Fréttablaðið - 01.08.2006, Side 36
1. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR24
timamot@frettabladid.is
MERKISATBURÐIR
1874 Stjórnarskrá Íslands öðlast
gildi.
1876 Colorado verður 38. ríki
Bandaríkjanna.
1935 Talsímasamband við útlönd
er komið á og var fyrsta
símtalið á milli Hermanns
Jónassonar og Kristjáns
konungs tíunda.
1940 Bók Johns F. Kennedy, Why
England Slept, kemur út
en hún fjallar á gagnrýninn
hátt um breska herveldið.
1944 Anna Frank skrifar síðustu
færsluna í dagbók sína en
hún faldi sig frá nasistum
ásamt fjölskyldu sinni í tvö
ár.
1994 Michael Jackson og Lisa
Marie Presley staðfesta
orðróm um að þau hafi gift
sig.
COOLIO FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1963.
„Megnið af þeim vandamálum sem
ég hef þurft að kljást við hef ég
skapað sjálfur.“
Coolio er bandarískur rappari sem gerði
garðinn frægan á tíunda áratugnum.
Henry þriðji fæddist í september
árið 1551 í Frakklandi, þriðji sonur
Henry annars Frakklandskonungs og
Catherine de Médici. Henry hóf ungur
störf fyrir ríkið og stjórnaði konunglega
hernum gegn meðlimum mótmæl-
endakirkjunnar í Frakklandi, húgenott-
um. Henry felldi tvo leiðtoga þeirra en
á þessum tíma stjórnaði bróðir hans,
Charles IX, landinu.
Henry var uppáhald móður sinnar og
hún notaði vald sitt til þess að veita
honum aukið brautargengi og olli það
Charles mikilli gremju. Árið 1572 var
Henry kosinn sem arftaki pólsku krúnunnar en
stuttu síðar dó Charles og Henry sneri aftur til Frakk-
lands. Hann var krýndur árið 1575 og giftist prinsess-
unni Louise de Vaudémont tveim dögum síðar.
Á þessum tíma stóðu yfir trúarstríð
í Frakklandi og tókst Henry ekki að
friðþægjast við rómönsku kaþólikkana
sem höfðu myndað bandalag til þess
að verja hagsmuni sína. Bandalagið
reyndi að steypa Henry af stóli en hann
myndaði bandalag með nafna sínum
frá Navarre og saman lögðu þeir París
í herkví.
Hinn 1. ágúst slapp munkurinn
Jacques Clément inn fyrir virki konungs
og stakk hann með þeim afleiðingum
að hann lést daginn eftir.
Henry þriðji eignaðist engin börn
með konu sinni en tilnefndi Henry frá Navarre sem
arftaka sinn. Henry þriðji var gáfaður og mælskur
konungur en mjög eyðslusamur og setti franska
ríkið nánast í gjaldþrot.
ÞETTA GERÐIST 1. ÁGÚST 1589
Henry III stunginn
Í dag verður fyrsta skóflustungan að
Menningarhúsinu á Akureyri tekin en
gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið
um haustið 2008.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, stað-
gengill bæjarstjóra, segir að ríkis-
stjórnin hafi varpað fram hugmynd-
inni um húsið árið 1998 og síðan þá
hefur verið unnið að hönnun og fleira
því sem viðkemur byggingunni. „Við
höfum undirbúið þetta nokkuð vel og
það var ákveðið að bjóða þetta út í vor
og við fengum lægsta tilboðið frá
Ístaki, sem ætlar að byggja húsið,“
segir Sigrún en árið 2003 undirrituðu
bæjarstjórinn á Akureyri og mennta-
málaráðherra samkomulag um bygg-
ingu hússins.
„Þetta er stór tónleikasalur fyrir
fimmhundruð manns og síðan minni
salur og síðan verður þarna líka veit-
ingaaðstaða og miðstöð ferðamála og
tónlistarskóli á efstu hæðinni,“ segir
Sigrún. Hún segir húsið vera kær-
komið þar sem það bæti aðstöðu til
tónleikahalds til muna. „Tónleikahald
hefur alltaf verið hér í hálfgerðum
ólestri í íþróttahúsum og kirkjum og á
fleiri stöðum þannig að það er mikil
þörf fyrir þetta hús. Að halda hér tón-
leika hefur alltaf kostað heilmikinn
undirbúning við að breyta hljómburði,
til dæmis eins og í Íþróttahöllinni sem
er alls ekki gerð fyrir tónleika, þannig
að það hefur alltaf kostað okkur heilm-
ikið vesen að breyta því í tónleika-
hús,“ segir Sigrún og bætir við að það
sé ekki gott tónleikahús.
„Leikfélagið fær þarna inni með
söngleiki eins og til dæmis Litlu hryll-
ingsbúðina sem hefur verið sýnd hér
við miklar vinsældir, hún myndi fara
þarna inn og tónleikar hjá Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands og síðan þess-
ir viðburðir sem eru hérna eins og
kórar og fleira. Síðan ætlum við að
nota þetta fyrir ráðstefnur og fundi
þannig að þetta verður fjölnota hús,“
segir Sigrún en ráðstefnur hafa hing-
að til verið haldnar á Hótel KEA, í
Ketilhúsinu og í Háskólanum.
