Fréttablaðið - 12.08.2006, Síða 60

Fréttablaðið - 12.08.2006, Síða 60
 12. ágúst 2006 LAUGARDAGUR40 Sunday Times birti fyrir skömmu topp tíu lista yfir bestu hommaplötur allra tíma. Þar kennir ýmissa grasa en í efsta sæti er sveitin Scissor Sist- ers með samnefnda plötu. Frétta- blaðið fékk Pál Óskar Hjálmtýs- son til að segja sitt álit á þessu vali og nefna sinn eigin topp fimm lista yfir plötur sem verða að vera til á hommaheimilum. „Mér sýnist þeir fyrst og fremst vera með stúdíóplötur ákveðinna listamanna. Það eru hins vegar engar safnplötur eða gretast hits plötur á þessum lista,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson um topp tíu lista Sunday Times yfir bestu hommaplöturnar. „Að mínu áliti eiga að vera til safnplötur á hverju heimili og þess vegna er ég svolít- ið hissa á þessum lista. Þar að auki er hvergi minnst á Eurovision og þar datt andlitið af mér.“ Þegar Páll Óskar var beðinn að lýsa hinu fullkomna hommlagi lét svarið ekki á sér standa: „Hlust- aðu bara á lag númer átta á plöt- unni Seif. Lagið heitir Stanslaust stuð og er hin fullkomna uppskrift að því hvernig hommalag á að vera.“ Páll Óskar mun leika á Gaypride-balli á Nasa í kvöld. Palli byrjar að spila á slaginu ellefu, um leið og húsið opnar, en honum til halds og trausts verða ýmsir listamenn svo sem Nana úr Idol- inu, Bjartmar Þórðarson og Frið- rik Ómar. „Ég verð illa svikinn ef ein eða tvær draggdrottningar mæta ekki upp á svið og taka eitt eða tvö lög,“ segir Páll Óskar sem mun eflaust spila nokkur lög af plötunum sem minnst er á hér á síðunni í kvöld. Bestu hommaplötur allra tíma SCISSOR SISTERS - SCISSOR SISTERS Þetta er gayband. Forsöngvarinn er samkyn- hneigður og kærastinn hans er hljómborðs- leikarinn og lagahöfundurinn. Samkynhneigðir með- limir þessara hljómsveitar eru í meirihluta en hvort platan sé jafn gay og Older, plata George Michael, skal ósagt látið. Þeir eru ekki í neinni sjálfskoðun heldur vilja bara partí. ARRIVAL - ABBA Ástæðan fyrir því að Arrival er á þessum lista er sú að Dancing Queen er á þessari plötu og líka lagið Does your mother know? VAUXHALL AND I - MORRISSEY Ég skal játa dauðasynd sem er sú að ég var aldrei mikill Smiths aðdáandi og Morriseey er óplægður akur fyrir mér. Ég veit það útundan mér að Morrissey er hommi og einn besti textahöf- undur í heimi ef ekki sá besti. Ég hef ekki lagt mig í líma við að hlusta eftir honum sem sýnir það kannski og sannar hvað hommar og lesbíur hafa ólíkan smekk, þetta er ekki svart og hvítt. Þótt við séum samkynhneigð erum við ekki steypt í sama mót. En ef einhver er til í að kynna Morr- issey fyrir mér er aldrei að vita nema ég sperri eyrun. LIGHT YEARS - KYLIE MIN- OGUE Þetta er mun homma- legri plata en Fever sem kom út tveimur árum seinna. Þessi plata var eiginlega þakkargjörð Kylie til hommanna. Þeir hafa alltaf haldið einhverri tryggð við Kylie frá fyrsta degi. Hún hefur alltaf troðið upp á homma- klúbbum og þó hún sé orðin stjórstjarna gerir hún lítil homm- agigg af og til. WELCOME TO THE PLEAS- UREDOME - FRANKIE GOES TO HOLLYWOOD Þessi plata er á listanum einfaldlega vegna þess að Holly Johnson er gay og meðsöngvari hans líka. Frankie