eða fjórða sæti,“ sagði Markus Siegler, talsmaður FIFA, en það voru Tyrkir sem náðu þriðja sætinu árið 2002. - hþh Leikurinn um þriðja sætið á HM í Þýskalandi fer fram í kvöld þegar heimamenn mæta Portúgal: Hverjir hljóta sárabótarverðlaunin í Stuttgart? TILBÚINN Í SLAGINN? Oliver Kahn endar landsliðsferilinn í kvöld en á æfingu í gær virtist hann hafa lítinn áhuga á leiknum og geispaði myndarlega ótt og títt. NORDICPHOTOS/AFP KAPPAKSTUR Viktor var að keppa fyrir réttri viku á Brands Hatch brautinni í Englandi þegar hann lenti í virkilega hörðum árekstri. Atvikið gerðist í undankeppninni þegar Viktor ætlaði að endur- heimta fyrsta sætið sem hann hafði náð fyrr um daginn. Viktor ætlaði að taka fram úr hægfara bíl fyrir framan sig sem hætti skyndi- lega við að víkja úr vegi fyrir Vikt- ori sem skall harkalega á bílinn. „Ég gat ekki gert neitt annað en að klessa aftan á hann. Um leið og ég skall á honum flaug bíllinn lóð- rétt upp í loftið og var á hvolfi, tæpum þremur metrum fyrir ofan brautina. Bíllinn lenti á vinstra framhjólinu, brotnaði nánast í tvennt og gjöreyðilagðist. Þjón- ustuliðið stóð sig frábærlega í að byggja alveg nýjan bíl fyrir mig um nóttina svo ég gæti keppt dag- inn eftir,“ sagði Viktor við Frétta- blaðið um atvikið. Viktor missti af fyrstu keppninni um helgina af þremur en náði öðru sæti í annarri keppninni og sigraði svo í þeirri þriðju. „Eina stundina var ég að horfa á afturvænginn á bílnum fyrir framan mig, þá næstu sá ég bláan himininn og á þeim tímapunkti vissi ég að það sem myndi gerast næst yrði vont. Ég vissi samt sem áður að bílarnir eru sterkbyggðir auk þess sem öryggisbúnaðurinn minn er mjög góður. Ég bjó mig undir það versta og skall svo á jörðinni. Ég meiddi mig í bakinu og finn ennþá til þegar ég sný upp á bakið, það var aftur á móti 20 stiga forysta mín í stigakeppninni sem fór verst út úr þessu,“ sagði Viktor. Viktor hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu og unnið fimm af sjö keppnum. „Ég er að sjálf- sögðu ánægður með byrjunina hjá mér. Ég hef aldrei byrjað tímabil svona vel og er algjörlega í skýj- unum. Hingað til hef ég gert mjög fá mistök og þessi stöðugleiki er það sem ég þarf að hafa til að vinna meistaratitilinn,“ sagði Viktor sem horfir bjartsýnn fram á tímabilið sem nú er hálfnað. „Fyrir mér er ég kominn aftur á byrjunarreit. Ég er orðinn jafn öðrum á toppi stigatöflunnar nú þegar tímabilið er hálfnað og því þarf ég að byrja aftur. Það er núna undir mér komið að gleyma árekstrinum og halda áfram að sækja. Ég veit að ég hef hæfileik- ana til að vera sá besti en ég er ekki svo óþroskaður að halda að það verði auðvelt. Mikil vinna og einbeiting er lykillinn og ég mun taka samstundis upp þráðinn,“ sagði Viktor Jensen. hjalti@frettabladid.is Sá bílinn fyrir framan mig og svo bara bláan himininn Íslenski ökuþórinn Viktor Jensen heldur ótrauður áfram baráttu sinni um sigur í Palmer Audi-formúlunni. Viktor lætur mjög slæman árekstur ekki á sig fá en bíll hans flaug lóðréttur tæpa þrjá metra upp í loftið um síðustu keppnishelgi. GLETTINN Viktor rennir hér