Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 78
 12. ágúst 2006 LAUGARDAGUR58 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 viðskipti 6 klaki 8 angra 9 á nefi 11 hröð 12 ávöxtur eikartrés 14 lyftitæki 16 í röð 17 niður 18 fæða 20 ónefndur 21 gróft orð. LÓÐRÉTT 1 gapa 3 samtök 4 umhirða 5 samstæða 7 undirstaða 10 planta 13 flan 15 dugnaður 16 hald 19 skyldir. LAUSN LÁRÉTT: 2 kaup, 6 ís, 8 ama, 9 nös, 11 ör, 12 akarn, 14 krani, 16 tu, 17 suð, 18 ala, 20 nn, 21 klám. LÓÐRÉTT: 1 gína, 3 aa, 4 umönnun, 5 par, 7 sökkull, 10 sar, 13 ras, 15 iðni, 16 tak, 19 aá. opið alla laugardaga 11-14 Stór humar, túnfiskur og úrval fiskrétta á grillið VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Chippendales-danshópurinn. 2 Salalaug, Kópavogi. 3 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. HRÓSIÐ... fær Tinna Pétursdóttir, sem hannaði vatnsflösku fyrir stærsta vatnsframleiðandann á Ítalíu. �������������� ������� ���������� ���� ������������ ���������� ��� � Einn yngsti ræðismaður lands- ins er að setja sig í stellingar í starfi. Þórunn Harðardóttir var nýverið skipuð heiðurs- ræðismaður Svíþjóðar með aðsetur á Húsavík. Hún er 28 ára starfsmaður hvala- skoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar. „Þetta kom til að frum- kvæði sendiherra Svíþjóð- ar hér á landi,“ segir Þór- unn glaðlega þegar hún gefur sér tíma til að spjalla milli hvalaskoðunarferða. Sendiherrann og Þórunn hafa starfað saman í hópi að undir- búningi verkefnisins Garð- arshólma en það er tileiknað Garðari Svavarssyni, Svíans sem fann Ísland á undan Hrafna-Flóka og sjálfum Ing- ólfi Arnarsyni. „Þessi sænska tenging er mjög sterk hérna á Húsavík,“ segir Þórunn, sem vill gera Húsavík að sænska bænum á Íslandi. Ræðismennska er unnin í sjálfboðavinnu og hefur Þórunn alla trú á að starfið við Norður- siglingu fari vel saman við að vera heiðursræðis- maður. „Stór hluti starfs- ins verður að vera til upplýsingagjafar fyrir Svía sem hugsanlega lenda í ein- hverjum vanda og vera með upp- lýsingagjöf um Svíþjóð á svæð- inu,“ segir Þórunn. Setning ræðismanns þarf að fara eftir sérstökum leiðum. „Sendiherrann sækir um þetta til utanríkisráðuneytisins í Svíþjóð. Þar fer umsóknin í gegnum eitt- hvert ferli sem mér er ekki kunn- ugt um, þar sem hún fer meðal annars inni á borði hjá kónginum.“ Þórunn er yngsti ræðismaður Svíþjóðar en alls starfa um 380 ræðismenn landsins víðs vegar um heiminn. „Ég veit satt að segja ekki til þess hvort það eru margir í þessu starfi hér á landi sem eru á mínum aldri eða af mínu kyni,“ segir Þórunn Harðardóttir. -at Samþykkt af sænska kónginum ÞÓRUNN HARÐARDÓTTIR HEIÐURSRÆÐIS- MAÐUR Umsókn ræðismanna þarf að fara í gegnum ferli hjá utanríkisþjónustunni og fer meðal annars inn á borð til sænska kóngsins. VIKTORÍA SVÍAPRINSESSA Hringir í Þórunni ef hún lend- ir í vandræðum á Húsavík. „Við höfum aðeins einu sinni sleppt úr fimmtudegi frá árinu 2001,“ segir Guðjón Árnason, einn liðsmanna félagsskapar sem