Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 31
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
Daði Rafnsson, starfsmaður í sölu-
deild KB banka, er nægjusemin upp-
máluð þar sem hann ekur um á litlum
Volkswagen Polo. Hann sker sig úr á
vinnustaðnum, þar sem flestir aka um
á margmilljón króna glæsibifreiðum.
„Það var nú bara klesst á gamla bílinn
minn og ég þurfti að fá nýjan bíl í snatri,
sölumanninum tókst að sannfæra mig um
að þetta væri besti kosturinn. Kærastan
mín var líka svo ofsalega ánægð með þá
staðreynd að þetta er bleikur Polo,“ segir
Daði.
Daði opnaði nýlega vefsíðuna bleikur-
polo.blog.is. Á síðunni bíðst Daði til þess
að skipta á bílnum og öðrum bíl, svo lengi
sem hann telur skiptin vera sanngjörn.
„Hugmyndin kviknaði þegar ég skoðaði
heimasíðuna oneredpaperclip.com sem
segir frá bandarískum manni sem tókst á
einu ári að skipta einni pappírsklemmu
upp í hús með því að fá alltaf aðeins betri
hlut í hvert skipti sem hann gerði skipti.“
Daði segist hafa fengið fjölmörg tilboð
en flest hafi þau verið mjög léleg. „Besta
tilboðið var Toyota Corolla sem var í mjög
lélegu ástandi. Með þessari aðferð stefni
ég að því að vera kominn á flottan Benz
eftir tvö ár,“ útskýrir Daði léttur í bragði.
En skyldi Daða aldrei vera strítt af
vinnufélögum sínum vegna bílsins? „Jú,
það er eitthvað um það, en það er alveg
augljóst hver er öruggastur með karl-
mennsku sína á mínum vinnustað. Yfir-
maður minn sér reyndar alltaf hvort ég sé
á staðnum með því að kíkja út á bílastæði
þar sem bíllinn sker sig úr.“
Þó svo að Daði sé almennt ánægður með
bílinn telur hann til einn galla. „Flestir
vinir mínir eru jeppamenn og þegar stend-
ur til að fara á fjöll er ansi erfitt fyrir mig
að komast með. Ég kom honum reyndar
upp Kambana um daginn og þá er það eig-
inlega upptalið,“ segir Daði.
valgeir@frettabladid.is
Nægjusemin uppmáluð
Daði opnaði nýlega vefsíðuna bleikurpolo.blog.is þar sem hann býðst til að skipta á bílnum sínum og öðrum bíl, svo lengi sem hann telji skiptin vera sanngjörn. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Fjallganga á vegum Útivistar
verður farin á Klakk á morgun,
sunnudag. Brottför frá BSÍ kl.
08.00. Klakkur er 999 metra hár
og einn af útvörðum Langjökuls
og rís upp úr jöklinum í jaðri
hans miðja vegu á milli Geit-
landsjökuls og Hagafells. Verð
er 3.700 fyrir félaga og 4.300
fyrir aðra.
Flugfarþegum er bent á vegna
aukinnar öryggisgæslu á Kefla-
víkurflugvelli að mæta snemma
í innritun og öryggisleit. Hafa ber
í huga að farþegum gæti verið
gert að innrita allan farangur
sem þeir hafa meðferðis;
handfarangur þar með talinn. Í
handfarangri má ekki vera vökvi.
Til að mynda gosdrykkir, vatn,
áfengi, ilmvötn o.fl. Mjólk fyrir
ungbörn er undanþegin, sem og
lyf sem stíluð eru á viðkomandi
flugfarþega.
Bernhard hefur opnað aftur á
laugardögum eftir sumarið. Frá
og með 12. ágúst er söludeild
nýrra bíla í Vatnagörðum 24
opin á laugardögum frá 12 til
16 og Bernhard notaðir bílar í
Bílakjarnanum frá 11 til 16.
ALLT HITT
[ BÍLAR - FERÐIR ]
GÓÐAN DAG!
Í dag er laugardagurinn
12. ágúst, 224. dagur
ársins 2006.
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 5.08 13.33 21.55
Akureyri 4.41 13.17 21.51
Af stað á Reykjanesið
Á MORGUN, SUNNDUDAG, VERÐUR GÖNGUFERÐ UM VOGA OG
INNRI NJARÐVÍK Í SAMVINNU VIÐ LEIÐSÖGUMENN REYKJANESS
OG FERÐAMÁLASAMTÖK SUÐURNESJA.
Gengið verður um Síkið að Reiðskarði og rifjuð upp saga
athafnastarfsemi á svæðinu, sagðar þjóðsögur og margt fleira.
Gangan, sem er um 7-8 km að lengd, er annar hluti af fimm
menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu
þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum á tímabilinu frá 6. ágúst
til 3. september. Leiðsögumenn Reykjaness sjá um fræðsluna
og leiða hópinn. Reynt verður að gera göngurnar skemmtilegar,
fræðandi og fjölskylduvænar.
Þátttökugjald í þessa ferð verður kr. 1.000 en frítt fyrir börn yngri
en 12 ára. Lagt af stað frá Sundlauginni í Vogum klukkan ellefu
og verður hópnum ekið til baka að upphafsstað.
Á SÖGUSLÓÐUM
BERLÍNARBORGAR
Óttar Guðmundsson læknir
er leiðsögumaður í ferðinni
„Þriðja ríkið“.
FERÐIR 6
21. ALDAR HJÓLHÝSI
Airstream-hjólhýsin hafa verið endur-
hönnuð og færð til nútímans.
BÍLAR 4