Fréttablaðið - 08.07.2006, Side 78

Fréttablaðið - 08.07.2006, Side 78
 8. júlí 2006 LAUGARDAGUR58 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Selá í Vopnafirði. 2 Felipe Calderón . 3 Ólafur Þórðarson. LÁRÉTT 2 vatnsfall 6 skammstöfun 8 skordýr 9 blaður 11 mjöður 12 skaði 14 ólögl. innflutningur 16 í röð 17 því næst 18 borg 20 frá 21 frumeind. LÓÐRÉTT 1 tilraunaupptaka 3 ógrynni 4 kasta 5 sunna 7 kjarabót 10 forskeyti 13 háð 15 hrósa 16 geislahjúpur 19 eldsneyti. LAUSN LÁRÉTT: 2 foss, 6 eh, 8 fló, 9 mas, 11 öl, 12 ógagn, 14 smygl, 16 áb, 17 svo, 18 róm, 20 af, 21 atóm. LÓÐRÉTT: 1 demó, 3 of, 4 slöngva, 5 sól, 7 hagsbót, 10 sam, 13 gys, 15 lofa, 16 ára, 19 mó. „Ég er auðvitað ótrúlega stolt af honum,“ segir Eyrún Huld Har- aldsdóttir, unnusta Magna Ásgeirs- sonar, sem er kominn áfram í bandaríska raunveruleikaþættin- um Rockstar: Supernova. „Hann stóð sig náttúrlega eins og hetja. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að standa fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda og syngja. Þar að auki er hann eini Íslending- urinn og eini Evrópubúinn svo það hlýtur að vera svolítið erfitt að falla inn í hópinn. Ég held að hann hafi bara leyst þetta mjög vel af hendi.“ Eyrún Huld hefur ekkert heyrt í Magna síðan daginn fyrir fyrstu útsendingu. „Þá var hann bara hress,“ segir Eyrún sem á von á að heyra í Magna í dag. Eyrún Huld er nú stödd hjá for- eldrum sínum á Egilsstöðum þar sem hún hefur fylgst með keppn- inni ásamt Marínó, níu mánaða syni þeirra Magna. „Húsið fylltist af vinum og ætt- ingjum á miðvikudaginn og það var mikil spenna. Mikið klappað og mikið stuð,“ segir Eyrún hlæj- andi. „Marínó hefur því miður ekki séð pabba sinn í þættinum þar sem hann er sofandi á þeim tíma. Ég hef hins vegar tekið upp þáttinn sem Marínó fær að sjá eftir nokk- ur ár.“ Eyrún Huld segist að sjálfsögðu vera farin að sakna Magna. „Við erum að deyja úr söknuði en erum samt ekki komin á það stig að vera farin að kjósa einhvern annan til að fá Magna fyrr heim,“ segir Eyrún sem hefur verið dugleg við að kjósa. „Ég veit nú ekki hversu mörg SMS ég sendi en ég vaknaði um nóttina við ótal bíp í símanum þar sem var verið að staðfesta að ég hefði kosið. Annars er líka hægt að kjósa á heimasíðu þáttarins og það kostar ekki neitt. Ég var nátt- úrulega með menn í því á miðviku- daginn,“ segir Eyrún Huld sem stendur eins og klettur við bakið á Magna rokkstjörnu. Jóhanna Borgfjörð, móðir Magna, er einnig stolt af stráknum sínum. „Vissulega er ég stolt. Þú getur rétt ímyndað þér,“ sagði Jóhanna þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í gær. Jóhanna átti eflaust eftir að gleðjast enn frekar seinna um kvöldið því þegar Fréttablaðið ræddi við hana hafði hún ekki hugmynd um að Magni væri kominn áfram. Jóhanna býr á Borgarfirði eystra en var fyrir sunnan þegar Magni fór í prufu fyrir þáttinn. „Hann fór í prufuna í einhverju bríaríi en þá hugsaði ég ekkert lengra en það,“ segir Jóhanna sem fylgist spennt með syninum slá í gegn í bandarísku raunveruleika- sjónvarpi. kristjan@frettabladid.is ROCKSTAR SUPERNOVA: MAGNI KOMINN ÁFRAM Fjölskyldan stolt af Magna MAGNI OG FJÖLSKYLDA Magni kvaddi Eyrúnu unnustu sína og Marínó níu mánaða gamlan son áður en hann flaug vestur um haf til að taka þátt í sjónvarpsþættinum. Magni fær aðeins að hringja heim tvisvar í viku. Pollamótið í knattspyrnu stendur nú yfir á Akureyri og verður úrslitaleikurinn leikinn í dag klukkan 18. Mótið fer fram á Þórs- svæðinu og um 500 þátttakendur eru mættir til leiks. „Þetta byrjar bara mjög vel. Sá fyrsti kom haltrandi inn eftir tvær mínútur. Það var þó gleðilegt að hann labbaði fljótt út aftur,“ segir Rúnar Haukur Ingi- marsson sem er í mótsstjórn Pollamótins. Þegar Fréttablaðið ræddi við Rúnar hafði hann í nógu að snúast eins og gjarnan fylgir svo fjölmennum íþróttamótum. 