Goes to Holly- wood er strákaband, svona eins og Boyzone og Take That. Þetta voru straight gaurar sem var raðað saman í súper- grúppu. Frankie er samt líka Trevor Horn sem er magnaður útsetj- ari og lagahöfundur. Hann hefur skilað af sér hverri snilldinni á fætur annarri. EROTICA - MADONNA Ég er ekki sammála þessu vali. Hommalegasta plata sem Madonna hefur gert er Confess- ions on the dancefloor. Það er sama með hana og Kylie Minogue að hún er að taka ofan hattinn fyrir hommunum sem elska að dansa. Þeir eru tilfinnilegalega frjálsir og halda upp á það með því að dansa. Tónlistin er þeirra kraftur og þeir sækja sér kraft þangað. Madonnu tekst best til með það á nýjustu plötu sinni. BAD GIRLS - DONNA SUMMER Þetta er snilld- arverk Donnu Summer. Tvöföld plata, fimmtán lög og þar af sjö smáskífur. Lög á borð við Bad girls, Hot Stuff, Our Love, Lucky – listinn er endalaus. Það er ótrúlegt að gefa út tvöfalda plötu á miðjum ferlin- um, þegar allir héldu að batteríin væru búin. Hún naut dyggrar aðstoðar Giorgio Moroder og Petes Bellotte. 1. 50 ÁRA SAGA EUROVISION (BÁÐIR TVÖFÖLDU DISKARNIR) Eurovision er ákaflega hátt skrifað fyrirbæri hjá hommum og reyndar lesbíum líka. 2. ABBA GOLD - ABBA. Þetta er næstum því hin fullkomna safnplata. Abba var kannski mögulega besta hljómsveit í heimi og þetta er svo sannarlega tíma- laus tónlist. Það er svo skrítið að poppið étur sig sjálft, fer í hringi og dettur úr tísku en Björn og Benny eru það flottir og magnaðir tónlistarmenn og útsetjarar að lögin standa tímans tönn. Lögin, textarnir og upptökurnar eru gjörsamlega tíma- lausar. Það eru til margar kynslóðir Abba aðdáenda og þeim fer bara fjölgandi. 3. IMMACULATE COLLECTION - MADONNA. Immaculate conception er meygetnaðurinn en Madonna kallaði hana collection. 4. DUSTY SPRINGFIELD - DUSTY IN MEMPHIS. Uppáhalds lesbían mín í öllum heiminum. Örugglega besta söngrödd sem mannkynið hefur fengið að heyra. Memphis-platan er meistara- verkið hennar. Innihélt meðal annars slagarann Son of a Preacher Man. 5. OLDER - GEORGE MICHAEL Þarna er George Michael kominn út úr skápnum. Ofsalega falleg sjálfsskoðun hjá honum. SKYLDUEIGN HOMMAHEIMILA SAMKVÆMT PALLA I AM A BIRD NOW - ANTONY AND THE JOHNSONS Ég er hjartan- lega sammála þessu vali. Kannski fallegasta trönsuplata sem ég hef heyrt. Um það að Antony vill vera kona. Platan fjallar öll um það. Hún er matreidd á svo einlægan og fallegn hátt að meira að segja gagnkynhneigt fólk skilur þörfina að vera eitthvað annað en það er. THE MAN WHO SOLD THE WORLD - DAVID BOWIE David Bowie er fyrir mér eins og Morrissey, það á eftir að kynna hann fyrir mér. Ég þekki bara Let´s Dance plöt- una og kann hana reyndar utan að. En Bowie á svo sannarlega heima á þessum lista því hann er alltaf að leika sér að kyn- hneigð sinni og kynhlutverkinu. Svona eins og poppstjörnur eiga að vera. Þær eiga að vera hættulegar og ógna umhverfi sínu og fá fólk til að spyrja sig spurning og þar er Bowie fremstur meðal jafningja. 1 2 3 4 OLDER - GEORGE MICHAEL Þarna er George Michael kominn út úr skápnum. Ofsalega falleg sjálfsskoðun hjá honum. 5 6 7 8 9 10

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.