Fréttablaðið - 12.08.2006, Page 35

Fréttablaðið - 12.08.2006, Page 35
LAUGARDAGUR 12. ágúst 2006 5 Lengri en forverinn og hlaðinn alls kyns búnaði. Töluverð spenna hefur ríkt í kring- um nýjan BMW X5 sem var sýnd- ur opinberlega fyrir skemmstu. Til dæmis hefur heyrst frá Daimler- Chrysler að hann verði helsti keppinautur Mercedes Benz GL sem kemur í sölu síðar á árinu. Nýr X-5 er 19 cm lengri en sá gamli og megnið af þeirri lengingu kemur fram í stærra innanrými en bíllinn er nú orðinn sjö manna í stað fimm áður. Meðal annarra breytinga má nefna nýja fjöðrun, nýjan stýrisgang og nýtt xDrive drifkerfi. Á Ameríkumarkaði verður bíll- inn boðinn með 4,8 lítra, 350 hest- afla V8 mótor annarsvegar og hinsvegar 3,0 lítra, 260 hestafla línusexu. Nýr og endurbættur BMW X5 kynntur Í kjölfar árekstraprófana inn- kallaði Nissan bíla til viðgerð- ar en Toyota lætur sér duga að gera betur í framtíðinni. Í nýlegri prófunarlotu Euro NCAP voru rannsakaðir bílar af gerðun- um Chevrolet Kalos, Nissan Note, Toyota RAV4 og Land Rover Dis- covery III. Prófanirnar leiddu í ljós veik- leika í öryggiskerfum tveggja þessara bílategunda. Í Nissan Note fannst galli í Isofix-festingu fyrir barnastól sem leiddi til þess að festingin gaf sig þegar öryggi bílsins var prófað gagnvart hliðar- árekstri. Nissan hefur fullvissað EuroNCAP um að gallinn sé ein- göngu í hluta af fyrstu byggingar- seríu Nissan Note og hvorki sé eða verði til staðar í bílum þessarar gerðar sem síðar hafa komið eða eiga eftir að koma af færiböndun- um. Að auki verði allir bílar með gallann innkallaðir til viðgerðar, eigendum að kostnaðarlausu. Við árekstursprófun á Toyota RAV4 kom í ljós í árekstri framan á bílinn að loftpúði sprakk út of seint. Þetta gerðist vegna þess að rafleiðsla að skynjara í stuðara aftengdist snemma í árekstrinum. Toyota hefur í kjölfarið lagað frá- ganginn þannig að búnaðurinn stóðst seinni prófanir. Ekki stend- ur til að innkalla þá bíla sem seldir voru með þessum galla. Helstu niðurstöður prófananna að þessu sinni eru þessar: CHEVROLET KALOS Vernd fullorðinna: 3 stjörnur Vernd barna: 3 stjörnur Vernd fótgangandi: 2 stjörnur NISSAN NOTE Vernd fullorðinna: 4 stjörnur Vernd barna: 3 stjörnur Vernd fótgangandi: 2 stjörnur TOYOTA RAV4 Vernd fullorðinna: 4 stjörnur Vernd barna: 4 stjörnur Vernd fótgangandi: 3 stjörnur LAND ROVER DISCOVERY III Vernd fullorðinna: 4 stjörnur Vernd barna: 4 stjörnur Vernd fótgangandi: 1 stjarna (www.fib.is) Veikleikar í Note og Rav4 Þrátt fyrir galla í árekstrarpúða verður Rav4 ekki innkallaður. Nýi bíllinn er stærri en sá gamli, og rúmar nú sjö farþega. Meðal valmöguleika er upplýsingakerfi í framrúðu. Innréttingin breytist ekki mikið, en hér og þar má sjá litlar nýjungar. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Skynvætt myndavélakerfi getur varað við ýmsum hættum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.