Fréttablaðið - 01.08.2006, Side 56

Fréttablaðið - 01.08.2006, Side 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA ���������� ����������������������������� Ungir frjálshyggjumenn hafa óskaplegar áhyggjur af því að almenningur fái veður af tekjuskiptingu í þessu landi. Í nafni frelsis álykta þeir um hið hróplega óréttlæti að fólk fái vitneskju um hvernig í pottinn er búið. Veina sig hása yfir þeirri frelsisskerðingu að aðall landsins þurfi að þola ósvífna hnýsni pöp- ulsins. Meðlimir í þessu verka- lýðsfélagi hálaunamanna lýsa djúpri vandlætingu með því að halda dauðahaldi í álagningar- skrár lengi dags á skrifstofu skattstjóra og hleypa snuðrurum ekki að. UNGUM frjálshyggjumönnum finnst ósómi að öðru en launa- leynd og styðja þannig upplýs- ingahöft sem ýta undir misrétti. Hugmyndir þeirra um frelsi til að pukrast með launamuninn eru í hrópandi þversögn við þróun samfélagsins til opnari umræðu, til dæmis í þágu jafnréttis kvenna og karla. En ungir frjálshyggju- menn virðast ekki hafa nokkrar áhyggjur af launamun kynjanna og vilja frelsi launagreiðenda til að semja í laumi um laun hvers og eins út frá verðmæti einstakl- inga. Þó vitum við öll að framlag kvenna er minna metið í launum og engin ástæða til að leyna því. Jafnvel hálaunakonur eru lág- launakonur miðað við hálauna- karla. ÞÓ frjálshyggjufólkið hafi þess- ar áhyggjur af njósnum almenn- ings á greiðslum í sameiginlega sjóði hafa þeir ekkert við áform dómsmálaráðherra um nýja njósnadeild að athuga. Aldrei álykta þeir um frelsi komandi kynslóða til að njóta íslenskrar náttúru, lausa við mengandi stór- iðju. Ekki heldur um mikilvægi þess að öryrkjar og eldri borgar- ar njóti frelsis til mannsæmandi afkomu. Enda liggja þeir hags- munir sem ungir frjálshyggju- menn eru að verja sennilega hvorki hjá hópum ellilífeyrisþega né sjúklinga. UM sama leyti og frjálshyggju- fólkið performeraði hjá skatt- stjóra var hópur hugsjónafólks fyrir utan bandaríska sendiráðið að mótmæla stuðningi við ann- arskonar frelsissviptingu. Þeirri sem felst í að ísraelski herinn kasti sprengjum á börnin í Líban- on, gamalmenni, karla og konur. Að hann neiti þeim sem fastir eru undir rústum um svigrúm til björgunar. Ungir frjálshyggju- menn ályktuðu ekki um það. Ósómi Upplýsingar, viðburðir, afþreying og fréttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.