Tíminn - 06.08.1978, Page 15

Tíminn - 06.08.1978, Page 15
Sunnudagur 6. ágúst 1978 tölt Hlynur frá Akurcyri var áftur litiö þekktur gæðingur, en eyðilagði allar spár manna um efstu sætin i B-flokki gæðinga og tölti, hann sigraði með 'yfirburðum i báðum þeim greinum. Knapi er Eyjólfur tsólfsson. Allt er i heiminum hverfult. A fyrsta Landsmóti hestamanna á ÞingvöUum, árið 1950, sté for- maður gæðingadómne fndar i pontu, talaði fyrir dómnefndinni, og sagði m.a. „Töltið leggjum við áherslu á að sé ekki misnotað sem hraðagangur. Við teljum ástæðu til við þetta tækifæri, að átelja harðlega, að hestamannafélög, sem hafa kappreiðar eða stóð- hestasýningar.skuli láta keppa á hraðtölti. Er þar með ýtt undir freklega misnotkun þessarar sér- kennilegu og stilfögru gangteg- undar, sem aðeins nýtur sin til fulls sem hæg eða frekar hæg miIUferð. Að visu skal viður- kennt, að einstaka hestur heldur fögrum stil og fjaðrandi hreyfing- um á allhrööu tölti, en oftast er aðeins um ómerkilega gang- blöndu að ræða, annað hvort af skeiði og tölti eða brokki og tölti. Með tölthraðanum tapast fljót- lega hin fjaöurmagnaða mýkt og dillandi hreyfing, fótlyftan lækk- ar, fjörgleðin dofnar, og eftir verður ineð timanum vélræn gangtegund, óþægileg fyrir ridd- arann, ofraun og eyðileggjandi fyrir hestinn. „Dómnefndina sem þá hafði þetta álit skipuðu Asgeir Jónsson frá Gottorp, Eggert Jónsson frá Nautabiii og Asgeir Jónsson frá Hjarðarholti. Nú er tölt keppnisgrein á Landsmóti, að vfsu er töithraðinn aðeins einn liður í keppninni, en hann er með, nú 28 árum eftir að þessi varnaðarorð eru sögð er keppt i hraðtölti á Landsmóti. Vist er það rétt að töltið er sér- kcnnileg og stilfögur gangtegund og það er einnig rétt að oftast er það ómerkileg gangblanda, sem kölluð er hraðtölt, svo mjög að það er orðið vandamál að þekkja hvort hestur töltir eða skeiðar. Eyjólfur tsólfsson sat bæði Hlyn og Glaum i töltkeppninni og þeir urðu efstir að stigum, Hlynur með 114 stig en Glaumur 96. í lokaúr- slitum, þegar fimm stigahæstu hestarnir koma fram saman, sat Guðbjörg Sveinsdóttir, kona Eyjólfs, Glaum. islendingar virtu þetta sjónarmið og kepptu ekki i tölti. Það er ekki fyrr en útlendingar taka upp slika keppni að keppnisreglur þeirra eru fluttar inn og þar með er tölt- keppni orðin staðreynd á isiandi. Vissulega getur verið tignarleg sjón að sjá hest þeytast áfram á „lu-aðtölti” —hestur er alltaf til- komumikill þegar hann tekur hressilega til fótanna — en eigi að siður tel ég fulla ástæðu til að endurskoöa hvort tslendingar eigi aðkeppa I tölti eftir þessum regl- um óbreyttum. Stærstu tiðindi af töltkeppninni i Skógarhólum eru þau að Hlynur frá Akureyri var þar i algjörum sérflokki og fékk hærri einkunn en ég hef heyrt um áður, 114 stig af 120 mögulegum. Ef til vill er hann einn þcssara fáu hesta, sem „heldur fögrum stil og fjaðrandi hreyfingum á allliröðu tölti”. Hinir fjórir, sem komu til úrslita voru mjög jafnir. Fimm efstu i töltinu, Eyjólfur Isólfsson á Hlyn er lengst til hægri, ann- ar