Fréttablaðið - 12.08.2006, Page 29

Fréttablaðið - 12.08.2006, Page 29
þýða þó ég geti ekki borið þau fram. Það er líka eitt að geta talað kínversku og að tala góða kín- versku. Það tekur gífurlegan tíma að ná almennilegum tökum á mál- inu og það verður ævistarf mitt,“ segir Arnar Steinn en lokaverk- efni hans var þýðing á íslenskri sögu yfir á kínversku. „Ég þýddi smásöguna Farfuglinn eftir Guð- berg Bergsson yfir á kínversku og fékk góða einkunn fyrir. Á kín- versku heitir sagan Hou Niao. Ég bað að vísu Guðberg ekki um leyfi en ég vona að það sé í lagi. Ég ætla hvort eð er ekki að gefa hana út,“ segir Arnar Steinn hlæjandi. Eitt stærsta efnahagssvæði heims Á síðustu árum hefur Kína opnast mikið og er sívaxandi efnahags- svæði. Arnar Steinn segir að Guang Zhou sé ein mesta við- skiptaborg Kína. „Guang Zhou er eitt af stærstu efnahagssvæðum heims. Kína er í fjórða sæti yfir stærstu efnaahagssvæði heims en héraðið er inni á topp tíu yfir stærstu efnahagssvæði heims, sem er í raun ógnvænlegt. Það eru allir frændur okkar, Norðmenn, Svíar, Danir, með viðskiptaráð í Kína og mjög margir sem stunda viðskipti þar. Ég rakst hins vegar ekki á marga Íslendinga þar,“ segir Arnar Steinn. „Það eru flest- ir sem koma þangað til að kaupa textílvörur eða ódýrar rafmagns- vörur. Guang Zhou er mikið fram- leiðsluhérað og það er mikið um alþjóða viðskipti þar. Viðskiptin eru í raun svo mikil að þegar ég sagðist ekki vera að stunda við- skipti spurði fólk hvort ég væri veikur.“ Arnar Steinn segist ekki hafa haft mikinn áhuga á viðskiptum þegar hann kom til Kína en nú sé áhuginn farinn að kvikna. Hann vil samt ekki láta það uppi hvort hann hafi fengið stóra viðskiptahug- mynd. „Ég vil nú sem minnst tjá mig um það. Margir vinir mínir þarna úti vildu hins vegar fara að stunda stóran og mikinn bisness á Íslandi en þegar ég sagði þeim hvað það búa margir hérna fannst þeim markaðurinn helst til lítill.“ kristjan@frettabladid.is MEÐ BEKKJARFÉLÖGUNUM Arnar Steinn og samnemendur úr háskólanum í Guong Zhou. Arnar Steinn Þorsteinsson er kominn til Íslands ásamt unn- ustu sinni Sonoko Oki. Sonoko er frá Japan en þau kynntust í Kína. „Hún er frá Japan og við erum búin að vera saman í næstum fimm ár. Hún er mannfræðingur að mennt og vann meðal annars fyrir útflutn- ingsráð Japans í Kína og svo hjá rafeindafyrirtækinu NEC,“ segir Arnar Steinn. „Við ætlum að vera á Íslandi í eitt ár og sjá hvernig okkur líkar. Hún er að melta Ísland með sér og athuga hvort hún vilji búa hér. Hún rembist eins og rjúpa við staurinn að læra íslensku. Hún á samt erfitt með framburðinn. Svo getur vel verið að við förum til Kína eða Japan. Það er allt opið hjá okkur eins og er.“ Arnar Steinn er sem stendur í atvinnuleit en segist ekki hafa séð margar atvinnuauglýsingar þar sem kínverskan kemur við sögu. „Ég hef samt sérstakan áhuga á ferða- málaiðnaðnum. Það eru margir kínverskir ferðamenn sem koma til Íslands en það er ekki langt síðan stjórnvöld í Kína leyfðu heimsóknir til Íslands,“ segir Arnar Steinn sem hefur þó sérstakan áhuga á menn- ingartengslum þjóðanna. Undirbúningur fyrir tónleika Björgvins Halldórssonar og Sin- fóníuhljómsveitar Íslands er að komast á lokastigi. Miðasala á við- burðinn hefst í þarnæstu viku og æfingar um næstu mánaðamót en tónleikarnir sjálfir verða haldnir í Laugardalshöllinni laugardaginn 23. september. Mikið stendur til enda munu að öllum líkindum vel á annað hundrað manns taka þátt í tónleikunum með einum eða öðrum hætti. „Ég ætlaði að gera þetta fyrir tíu árum og í rauninni á undan öllum öðrum sem hafa gert þetta undanfarið,“ segir Björgvin um tónleikana. Hann segist þekkja fólkið í Sinfóníuhljómsveitinni mjög vel enda hefur hann komið víða við á löngum ferli sem tón- listarmaður, upptökustjóri og framleiðandi. „Ég er væntanlega búinn að vera nógu lengi í bransanum til að vera búinn að vinna fyrir þessu,“ bætir hann við. Hljómsveitarstjóri verður Bernharður Wilkinson, Þórir Baldursson útsetur fyrir hljóm- sveit og kór og Hrafnkell Orri Egilsson útsetur forleik tónleik- anna sem byggður er á lögum eftir Björgvin. Hrynsveit Björgvins leikur með sinfóníuhljómsveitinni og karlakórinn Fóstbræður syng- ur, svo nokkrir séu nefndir. Fjölmargir gestir stíga á svið með Björgvini á tónleikunum og má þar nefna börn hans, Svölu og Krumma. Aðspurður segist Björg- vin ekki vilja segja meira um þá sem gleðja munu áhorfendur við hlið hans, nema að þeir verði eflaust fleiri en búið að er að gefa upp. Bó tíu árum á eftir áætlun STÓRTÓNLEIKAR NÁLGAST Vel á annað hundrað manns taka þátt í tónleikum Björg- vins Halldórssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. LAUGARDAGUR 12. ágúst 2006 29

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.