Fréttablaðið - 21.07.2006, Side 10

Fréttablaðið - 21.07.2006, Side 10
10 21. júlí 2006 FÖSTUDAGUR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI AFGANISTAN, AP Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins, segir að mikilvægasta verkefni banda- lagsins núna sé að að vinna að uppbyggingu og að tryggja stöð- ugleika í Afganistan. „Við höfum ekki efni á því að mistakast,“ sagði hann á sameig- inlegum blaðamannafundi með Hamid Karzai, forseta Afganist- ans, í Kabúl í gær. Hann brá sér í tveggja daga heimsókn til Afgan- istans, en ástandið þar hefur hríð- versnað síðustu vikurnar. Meira en 800 manns hafa látið lífið í átökum frá því í maí. Hörð- ust hafa átökin verið í suðurhluta landsins, þar sem talibanasveit- irnar eru öflugastar. Nató er að efla til muna her- styrk sinn í Afganistan með því að senda fleiri hermenn þangað frá Bretlandi, Kanada og Hollandi. Bandaríkin eru með um 21 þús- und hermenn í Afganistan, en í nóvember er búist við því að her- menn á vegum Nató verði orðnir jafn margir og bandarísku her- mennirnir. Í gær voru enn fremur birtar niðurstöður úr rannsókn afganskra stjórnvalda á loftárás, sem hersveitir bandamanna gerðu á héraðið Uruzgan í suðurhluta Afganistans hinn 10. júní síðast- liðinn. Rannsóknin leiddi í ljós að árásirnar hefðu kostað tíu óbreytta borgara lífið og 27 særst að auki. „Við reynum virkilega að koma í veg fyrir manntjón óbreyttra borgara,“ sagði Tom Collins, tals- maður alþjóðaherliðsins, sem Bandaríkjamenn eru í forystu fyrir. - gb Mikilvægasta verkefni Nató Framkvæmdastjóri Nató, Jaap de Hoop Scheffer, segir erlenda herliðið í Afganistan ekki hafa efni á því að tapa baráttunni við talibana. JAAP DE HOOP SCHEFFER OG HAMID KARZAI Framkvæmdastjóri Nató og forseti Afganist- ans héldu sameiginlegan blaðamannafund í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HAFRANNSÓKNIR Gæfa VE 11 hefur lokið tveggja vikna rannsóknarleið- angri þar sem útbreiðsla og ástand sandsílastofna voru könnuð, en síli eru mikilvæg fæða nytjafiska, hvala og sjófugla. Lítið af ársgömlum sílum fannst og bendir því flest til að hrygning sandsíla í fyrra hafi misfarist. Farið var á fjögur svæði: Breiða- fjörð, Faxaflóa, Vestmannaeyjar– Vík og Ingólfshöfða. Fyrstu niður- stöður sýna að talsvert var um síli á öllum svæðum nema við Vestmanna- eyjar–Vík. Mest fannst af seiðum í Breiðafirði en þar voru seiðaflekkir í yfirborði. Minna er af seiðum en í sílisrannsóknum 1998, en ekki er þó hægt að segja til um nýliðun þessa árs fyrr en á næsta ári. - shá Tveggja vikna rannsóknarleiðangri Hafró lokið: Lítið fannst af árs- gömlum sandsílum UM BORÐ Lítið fannst af ársgömlum sílum í nýafstöðnum leiðangri. MYND/HAFRÓ LONDON, AP Nú mega börnin kætast. Ný rann- sókn, sem birt er í læknatímaritinu Lancet í dag, bendir nefnilega til að þau eigi að leika sér meira úti. Leggja vísindamenn- irnir til að börn á aldrin- um fimm til sextán ára eyði að meðaltali einni og hálfri klukkustund úti á degi hverjum. Við það minnka líkurnar á offitu, hjartasjúkdóm- um og insúlínóháðri sykursýki. „Bara það að tryggja að börn leiki sér úti tvöfaldar hreyfinguna sem þau fá,“ segir Lars Bo Andersen, einn læknanna sem stóðu að rannsókninni. Rannsóknin náði til 1.732 barna í Danmörku, Eistlandi og Portúgal. - smk Niðurstöður rannsóknar birtar í Lancet: Útileikirnir hollir FJÖR Í SUNDI Börn brenna tvö- falt meiru ef þau leika sér úti.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.