Fréttablaðið - 08.07.2006, Side 72

Fréttablaðið - 08.07.2006, Side 72
 8. júlí 2006 LAUGARDAGUR52 Stjörnurnar fæðast í Eyjum Hinu árlega Shellmóti í fótbolta lauk í Vestmannaeyjum um síðustu helgi en mótið var haldið í fyrsta skipti árið 1984. Elvar Geir Magnússon gluggaði í sögu mótsins og komst að því að margir þeirra sem hafa unnið til verðlauna þar eru vel þekktir í íþróttalífi landsins í dag og þá ekki bara fyrir fótboltaiðkun. FÓTBOLTI Árið 1987 varð Andri Sigþórsson markahæsti leikmað- ur Tommamótsins þegar hann skoraði 33 mörk fyrir KR, engum hefur tekist að skora eins mörg mörk og hann á einu móti. Rétt rúmum tíu árum síðar fylgdi Kol- beinn Sigþórsson í fótspor bróð- ur síns og varð markakóngur árið 1998 en þá var hann að spila uppfyrir sig og var tveimur árum yngri en flestir keppinautar sínir á mótinu sem hét þá Shellmótið. Kolbeinn spilaði með Víking og varð einnig markahæstur næstu tvö ár á eftir og því alls þrisvar, hann er sá eini sem hefur verið markakóngur oftar en einu sinni. „Ég man eftir því að ég fór og horfði á síðasta Shellmótið sem Kolbeinn spilaði á árið 2000. Það var gaman að koma aftur á mótið eftir að hafa spilað á því sjálfur á sínum tíma. Það var mikil breyting og mótið er greinilega að stækka og þróast í rétta átt,“ sagði Andri en Kolbeinn er í dag á sextánda ári og er í herbúðum HK. Andri lék sjö A-landsleiki fyrir Ísland en 25 ára varð hann að hætta knattspyrnuiðkun vegna alvarlegra meiðsla. „Í maí 2002 var ég að spila með Molde í Nor- egi gegn Moss og það kom fyrir- gjöf. Markmaðurinn hoppaði í hnéð á mér og ég var fastur með takkana í grasinu. Ég þríbrotnaði í hnénu og allt fór í köku. Svíi sem var læknir enska landsliðsins núna á HM meðhöndlaði mig á sínum tíma og sagði að þetta gæti aldrei lagast,“ sagði Andri en hann hefur sannað að það er þó líf eftir fótboltann. Hann býr í dag í Nor- egi og er með fyrirtækjarekstur en hann er með sex bakarí á sínum snærum. Í lok mánaðarins mun hann síðan gifta sig hér á landi. Andri segist muna vel eftir Tommamótinu 1987 þegar hann varð markakóngur en hann fór á þrjú mót. „Ég man best eftir því síðasta og þá sérstaklega eftir úrslitaleiknum. Þar unnum við Eið Smára Guðjohnsen og félaga í ÍR 6-1 og ég skoraði fimm. Ég hlakkaði rosalega mikið til að fara, það var gaman að spranga og fara í hellaskoðanir og svona. Þá var það mikil hvatning að fá þessi verðlaun,“ sagði Andri en Eiður Smári varð svo markakóng- ur á mótinu árið eftir. Markakóngarnir Andri og Kolbeinn Sigþórssynir: Ótrúlegir bræður sem eiga öll markametin RAÐAÐI INN MÖRKUM Enginn hefur skorað fleiri mörk á einu Shellmóti í Vestmannaeyj- um en Andri Sigþórsson. Á lista yfir markakónga mótsins frá upphafi má sjá mörg athygl- isverð nöfn, þar á meðal er Arnar Sigurðsson sem er í dag fremsti tenniskappi þjóðarinnar. Arnar var á sínum tíma mjög efnilegur fótboltamaður en hann æfði hjá Breiðabliki í Kópavogi. „Ég man nokkuð vel eftir Shellmótinu, þetta var rosalega gaman. Svo skemmdi ekki fyrir að vinna til verðlauna og vera valinn í lands- lið mótsins og svona. Það var samt ekki bara gaman að keppa þessa leiki heldur var það allt í kringum þetta mót sem var svo skemmtilegt líka,“ sagði Arnar „Ég var miklu meira í fótbolta en tennis í gamla daga en þegar ég var í kringum fjórtán ára ald- urinn þá sagði ég skilið við fót- boltann. Það var mjög erfið ákvörðun en á þessum tíma var ég fyrirliði hjá