47 lið eru skráð til leiks að þessu sinni, bæði í karla og kvennaflokki. Í karlaflokki er keppt í Polla- deild, sem eru leikmenn á aldrin- um 30-40 ára, og í Lávarðadeild þar sem leikmenn eldri en 40 ára etja kappi saman. Í kvennaflokki er hins vegar aðeins keppt í Ljón- ynjudeild þar sem konur eldri en 25 ára eru gjaldgengar. Aðspurður segir Rúnar að konurnar mættu gjarnan vera fleiri á mótinu og vonast til að þær fjölmenni að ári. Eins og jafnan keppir fjöldi þjóðþekktra einstaklinga á Polla- mótinu í ár. Í karlaflokki er fjöldi gamalla fótboltakempa sem hafa lagt skóna á hilluna, en sumir þeirra eiga að baki landsleiki. Þekktastir eru þó líklega sjón- varpsmennirnir Logi Bergmann Eiðsson og Kristján Kristjánsson. Í kvennaflokknum vöktu taktar þeirra Rögnu Lóu Stefáns- dóttur og Helenu Ólafsdóttur, þjálf- ara KR, einna mesta athygli. -hdm Kempur á Pollamóti HELENA ÓLAFS- DÓTTIR Hefur engu gleymt. LOGI BERGMANN Getur bæði spilað í stöðu framherja og í markinu. HRÓSIÐ ... fær Ólafur Ragnar Grímsson fyrir að halda fyrstur forseta íslenska lýðveldisins blaða- mannafund utandyra á Bessa- stöðum. NÚNA BÚIÐ Austurvöllur: Skemmtilegt fyrir unga sem aldna að sitja í grasinu á Austurvelli á góðviðrisdögum. Vonum bara að þeir séu á leiðinni. Grill: Allir virðast verða sjúkir í grillmat með hækkandi sól og með tilkomu gas- grillanna er hægt að grilla sama hvernig viðrar. Útsölur: Verslanir landsins hafa nú flestar lækkað verð- ið á vörum sínum svo um munar til að rýma fyrir nýjum vörum. Útsölur: Verslanir landsins hafa nú flestar lækkað verðið á vörum sínum svo um munar til að rýma fyrir nýjum vörum. Stíliserað hár: Útpældar tískuklippingar með augljósum strípum eru ekki málið í dag. . HM í fótbolta: Á sunnudaginn er síðasti leikur mótsins og því er fótboltafári sumarsins lokið í bili. opið alla laugardaga 11-14 Á GRILLIÐ! NÝR HUMAR, LÚÐA, VILLTUR LAX, SKÖTUSELUR og KEILA FRÉTTIR AF FÓLKI Bækur rithöfundarins og alþingiskon-unnar fyrrverandi, Guðrúnar Helga- dóttur, eru sívinsælar á heimilum lands- manna og jafnvel víðar því nú er unnið að því að gera handrit að kvikmynd eftir sögu hennar. Þekkt er hvernig Jón Oddur og Jón Bjarni voru gerðir ódauðlegir á hvíta tjaldinu og nú ætla þær Inga Lísa Middleton og Margrét Örnólfsdóttir að feta í fótspor Þráins Bertelssonar. Þær stöllur sitja nú sveittar við skriftir á handriti upp úr bókinni Öðruvísi dagar. Ekki fylgir sögunni hvenær búast má við því að skrifin klárist eða tökur hefjist. Smásagnahöfundurinn og bloggar-inn Ágúst Borgþór Sverrisson hefur mikinn húmor fyrir sjálfum sér eins og sjá má í greinarkorni á heimasíðu hans um ritstjóraskipti Blaðsins. Honum þykir afrek Ásgeirs Sverrissonar í ritstjórastól ekki tilkomumikil en viðurkennir að málið sé sér skylt, þar sem hann var fastur pistlahöfundur hjá Blaðinu þar til Ásgeir tók við stjórnartaumunum. “[Þ]egar betur er að gáð þá kemur í ljós að Blaðið breyttist eiginlega ekki neitt með tilkomu Ásgeirs Sverrissonar. Það eina sem hann afrekaði var að reka mig,” segir Ágúst og bætir við: „En það þarf meira til að rífa upp Blaðið en að reka nokkra vonda pistlahöf- unda og ráða mömmu þeirra (mamma skrifar um stjörnumerki í Blaðið). -Þetta ætti að verða eitthvað hressara hjá þeim núna.“ 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.