Fréttablaðið - 01.08.2006, Síða 47

Fréttablaðið - 01.08.2006, Síða 47
Skilnaður Pauls McCartney og Heather Mills tekur á sig ljótari mynd með hverjum deginum. Þegar fréttatilkynning barst um að bítillinn fyrrverandi og fyrir- sætan hygðust slíta hjónabandinu töldu flestir að lagalega hliðin yrði leyst í kyrrþey. Annað hefur komið á daginn. Í sunnudagsblaðinu The Sunday Mirror kemur fram að McCartney sé nú að ráða til sín her lögfræðinga sem eiga að vernda auðævi hans en McCartn- ey er talinn eiga eignir sem nema 137 milljörðum íslenskra króna. Enn fremur greinir blaðið frá því að McCartney sé æfur yfir því að Mills hafi hafnað tilboði hans sem taldi litlar 30 milljónir punda en það samsvarar fjórum milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt heimildum The Sunday Mirror hefur sá grunur læðst að Paul McCartney að fyrr- verandi eiginkona hans hafi ein- ungis verið á eftir peningunum hans og ætli sér að ná sem mestu út úr skilnaðinum. The Sunday Mirror gerir að því skóna að krafa Millls verði í kringum um 200 milljónir punda eða 27 milljarða íslenskra króna en þær fréttir hafa ekki verið staðfestar. Sir Paul hefur samkvæmt The Sunday Mirror fengið Fionu Shackleton til að fara með málið fyrir dómstóla en hún var lög- fræðingur Karls Bretaprins þegar hann skildi við Díönu prinsessu. Þá greinir blaðið einnig frá því að McCartney sé farinn að trúa frétt götublaðsins News of the World um að Mills hafi verið vændiskona á árum áður en hann stóð þétt við bakið á henni þegar blaðið birti greinina. Mills hefur engu að síður hótað News of the World lögsókn þegar skilnaðurinn er genginn í gegn. Fjölmiðlar í Bretlandi spá því að skilnaðurinn, sem flestir bjuggust við að yrði flauelsmjúk- ur, verði fullur af hatri og reiði þar sem báðir aðilar munu nýta allt í fortíð og nútíð hvor annars til að ná sínu fram. Skilnaður aldarinnar Á MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI McCartney og Mills voru mjög samrýmd en nú er ljóst að skiln- aðurinn á eftir að verða ansi hörð rimma.FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES Mel Gibson var tekinn fyrir að keyra undir áhrifum áfengis á föstudagsmorgun í Malibu í Kali- forníu og hefur hann lýst því yfir að hann skammist sín fyrir fram- ferði sitt. Gibson sagði að það hefði verið hræðilegt að falla aftur en hann hefur barist við alkóhólisma allt sitt líf. Leikarinn og leikstjór- inn baðst jafnframt afsökunar á talsmáta sínum við handtökuna, en hann ku hafa látið út úr sér and- gyðingleg orð. „Ég sagði hluti sem ég tel ekki að séu sannir og sem eru hræðilegir,“ sagði Gibson og játaði að hann hefði hegðað sér eins og snarvitlaus manneskja. Nokkur samtök gyðinga hafa sagt yfirlýsingu Gibsons vera „ófull- nægjandi“ og telja að hann iðrist ekki nógu mikið. Þjarmað var að lögreglu Los Angeles um að stað- festa það sem fram fór á milli Gibson og lögregluþjónanna. „Við erum ekki að reyna að fela neitt. Okkar starf er ekki að velta okkur upp úr því sem hann sagði,“ sagði lögreglustjóri LA. Gibson er sem kunnugt er strangkaþólskur og myndin hans The Passion of the Christ var mjög umdeild. Leik- stjórinn vinnur nú að nýrri mynd, Apocalypto, sem gerist í Suður- Ameríku fyrir 3.000 árum. Mel Gibson fallinn MEL GIBSON Leikarinn og leikstjórinn upplýsti að hann hefði strítt við alkóhólisma meiri hluta lífsins. Hin yndisfagra leikkona Eva Longoria úr sjónvarpsaþáttunum Desperate Housewives er komin með leið á baðkarssenunum í þátt- unum. Margar senur i þáttunum byggjast á því að Longoria liggi í baði, karlkynsáhorfendum til mik- illar gleði, og er hún nú búin að fara á fund með framleiðendum til að fá að sleppa við að liggja í bað- kari í fleiri atriðum. „Það er ekki þægilegt að þurfa að bera sig fyrir framan tökuliðið og alla karlmenn á svæðinu sem virðast flykkjast að þegar þessi atriði eru tekin upp og liggja í brúnleitu vatni í marga klukkutíma vegna brúnkukrems- ins sem lekur af,“ segir Longoria en óvíst er hvort framleiðendur hafi tekið bón hennar til greina. Ekki meir í baði EVA LONGORIA Þessi gullfallega leikkona vill ekki bera sig og liggja í baðkari lengur í þáttunum Aðþrengdar eiginkonur. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.