Breiðablik og var búinn að vera í landsliðsúrtökum og svona. Þetta var erfiður aldur og maður fékk svo sannarlega að heyra það, að velja svona skrítna íþrótt fram yfir fótboltann,“ sagði Arnar og hló. „Ástæðan fyrir því að ég valdi tennis frekar en fótbolta var sú að ég var aðeins búinn að fara eitthvað til útlanda að keppa í tennis. Mér fannst það rosalega gaman og var mikil upplifun, því ákvað ég að fara þá braut frekar og sé alls ekki eftir því í dag,“ sagði Arnar en hann var marka- kóngur á fyrsta Shellmótinu en árin þar á undan hafði það heitið Tommamótið. Tenniskappinn Arnar Sigurðsson var markakóngur: Mjög erfið ákvörðun FREMSTUR Í TENNIS Arnar er besti tennis- leikari landsins í dag. BESTIR FRÁ UPPHAFI 1984 Ívar Bjarklind, KA Í DAG: Spilaði m.a. með meistaraflokki KA, ÍBV og KR en er nú hættur. 1985 Sverrir Auðunsson, Keflavík Í DAG: Er hættur knattspyrnuiðkun en spilaði með liðum af Suðurnesjum í neðri deildunum. 1986 Aron Haraldsson, Breiðablik Í DAG: Er hættur en spilaði með liðum af landsbyggðinni í neðri deildunum. 1987 Andri Sigþórsson, KR Í DAG: Var atvinnumaður en neyddist til að hætta knattspyrnuiðkun vegna meiðsla. 1988 Arnar Þór Viðarsson, FH Í DAG: Spilar með hollenska liðinu Twente. 1989 Bjarni Guðjónsson, ÍA Í DAG: Leikur með meistaraflokki ÍA í Landsbankadeildinni. 1990 Baldur Aðalsteinsson, Völsungur Í DAG: Leikur með meistaraflokki Vals í Landsbankadeildinni. 1991 Daði Guðmundsson, Fram Í DAG: Leikur með meistaraflokki Fram í 1. deildinni. 1992 Andri Fannar Ottóson, Fram Í DAG: Lék með meistaraflokki Fram en er nýhættur knattspyrnuiðkun. 1993 Sigmundur Kristjánsson, Þróttur Í DAG: Leikur með meistaraflokki KR í Landsbankadeildinni. 1994 Gunnar Hilmar Kristinsson, ÍR Í DAG: Leikur með meistaraflokki Leiknis R. í 1. deildinni. 1995 Eyjólfur Héðinsson, ÍR Í DAG: Leikur með meistaraflokki Fylkis í Landsbankadeildinni. 1996 Albert Brynjar Ingason, Fylkir Í DAG: Leikur með meistaraflokki Fylkis í Landsbankadeildinni. 1997 Theódór Elmar Bjarnason, KR Í DAG: Er samningsbundinn skoska úrvals- deildarliðinu Glasgow Celtic. 1998 Arnór Smárason, ÍA Í DAG: Er í herbúðum hollenska liðsins Heerenveen og spilar með ungl- ingaliði félagsins. 1999 Rafn Haraldsson, Þróttur Í DAG: Spilar með 2. flokki Þróttar. 2000 Kolbeinn Sigþórsson, Víkingur Í DAG: Spilar með 2. flokki HK. 2001 Atli Sigurjónsson, Þór Í DAG: Er hjá 3. flokki Þórs. 2003 Kristján Gauti Emilsson, FH Í DAG: Er hjá 4. flokki FH. HÆTT AÐ VELJA ÞANN BESTA Árið 2003 var í síðasta sinn valinn besti leikmaður mótsins en Kristján Gauti Emilsson úr FH varð þá fyrir valinu. Einar Friðþjófsson, framkvæmdarstjóri Shellmótsins, segir að vegna þrýstings frá foreldrum hafi verið ákveðið að hætta að veita þessi verðlaun svo strákunum sé ekki mismunað. Einnig var hætt að verðlauna markahæstu leikmenn en í dag er þó valið sérstakt úrvalslið Shellmótsins en það eru dómarar mótsins sem sjá um valið á því. MARKAKÓNGAR A-LIÐA 1984 Þorvaldur Ásgeirsson, Þróttur (12) 1985 Kjartan Hjálmarsson, Fram (14) 1986 Jón Frímann, ÍA (32) 1987 Andri Sigþórsson, KR (33) 1988 Eiður Smári Guðjohnsen, ÍR (26) 1989 Guðmundur Steinarsson, Keflavík (22) 1990 Snorri Steinn Guðjónsson, Valur (19) 1990 Theodór Óskarsson, Fylkir (19) 1991 Arnar Sigurðsson, Breiðablik (19) 1992 Brynjar Harðarson, Fylkir (18) 1993 Ólafur Ingi Skúlason, Fylkir (12) 1994 Jón Emil Guðmundsson, Valur (17) 1995 Jóhann Björn