hýru auga til föngulegrar stúlku á verðlaunapallinum á Brands Hatch. FRÉTTABLAÐIÐ SIGURSÆLL Viktor hefur unnið fimm mót af sjö og situr nú í efsta sæti ásamt einum öðrum. Þar að auki hefur Viktor fimm sinnum verið á ráspól og fimm sinnum náð besta tíma í keppnum. FRÉTTABLAÐIÐ FÓTBOLTI „Ég er í skýjunum með að vera kominn aftur í mikilvægasta félag heims,“ sagði Fabio Capello þegar hann var kynntur sem nýr þjálfari spænska risaliðsins Real Madrid. Umræður hafa verið uppi um að portúgalski kantmaðurinn Cristiano Ronaldo gæti verið á leið til félagsins og segist Capello vera nokkuð viss um að leikmaðurinn sjálfur vilji koma. „Það vilja allir spila fyrir Real Madrid og ég er nokkuð viss um að hann er í þeim hópi. Ég er mjög hrifinn af honum sem leikmanni en á þessari stundu get ég ekkert sagt,“ sagði Capello sem notaði einnig tækifærið og neitaði öllum kjaftasögum þess efnis að David Beckham væri á leið frá félaginu. „Beckham er mikilvægur fyrir Real Madrid og það þarf ekki að ræða það frekar.“ - egm Fabio Capello um Ronaldo: Það vilja allir koma hingað CAPELLO Vill fá Cristiano Ronaldo. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Raymond Domenech, þjálfari franska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Ítalíu á morgun. Franska liðið virkaði nokkuð þreytt í leiknum gegn Portúgal í undanúrslitum þrátt fyrir að ná 1-0 sigri. „Portú- galska liðið lét okkur vinna fyrir hlutunum og það kemur ekki á óvart að smá þreyta hafi verið í mínum mönnum undir lokin. Ég er þó viss um að þeir sýni sínar bestu hliðar í úrslitunum enda gleymist öll þreyta í þeim leik,“ sagði Dom- enech. Talað var um fyrir mótið að liðið væri of gamalt. „Ég hef bara hlegið að þessari gagnrýni. Við erum að tala um sjö leiki og menn um þrítugt geta nú vel þolað það. Luis Figo er jafngamall Zinedine Zidane og ekki hefur hann verið slæmur á mótinu. Svo erum við ekki bara með gamla leikmenn en þeir eldri miðla reynslu sinni til þeirra yngri,“ sagði Domenech. - egm Raymond Domenech: Liðið er alls ekki of gamalt TILHLÖKKUN Domenech er spenntur fyrur úrslitaleiknum. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Sérstök valnefnd á vegum FIFA hefur valið sérstakan 23 manna úrvalshóp sem bestu leik- menn heimsmeistaramótsins skipa. Ítalía ber höfuð og herðar yfir önnur landslið mótsins og á sjö fulltrúa í hópnum. Englending- ar eiga aðeins einn leikmann en það er varnarmaðurinn John Terry úr Chelsea. Athyglisvert er að ekkert pláss er fyrir hinn brasil- íska Ronaldo sem skoraði þrjú mörk á mótinu en Ze Roberto er eini fulltrúi Brasilíu. Enginn leikmaður frá Afríku eða Asíu komst í þennan úrvals- hóp. Frakkar munu mæta Ítölum í úrslitaleik mótsins á morgun en þeir eiga fjóra fulltrúa í úrvalslið- inu. Gestgjafarnir í Þýskalandi eiga einnig fjóra fulltrúa en þeir mæta Portúgal í leiknum um þriðja sætið í kvöld en aðeins tveir frá Portúgal eru í úrvalsliðinu. - egm Úrvalslið HM valið; Sjö Ítalir í úrvalsliðinu Í ÚRVALSLIÐINU Totti og Gattuso eru báðir í úrvalsliðinu. NORDICPHOTOS/AFP ÚRVALSHÓPUR HM Markmenn: Gianluigi Buffon (Ítalíu), Jens