Fréttablaðið - 21.07.2006, Side 27

Fréttablaðið - 21.07.2006, Side 27
FÖSTUDAGUR 21. júlí 2006 3 Guðrún Ásmundsdóttir leik- kona kann að svala fróðleiks- þyrstum ferðalöngum með því að segja þeim sögur úr fortíð- inni. Svo á hún líka til að seðja hungur þeirra með nýbökuðu brauði. Guðrún er matgæðingur og er þekkt fyrir að bera fram kjarn- góðar veitingar. Þeir sem fylgdu henni út í Viðey á þriðjudags- kvöldið í fyrri viku nutu ekki aðeins frásagnarhæfileika henn- ar og söguþekkingar heldur líka bökunarkunnáttu. Eftir viðveru á lofti Viðeyjarstofu bar hún fram brauð sem hún hafði meðferðis og smakkaðist með afbrigðum vel með smjöri. Konurnar í hópn- um heyrðust tala um að þessa uppskrift þyrftu þær að prófa. Nú gefst tækifærið, séu þær að lesa, því Guðrún lét matarsíðu Fréttablaðsins uppskriftina fús- lega í té. „Þetta brauð er bæði hollt og gott og svo er það svo auðvelt í bakstri,“ segir hún bros- andi. Viðeyjarbrauð 2 bollar heilhveiti 1 bolli spelt 1 bolli gróft lífrænt haframjöl 1 bolli fjölkorna- eða 5 kornamjöl sem fæst í heilsubúðum 5 tsk. lyftiduft tæplega 1 teskeið salt tæplega 1 l AB mjólk létt Þurrefnunum er blandað saman og vætt í með mjólkinni. Hrært með sleif og þegar deigið er orðið mátulega þykkt er það sett í vel smurt form sem látið er í kaldan ofn. Ofninn settur á 175 gráður og brauðið bakað í 1 og 1/2 klukku- tíma. „Ég stilli vekjaraklukkuna á einn og hálfan tíma og þá er brauðið tilbúið,“ segir Guðrún hlæjandi. „Ertu ekki að gleyma kúmeninu?“ spyr blaðamaður sem þykist muna bragðið af Við- eyjarbrauðinu. „Það er í fjöl- kornamjölinu sem ég notaði,“ segir leikkonan og þar með er komin skýringin á hinum sæta kúmenkeim. Í lokin er Guðrún spurð hvort hún sé á leiðinni út í Viðey aftur með nýbakað í farteskinu en því svarar hún neitandi. Hins vegar segir hún aðra ferð á döfinni í lok mánaðarins. Sú er á vegum fyrir- tækis hennar, Ferðar og sögu, og nefnist Á vit skáldanna í Mos- fellsdal og Hvalfirði og verður farin 29. júlí. „Þetta er dagsferð og þar verða fleiri leikarar með í för,“ lýsir Guðrún og heldur áfram. „Við munum leiklesa kafla úr Innansveitarkróniku í Mos- fellskirkju og í Saurbæjarkirkju verða kaflar úr æfi Hallgríms Péturssonar rifjaðir upp. Það verður snætt á hótel Glymi og þar mun „Helga jarlsdóttir ganga ljósum logum“, og flytja hið magnaða kvæði eftir Davíð Stef- ánsson um sig og atburðina í Harðarhólma. Loks verður komið við í litlu kirkjunni rétt við Hval- fjarðargöngin og hugsað til Matthíasar Jochumssonar sem þar þjónaði um tíma.“ Sögukona sem bak- ar ilmandi brauð Hollt og gott og líka auðvelt í bakstri, að sögn leikkonunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN Guðrúnu er margt til lista lagt og meðal annars bakar hún lystugt brauð. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Sumar kaffið er komið www.teogka f f i . i s Sumarkaffi er samansett af sérvöldum úrvals tegundum. Það hefur frísklegt sítrusbragð ásamt yndislega ljúfum keim af hnetum og sætum ávöxtum. Kaffið er í góðu jafnvægi, hefur mikla fyllingu og hunangsmjúkt eftirbragð. stundin - bragðið - stemningin Verslanir: Kringlunni Smáralind Laugavegi 27 Suðurveri Akureyri Egilsstaðir Kaffihús: Laugavegi 24 Smáralind PISTILLPISTILL Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Bleikja með blaðlauk og lárperumauki Um hásumarið er gott að borða silung og bleikju. Hvílík sæla! Lárperumauk, eða guacamole, gerir þessa einföldu smjörsteiktu bleikju að algeru lostæti. Mjög gott er að borða bleikjuna eins og álegg á brauðið með lauknum og lárperumaukinu ofan á. Með glasi af glitrandi sumardrykk verður hamingjan alger. 1 vænn blaðlaukur 600 g bleikjuflök 100 g smjör salt og pipar safi úr 1/2 sítrónu 2 lárperur (vel þroskaðar) safi úr 1 sítrónu 1 tsk sjávarsalt 1. Útbúið lárperumaukið með því að skafa allt kjöt innan úr lárperunum og stappa það með gaffli þar til það verð- ur að mauki. Blandið því næst sítrónu- safa og salti saman við. 2. Skerið bleikjuflökin í um 6 sm breið stykki og saltið þau og piprið. Skerið blaðlaukinn í nokkuð grófar sneiðar. Bræðið smjörið á pönnu og steikið laukinn í nokkra stund við miðl- ungshita. 3. Setjið þá bleikjustykkin út á pönn- una og látið roðið snúa niður. Steikið stykkin með lauknum við miðlungs- hita í 4-5 mínútur eða þangað til roðið hefur brúnast nokkuð og er orðið stökkt. Snúið þá stykkjunum við og steikið þau í 1-2 mínútur á hinni hlið- inni. 4. Takið pönnuna af hitanum og kreist- ið safa úr 1/2 sítrónu yfir fiskinn á pönnunni rétt áður en hann er borinn fram. Borðið með lárperumaukinu og dill- hvítlauksbrauði, sem er snittubrauð nuddað með hvítlauk, smurt með smjöri, stráð dilli og hitað í ofni. Þegar eldað er úti í náttúrunni er upplagt að nýta íslenskar jurtir sem krydd. Birkilauf, kúmen og blóðberg eru íslenskar kryddjurtir sem gefa þeim erlendu ekkert eftir. Keimur af krækiberjalyngi og fjalldrapa er líka góður á kjöti og fleiri teg- undir er sjálfsagt að prófa í bland við pipar og salt þegar eldað er úti undir berum himni. Þegar kótilett- ur eru steiktar, hvort sem er á pönnu eða grilli, er gott að krydda þær um það bil klukkustund áður en þær eru eldaðar. Lambalærið smakkast ávallt vel meðal annars þegar það er eldað í holu sem grafin er í jörð. Þá eru kolin sett í botninn og kveikt í. Lærið kryddað, pakkað inn í álpappír og haft á kolunum í einn og hálfan tíma en snúið einu sinni meðan á steikingu stendur. Gott er að smyrja blöndu af balsamiked- iki, Dijonsinnepi og hunangi á lærið og dreifa kryddjurtum yfir. Ilmandi fjallasteik Íslenskar kryddjurtir passa vel á kjötið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.