Valsson, Afturelding (15) 1996 Atli Kristinsson, Selfossi (12) 1997 Kristján Halldórsson, ÍR (16) 1998 Kolbeinn Sigþórsson, Víkingur (16) 1999 Kolbeinn Sigþórsson, Víkingur (15) 1999 Björn Jónsson, ÍA (15) 2000 Kolbeinn Sigþórsson, Víkingur (25) 2001 Óli Ben Ólafsson, Leiknir R. (17) 2002 Ari Magnússon, HK (15) 2003 Arnþór Hermannsson, Völsungur (17) „Maður talar alveg um þetta enn í dag og ég neita því ekki að ég er mjög stoltur af þessu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson sem var markakóngur á mótinu 1990. Snorra Stein þarf ekki að kynna en hann er í dag atvinnumaður og landsliðsmaður í handbolta. „Ég var líka markakóngur á Esso- mótinu á Akureyri á sínum tíma. Ég var mikill markaskorari á mínum yngri árum, reyndar hreyfði ég mig nú ekkert mjög mikið á vellinum og var ekki mjög vinnusamur en skilaði mínum mörkum,“ sagði Snorri og hló. „Ég man vel eftir þessum mótum, þetta var algjörlega toppurinn á tilverunni hjá manni þegar maður var lítill og þetta lifir enn í minningunni í dag. Árið á eftir varð ég í öðru sæti yfir markahæstu menn en þá unnum við Shellmótið, það skipti reyndar meira máli að vera markakóngur en hitt,“ sagði Snorri og glotti. Hann var mjög efnilegur í fót- boltanum en svo kom sá tími að hann þurfti að velja á milli. „Ég kláraði þriðja flokkinn í fótbolt- anum en var farinn að einbeita mér mun meira að handboltan- um. Það var meiri vilji hjá mér að vera handboltamaður og þar var ég líka betri svo það var kannski ekkert mjög erfitt að velja á milli.“ Snorri Steinn Guðjónsson raðaði inn mörkum: Er stoltur af þessu MEÐ MARKAKÓNGSBIKARINN Snorri er hér til hægri, stoltur með verðlaunin. LANDSLIÐSMAÐUR Snorri er í dag einn fremsti handboltamaður þjóðarinnar. ANDRI F. OTTÓSON Var valinn besti leik- maður mótsins 1992. Athygli vekur að á mótinu árið 1988 var Eiður Smári Guðjohnsen, núverandi leikmaður Barcelona, markahæstur með 26 mörk. Hins vegar var það Arnar Þór Viðarsson sem valinn var bestur á mótinu þetta ár en hann leikur nú með Twente í Hollandi og eru þeir tveir samherjar hjá íslenska landsliðinu. Fréttablaðið hafði samband við menn sem fylgdust með mótinu þetta ár. Segja þeir að Eiður Smári hafi í raun verið yfirburðamaður á mótinu en hins vegar hafi verið ákveðið að veita Arnari Þór verð- launin þar sem það þótti nóg fyrir Eið að fá verðlaun fyrir markaskorun. Arnar Þór hafi vissulega verið mjög góður en ljóst að hann hefði í raun verið næstbesti maður móts- ins. Tommamótið árið 1988: Arnar Þór betri en Eiður? ARNAR ÞÓR VIÐARSSON Svona leit hann út þegar hann var valinn bestur á Tommamótinu, árið 1988. Nú spilar hann með Twente í Hollandi. LIÐ ÍR 1988 Eiður Smári er merktur með rauðum hring. Hægra megin við hann er Ragnar Óskarsson, atvinnumaður í handbolta. „Gamlar“ stjörnur SIGURVIN ÓLAFSSON Eyjapeyinn sem nú spilar með FH-ingum. ATLI GUÐNASON Sóknarmaður FH valinn besti varnarmaðurinn. ARNAR ÞÓR VIÐARSSON Sýnir hér snilli sína með knöttinn á Shellmótinu. BALDUR AÐALSTEINS Sópaði að sér verðlaun- um á sínum tíma. BJARNI GUÐJÓNSSON Skagamaðurinn valinn bestur 1989. HELGI ÁSS GRÉTARSSON Var hörkumarkvörður áður en skákin varð fyrir valinu. SIGMUNDUR KRISTJÁNS- SON Valinn bestur 1993 en er hjá KR í dag. DAÐI GUÐMUNDSSON Framarinn fær verðlaun fyrir að vera bestur 1991. GUNNLEIFUR GUNNLEIFSSON Markvörður HK-inga tekur sig vel út.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.