varð Bylur, knapi Þorvaldur Agústsson, þá er Sigurbjörn Bárðarson á Brjáni, Sigfús Guðmundsson á Þyt og Guðbjörg Sveinsdóttir á Glaum. IfHfflI Ráðhúsið. daga. Núna i helgarvinnubann- inu hefur verið mikil kvöld- vinna. Söltunarfélag Dalvikur gerir út rækjutogara, Dalborgina og rækjuskipið Arnarborg. Til vinnslu á Dalvik hafa komið 20/7 190 tonn af rækju, en auk þesshafaum 170tonnveriðunn- in um boð i Dalborginni. Rækjasú, semum ræðir, er svo- kölluð djúprækja, sem veidd er á djúpum sjó og hefur nafn af þvi, en ekki Isafjarðardjúpi. Djúprækjan er mun stærri en sú rækja, sem veidd er við land og er hún eftirsótt vara. K.Sn. A Dalvik hefur á undanförn- um árum veriö byggt mikið af opinberum byggingum sem setja svip á bæinn. Elliheimili, sameiginleg framkvæmd Dalvikinga og Svarfdælinga, verður væntan- lega tekið i notkun um áramót, Þar verður rými fyrir 42 vist- menn, en um áramótin er reikn- að með að tilbúið verði húsnæöi fyrir 28 manns. Ekki er búið að úthluta pláss- unum, enljóster að eftirspurnin verður meiri en hægt verður aö sinna. Ráðhús verður tekið að hluta til i notkun um næstu áramót. Heislugæslustöð er uppbyggð fokheld, en ekki er Sætlun um hvenær hún verður tekin i notk- un. Heimavist grunnskólans er mikið hús, sem er sameiginleg framkvæmd Dalvikur og næstu hreppa. Apótek er i nýrri og sérkenni- lega fagurri byggingu. Dalvikurkaupstaður var að afhenda siðustu ibúð af fimm, sem byggðar voru samkvæmt lögunum um byggingar leigu- ibúða á vegum sveitarfélaga og ernú aðhefja framkvæmdir við byggingu sex söluibúða i rað- húsi. Byggingar einstaklinga eru þó með minna móti. Hitaveita er nú i nær öllum húsum í bænum, en á sl. ári fékkst úr einni borholu nægilegt vatn fyrir allt plássið. Eldri hol- urnar eru þvi ekki notaðar nú, en þær gefa nær þvi annað eins vatn. Jarðhitasvæðið er i 3—4 km fjarlægð frá bænum. Á Dalvik er unnið að gerð nýrra gatna vegna byggingar- framkvæmda, en jafnframt verður lagt varanlegt slitlag á um 700 m eldri gatna. Atvinna ermikilá staðnum og hjá frystihúsi útgerðarfélags Kaupfélags Eyfirðinga starfa 120—130 manns. Félagið gerir út tvo skuttog- ara, annan norskan en hinn norsk-islenskan (skrokkurinn norskur). Skuttogararnir eru Björgúlf- ur, sem hefur landað 1726 tonn- um frá áramótum til 15. júli og Björgvin, sem er með 1467 tonn á sama ti'ma. Heilsugæslustööin. Elliheimilið. Frystihúsið hefur tekið á móti 3699 tonnum affiski frá áramót-, um, þar af 72.5% þorski og 6.6% ' grálúða sem veiddist mest i mai. Hráefnismagn hefur aukist um 34.5% miðað við sama tima og i fyrra. Nýting aflans hefur verið 56% i frystingu, 40% i salt og skreið, en þó tiltölulega litið i skreið. 4% hefur verið selt ó- unnið. 5—7 bátar, 15—20 tonn, eru gerðir út frá Dalvik og upp i 30 t.rillur, en frekar hefur afli verið tregur. i frystihúsinu hefur verið stöðug og mikil vinna og varla fridagur, unnið flesta laugar- Mikið byggt á Dalvik Heimavist barna- og unglingaskólans. Timamyndir Kr. Sn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.