ber hið mjög svo hógværa nafn Meist- arar! en það er hópur góðra félaga sem spila golf á hverjum fimmtu- degi á Keilisvellinum í Hafnar- firði. „Þetta eru allt saman strákar sem tengjast FH á einn eða annan hátt,“ útskýrir Guðjón en þeir hafa vakið mikla athygli fyrir mikla hörku og spila átján holur uppi á Keili, nánast hvernig sem viðrar. „Við byrjuðum nokkrir saman árið 2001 með fasta tíma á fimmtudög- um en síðan hefur fjölgað í hópn- um og við erum orðnir 16 í dag,“ útskýrir Guðjón og bætir við að félagið sé fullmannað. „Menn geta svo sem sótt um aðild ef þeir vilja fá formlega neitun,“ segir hann. Þegar ljóst var að þessi félags- skapur væri að verða að formleg- um „klúbbi“ settust vinirnir niður og lögðust í mikla hugmyndavinnu með nafnið. „Fyrst komu hug- myndir eins og „Kapla-kempur“ eða „Krika-karlar“ með tilvísun til heimavallar Hafnafjarðarstór- veldisins,“ segir Guðjón en svo fengu þeir þá flugu í hausinn að kalla sig Meistarar!. „Þetta er komið frá Birgi Björnssyni, vallar- verði hjá Keili, og félögum sem skipuðu meistaraflokk FH á árun- um 1960 til 1970 og unnu allt sem hægt var að vinna,“ útskýrir Guð- jón. „Þeir höfðu þann háttinn á að kasta kveðjunni „Sæll, meistari“ á hvorn annan enda höfðu þeir svo sem efni á því,“ heldur hann áfram. „Við fórum þess því á leit við Birgi að fá að nota þetta nafn og hann gaf að sjálfsögðu góðfúslegt leyfi sitt,“ segir Guðjón. - fgg Spila hvernig sem viðrar MEISTARAR! Meðal þeirra sem eru hluti af þessum frækna félagsskap eru Hálfdán Þórðarson, Guðjón Árnason og Bergsveinn Bergsveinsson sem allir léku stórt hlutverk í meistaraliði FH í upphafi tíunda áratugar- ins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Nei, við erum ekki arftakar Stuð- manna,“ segir Ragnar Kjartans- son, söngspíra glysrokksveitarinn- ar Trabant, en í kvöld verður æði sérstakt sveitaball í reiðhöll sem staðsett er milli Hveragerðis og Selfoss og hefur hlotið nafnbótina Suðurlandsskjálftinn 2006. Hljóm- sveitirnar Stuðmenn og Trabant taka þar höndum saman og skella upp miklum dansleik en tónleik- arnir eru lokahnykkurinn á ferð Stuðmanna um landið. „Þeir eru auðvitað stórkostlegir og ein besta íslenska stofnunin,“ lýsir Ragnar yfir og bætir því að Trabant sé vissulega undir áhrifum frá gömlu „Stuðmannarugli“ eins og hann kemst að orði. „Stuðmenn eru áhrifamikil hljómsveit,“ segir Ragnar og bætir því að nokkur spenningur ríki í herbúðum hljóm- sveitarinnar enda eru þeir ekki vanir að spila á alvöru sveitaballi. Herlegheitin hefjast á miðnætti og hafa Stuðmenn brugðið á það ráð að bjóða íbúum norðaustur- og vestur kjördæmi frítt á tón- leikana en það eina sem þeir þurfa að gera er að fram- vísa skilríkjum sem sanna búsetu þeirra þar. Stuðmenn hafa vakið þó nokkra athygli fyrir þá gestasöngvara sem hafa fylgt þeim á leið um landið og nægir þar að nefna Valgeir Guðjónsson og Stefán Karl Stef- ánsson. Ragnar ber þann draum með sér í brjósti að þeir Tra- bant-liðar geti einnig boðið gestum