Tíminn - 06.08.1978, Side 21

Tíminn - 06.08.1978, Side 21
20 Sunnudagur 6. ágdst 1978 Sunnudagur 6. ágúst 1978 liliMlliii 21 ,,Á gott með að slaka á og sef vel” segir Geir Hallgrímsson forsætisráöherra „Ég missti færiö út i sjó, Hvernig á ég aö ná þvi upp?” Þetta var þaö fyrsta sem við heyröum, þegar viö gengum inn til Geirs"'" Hallgrimssonar for- sætisráöherra og frú Ernu Finns- dóttur og kom i ljós,að litill dóttursonur þeirra, Þórarinn, var aö veiöa milli hæða og haföi lént i einhverjum erfiðleikum. Bróöir ÞóraHns, Geir, fimm mánaða svaf væran úti i vagni. „Þetta er það venjulega,” sagði Geir, „Við eigum þrjú barnabörn — Það þriðja er sonardóttir, Erna Sigriöur. og' eru þau oft hér hjá okkur. Já.éghef gaman aö börn- um, sérstakiega þegar þau eru vel farin að tala. Við Þórarinn spjöllum um heima og geima. Ekki satt, Þórarinn?” En Þórarinn var farinn aftur á veiðar, — sannir sjómenn stoppa aldrei lengi i landi,, og Geir gafst friður til þess að uppgötva sin áhugamál fyrir utan stjórnmálin. „Ég á þau mörg, en fristundirnar eru fáar. Helzt er þaö aö ég lesi og þá oftast eitthvað tengt stjórn- málunum. Leynilögreglusögur les ég gjarnan mér til afþreying- ar, og byrji ég á einni, les ég hana fram á nótt, jafnvel þótt það komi niöur á svefninum”. „Ég á gott meö að slaka á og sef vel. Nei, það er kannski ábyrgðarlaust af mér aö segja það, en stjórnarmyndunarviö- ræðurnar nú halda ekki fyrir mér vöku ,ekki ennþá”. Og nú hlær Geir. „Ég hef gaman að jasstónlist og svo hefur konan min kennt mér að mcta klassiska tónlist.” Við spurðum Ernu að þvi, hvernig Geir tækist upp i heimilishaldinu. „Við byrjuöum okkar búskap i Bandarikjunum. Þh var hann við nám og mjög hjálplegur. Hann skúraöi gólf svo vel, að það hefði getað enzt i mán- uð, og þvoði veggi þannig að málninguna tók af.” „Siöan hefur þetta breyzt'* , skaut Geir inn i, „og ég er úr æfingu, hvaö þetta snertiir. Hins vegar finnst mér gott að taka þátt i matseld að vissu marki, fái ég allt upp i hendurnar til bess”. Það var orðið nokkuð liöið á siö- degið og slepptum við Geir á fund með leiðtogum Framsóknar- manna. Hann sagðist hafa beöið þá að seinka sér um hálftima: „Þeir hljóta að skilja aö Timinn gengur fyrir.” „Mest aölaöandi verkefniö á skrifboröinu mfnu”, sagöi Geir um Ernu, þegar hún tyllti sér á boröbrúnina.- ,Ég kunni með þetta aö fara fyrir 30 &rum, þegar elzta barniö var litiö”. Geir lieldur þarna á nafna sfnum, sem er limm mánaða. Viö hliö þeirra situr Þórarinn fjögurra ára. Erna og Geir heima aö Dyngjuvegi 6. stofu í HEIMSÓKN Viðtöl: Fanny Ingvarsdóttir Myndir: Tryggvi Þormóðsson Ingvar Helgason forstjóri: „Flestar helgar burtu úr bænum” Ingvar og Sigriöur viö tröilahvönnina sina. t garöinum iná sjá ein átta eplatré, Vestmannaeyja- baldursbrá, sem hefur miklu fyllri krónu en sú algenga, og runna alll frá Síberiu og Noröur-Kóreu. „Sá frá Noröur-Kóreu er reyndar á sjúkrahúsinu okkar þessa stundina, vill ekki þýöast storminn hér”. Vonarland i bak- sýn. Ingvar Helgason forstjóri og Sigriður Guðmundsdóttir kona hans litu fúslega upp úr störfum sinum, þegar blm. Timans bar að garði hjá þeim einn rign- ingardag nú i vikunni. Þau búa aö Vonarlandi við Sogamýri og hafa átt heima þar frá 1960, en upphaflega er Vonarland frá 1921, elsti hlutinn. Við húsiö er stærsti garður i einkaeign á landinu, að þvi er Ingvar taldi áreiðanlegt, og margt sjald- séöra gesta i honum. Börnin eru átta talsins frá 18 ára og til 29 ára og sögðust þau hjónin hefðu1 viljað fleiri, en fengu ekki. Ingvar var með skatthæstu mönnum i Reykjavik og lá bein- ast við