Lehmann (Þýskalandi), Ricardo (Portúgal) Varnarmenn: Roberto Ayala (Argentína), John Terry (England), Lilian Thuram (Frakk- land), Philipp Lahm (Þýskalandi), Fabio Cannavaro (Ítalíu), Gianluca Zambrotta (Ítalíu), Ricardo Carvalho (Portúgal) Miðjumenn: Ze Roberto (Brasilíu), Patrick Vieira (Frakklandi), Zinedine Zidane (Frakk- landi), Michael Ballack (Þýskalandi), Andrea Pirlo (Ítalíu), Gennaro Gattuso (Ítalíu), Luis Figo (Portúgal), Maniche (Portúgal) Framherjar: Hernan Crespo (Argentína), Thierry Henry (Frakklandi), Miroslav Klose (Þýskalandi), Francesco Totti (Ítalíu), Luca Toni (Ítalíu) Þróttur mætir Millwall Enska liðið Millwall er statt hér á landi og mun leika æfingaleik gegn 1. deild- arliði Þróttar í dag. Leikurinn fer fram á Valbjarnarvelli og hefst klukkan 15.00. 1000 krónur kostar á leikinn. Það gladdi augu margra stuðnings- manna FH að sjá varnarmanninn Sverri Garðarsson fá sér sæti á bekknum fyrir leikinn gegn KR í Landsbankadeildinni í fyrradag. Þar með var endurkoma Sverr- is í boltann formlega staðfest en hann hefur verið frá vegna þrálátra meiðsla í næstum tvö ár. Um tíma var óttast að ferill Sverris væri jafnvel á enda en hann var lykilmaður í vörn FH þegar liðið varð fyrst Íslandsmeistari fyrir þremur árum. Sverrir kom ekkert við sögu í leiknum gegn KR en kveðst þó alsæll. „Þetta var alveg yndislegt. Að klæða sig í takkaskóna og setja á sig legghlífarnar, í stemningunni inni í klefa fyrir leik. Það var alveg frábært. Þetta var í fyrsta sinn sem ég er á bekknum og hef notið mín,“ sagði Sverrir við Fréttablaðið í gær og hló dátt. Meiðslin þrálátu virðast loks vera að baki en um er að ræða afar sjaldgæf álagsmeiðsl sem leggjast á ökklanna og hefur Sverrir farið í nokkrar aðgerðir á báðum fótum. „Ég þarf að fá frí frá æfingum tvisvar í viku en annars finn ég lítið fyrir verkjunum. Úthaldið fer batnandi með hverjum degi og það er stutt í að ég verði klár í 90 mínútna leik,“ segir Sverrir og bætir því við að hann sé sami leik- maður og hann var fyrir meiðslin. „Ég á eftir að létta mig um 4-5 kíló og það tekur náttúrulega sinn tíma að komast í fulla leikhæfingu á ný. Annars er ég lítið breyttur,“ sagði Sverrir og glotti. Varnarmaðurinn ungi býst þó ekki við því að vera eins sáttur með að vera allan tímann á bekknum í næsta leik. „Í næsta leik vill ég fara inn á og fljótlega eftir það mun ég vilja vera í byrjunar- liðinu. Markmiðið er að vera búinn að tryggja mér sæti í liðinu áður en tímabil- ið er á enda,“ sagði Sverrir Garðarson að lokum. SVERRIR GARÐARSSON HJÁ FH: Í FYRSTA SINN Í LEIKMANNAHÓPNUM Í TÆP TVÖ ÁR Aldrei áður notið þess að vera á bekknum > Birgir á góðu skriði Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylf- ingur úr GKGátti góðan dag á öðrum keppnisdegi Áskorendamótaraðarinnar og er samtals á tveimur höggum undir pari. Birgir lék á 70 höggum í gær og á 72 höggum í fyrradag en hann er komin i gegnum niðurkurð mótsins. Hann á hrós skilið því hann var síðasti maður inn í mótið og er að sýna mikinn stöðugleika í sínu spili.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.