dansleiksins upp á viðlíka stjörn- ur. „Kannski tekur Íþróttaálfurinn eða Magni lag með okkur,“ segir Ragnar og hlær en úti- lokar ekki að hann muni stíga á stokk með Stuðmönnum seint um kvöldið. „Það getur allt gerst,“ segir hann. Þótt Trabant og Stuðmenn hafi ekki komið fram saman áður eru Ragnar og fjöl- skylda hans ekki alls ókunnug hljómsveit Íslands. Ragn- ar hannaði búninga og sviðsmynd Stuðmanna en faðir hans, Kjart- an Ragnars- son, er ansi nátengdur Stinna stuð sem flestir Íslendingar ættu að kannast við úr kvikmyndinni Með Allt á hreinu. Stinni klæddist þar ansi skrautleg- um búningum en þeir voru allir fengnir frá Þjóðleikhúsinu og eiga ættir sínar að rekja til Kjartans, sem hafði klæðst þeim á sviði. Það má því með sanni segja að hring- urinn lokist í kvöld þegar Trabant og Stuðmenn trylla Sunnlendinga. freyrgigja@frettabladid.is RAGNAR KJARTANSSON: FETAR Í FÓTSPOR FÖÐUR SÍNS Annar ættliðurinn í búningamálum Stuðmanna FARIÐ Á KOSTUM Birgitta Haukdal hefur farið létt með að fylla skarð þeirra Hildar Völu og Ragnhildar Gísladóttur sem söngkona Stuðmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR RAGNAR KJART- ANSSON Hannar búninga fyrir Stuðmenn og leikur á dansleik með þeim í kvöld. KJARTAN RAGNARSSON Faðir Ragnars sem tengist Stinna stuð á sérstakan hátt. Kjartan hafði leikið í öllum búningum Stinna stuð, sem hann klæddist í Með allt á hreinu, í Þjóðleikhúsinu áður. FRÉTTIR AF FÓLKI Meistari Morrissey er kominn til Íslands og heldur tónleika í Laugar- dalshöll í kvöld. Söngvarinn margfrægi spókaði sig í Kringlunni í gær með konu sinni og barni. Meðal þeirra verslana sem hann lét sjá sig í var 17 og þar mun hann hafa keypt sér jakkaföt til að líta sem best út á tónleikunum. Þrátt fyrir að hafa verið vinsæll söngvari í aldarfjórðung þurfti Morrissey ekki að hafa áhyggjur af því að vera ónáðaður í Kringlunni. Starfsfólk flestra verslana hafði ekki hug- mynd um hver hann væri og mun söngvarinn hafa kunnað þessu ágæt- lega. Og meira af Morrissey því skipu-leggjendur Gay Pride göngunnar í miðborg Reykjavíkur í dag gera sér miklar vonir um að hann láti sjá sig í göngunni. Margir hafa viljað túlka texta söngvarans á þann veg að þeir fjalli um ástir samkynhneigðra en sjálfur hefur hann aldrei ljáð máls á því að hann sé samkynhneigður. Ekkert hefur heyrst um hvort Morriss- ey láti sjá sig svo göngufólk verður einfaldlega að hafa augun opin. Töluverð eftirsjá er að stórtónleikum Rásar 2 á Miðbakka á Menningarnótt sem verða ekki í ár vegna framkvæmda á hafnarsvæðinu. Björgólfur Guðmunds- son og hans fólk í Landsbankanum ætla þó að gera sitt til að fylla upp í tómarúmið. Smekkleysinginn Einar Örn Benediktsson hefur verið ráðinn til að skipuleggja tónleika með fjölmörgum hljómsveitum af yngri kyn- slóðinni. Stórt svið verður sett upp fyrir framan útibú Lands- bankans á Laugavegi 77 þar sem yngri kynslóðin fær að rokka frá hádegi og fram á kvöld. - hdm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.