Spurð hvað Akureyringum finnist
um húsið svarar Sigrún því til að
mikill spenningur sé fyrir húsinu
fyrir norðan. „Reynsla er af svona
húsum í sams konar samfélögum í
Skandinavíu og þar hefur þetta gjör-
breytt afþreyingarmöguleikum,“
segir Sigrún.
Akureyrarbær og íslenska ríkið
standa straum af kostnaðinum við
byggingu hússins en áætlaður kostn-
aður er tveir milljarðar króna. Menn-
ingarhúsið verður í hjarta bæjarins á
uppfyllingunni við Torfunesbryggju
og segir Sigrún að það verði eitt af
kennileitum bæjarins.
gudrun@frettabladid.is
MENNINGARHÚS Á AKUREYRI: FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN
Langþráður draumur rætist
TÖLVUMYND AF MENNINGARHÚSINU Á AKUREYRI Fyrsta skóflustungan verður tekin í dag og mun
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flytja ávarp og listamenn stíga á stokk.
AFMÆLI
Anna Sigríður
Helgadóttir, söng-
kona er 43 ára.
Árni Þórarinsson
rithöfundur er 56 ára.
ÚTFARIR
13.00 Helgi Valdimarsson, bygg-
ingarmeistari, Maragrund 9,
Garðabæ, verður jarðsung-
inn frá Garðakirkju.
14.00 Helga Margrét Sigtryggs-
dóttir, Hlévangi, Faxabraut
13, Keflavík, verður jarð-
sungin frá Keflavíkurkirkju.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður
og ömmu
Rögnu Guðrúnar Hermannsdóttur
Ásgarði 19
Guðsteinn Magnússon
og fjölskylda.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Svava Júlíusdóttir,
Hrauntúni 1, Breiðdalsvík, áður til heimilis að Núpi,
lést föstudaginn 28. júlí á Fjórðungssjúkrahúsinu
Neskaupstað. Útförin verður auglýst síðar.
Gunnar Einarsson
Einar Jóhann Gunnarsson Aðalheiður Jónsdóttir
Hólmar Víðir Gunnarsson Jarþrúður Baldursdóttir
Sigurður Borgþór Gunnarsson Hrafnhildur S. Þórarinsdóttir
Svavar Júlíus Gunnarsson Sigríður H. Georgsdóttir
Ómar Valþór Gunnarsson Guðleif S. Einarsdóttir
Þuríður Ósk Gunnarsdóttir Steinar Þór Ólafsson
Stefán Benedikt Gunnarsson Hólmfríður S. Pálsdóttir
Björgvin Rúnar Gunnarsson Vilborg Friðriksdóttir
barnabörn og langömmubörn.
Birgir Gunnlaugsson
50 ára Þakklætiskveðjur
Innilegar þakkir færum við öllum
þeim sem glöddu okkur í tilefni
50 ára afmælisins 28. júlí sl.
Sérstakar þakkir fá Snorri
Hjaltason, stjórn UMFÍ , Baldur,
Gunnar og Finnbogi fyrir þeirra
ómetanlega innlegg.
Lifið heil,
Birgir og Signý
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru
Lúllu Kristínar Nikulásdóttur
Kirkjuvegi 5, Keflavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja sem annaðist hana af alúð og virðingu í
veikindum hennar. Guð blessi ykkur.
Elín Sigríður Jósefsdóttir Snæbjörn Guðbjörnsson
Ketill G. Jósefsson Karen Valdimarsdóttir
Jenný Þuríður Jósefsdóttir Alan Terry Matcke
ömmubörn og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Valgerður Sigurtryggvadóttir
Bólstaðarhlíð 33, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 25. júlí á Landspítalanum í Fossvogi.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
3. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Krabbameinsfélagið.
Sigríður S. Jóhannsdóttir Ólafur Ólafsson
Hafliði S. Jóhannsson
Birgir S. Jóhannsson Sigrún E. Valdimarsdóttir
Ömmubörn og langömmubörn.
Okkar ástkæri
Árni Baldvin Sigurðsson
Kulturgatan 31, Påskallavik, Svíþjóð,
andaðist á sjúkrahúsinu í Oskarshamn í Svíþjóð
föstudaginn 28. júlí síðastliðinn.
Eygló Einarsdóttir
Einar Ómarsson
Arnar Árnason Rebecka Tholén
Þórunn Gyða Árnadóttir Erik Lundgren
Sigríður Sigurðardóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Þórunn Sigurðardóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Björk Hafrún Kristinsdóttir
Blikabraut 7, Keflavík,
lést í Danmörku þriðjudaginn 25. júlí. Útförin fer fram
frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 2. ágúst kl. 11.00.
Arnar Gunnlaugsson
Árni Heiðar Árnason Hafdís Kjartansdóttir
Pétur Ragnar Árnason
Gréta Lind Árnadóttir Hallgrímur Færseth
Steinunn Björk Árnadóttir Eiríkur Waltersson
barnabörn og barnabarnabarn.