aö spyrja hann, hvort einhver timi gæfist til áhuga- mála annarra en bilaviðskipta. „Já, aldeilis, og svo heppilega vill til, að áhugamál okkar hjóna falla saman. Langmesti timinn fer i garðinn okkar og má þar vart sl 2ppa úr degi allan ársins hring.Hvernig sem viðrar förum við út og vinnum i honum og komum ætið ánægðari til baka”. „Þegar álagið er sem mest, eigum við það til að skreppa I sund um miðjan daginn og synda i einn til tvo klukkutlma. Þaö er eins með sundið og garö- vinnuna, að veðrið skiptir ekki máli.” „Við erum töluvert mikið á ferðalögum innanlands og flest- ar helgar burtu úr bænum. Leit- umst við þá við að vera sem mest meö náttúrunni og förum „Maöur gleymir öllum ^hyggjum úti i garöi”. Sigriöur á til aö skreppa i sund um miöjan daginn. „Hárgreiöslan? Skiptir engu”. helst ekki á hótel, hvorki i mat né annað, jafnvel þegar börnin voru litil”. Ingvar og Sigriöur fara ekkert i grafgötur með það, aö þau eru mikið fyrir likamsrækt og auk sunds og gönguferða eru þau bæði i leikfimitimum og svo I danstimum hjá Heiðari. „Hann erhálf leiður úti okkur fyrir það að fára alltaf i byrjendatima, en við sækjumst ekki eftir ööru en hreyfingunni og á ball förum við ekki nema i mesta lagi einu sinni á ári”. „„Næsta skrefið verður iþróttaherbergi i húsinu”, sagði Ingvar kimileitur. „Lánaði vefstólinn, því að frístundir á fáar’ segir Gerður Hjörleifsdóttir verzlunarstjóri „Ég er alltaf með hugann viö starfiö og geri afskaplega litið annað”, sagði Geröur Hjörleifs- dóttir verzlunarstjóri i Islenzk- um heimilisiðnaði þegar viö heimsóttum hana á heimili hennar að Þórsgötu 23. „Þetta er svo lifandi starf og gefur manni svo góð persónuleg sam- bönd. Einnig er ég heppin að vinna með skemmtilegu fólki. Nei, ég sé ekki eftir þvi að verða ekki leikkona, starf mitt nú gef- ur mér þá lifsfyllingu, sem ég sækist eftir”. „Þegar ég hef langan vinnu- dag hlakka ég til aö koma heim til min. Mér finnst gott að vera innan um þetta, þó að dauðir hlutir séu og tengist hver hlutur sérstökum minningum.Heima getur maður verið einn með sinar hugsanir eöa með vinum sinum. Ég hef ekki áhyggjur af neinu, en ég hef þörf fyrir aö gera stöðugt eitthvað, sem mér finnst skapandi. Og ég veit vel, hvað ég ætla að gera, þegar ég eignast fristundir. Þá ætla ég aö vefa.” „Ég á vefstól og er lærður vefnaðarkennari, — kenndi reyndar einn vetur i Húsmæöra- skóla Reykjavikur. I nokkur ár gekk þaö svo, aö ég klappaði vefstólnum minum áður en ég fór til vinnu á morgnana og eins þegar heim kom á kvöldin. En siðan lánaöi ég hann vegna þess að fristundirnar voru engar.” Og Geröur bendir okkur á vegg- teppi, sem hún hefur ofið, allt jurtalitað. Einnig á hún talsvert af pólskum myndvefnaði, en Pólverjar eru jafn framarlega i textil og þeir eru i grafik. Um islenzkan heimilisiönaö sagði Geröur: „Viðhorf til hans hafa afskaplega mikiö breytzt. Fólkið er farið að meta gott handbragð, og það hugmynda- flug og þá þolinmæði, sem fram kemur i þessum munum. Sér- staklega er unga fólkið áhuga- samt. Dýrt? Nei. Við erum orðin' rugluð i öllu gildismati. Sumir vila ekki fyrir sér að eyða i rán- dýr leöurstigvél eöa aðra tima- bundna tizkuvöru. Hvað kostar ekki eitt kvöld á skemmtistað? Fleiri þúsundir. Og hvað skilur þaö eftir? Jú, kannski eitt litið ævintýri”. „Myndirnar hans Jens koma mér i gott skap. Hann smiðar einnig eyrnalokkana mina”. Málverkiö eftir Jens \^Guðjóiissoii i baksýn. „Ég kveiki á kertum strax og ég kem heim á kvöldin. Það er mitt fyrsta meira aö segja áður en ég skipti um föt”. Kjarvalsmálverkiö á sér skemmtilega sögu, en Kjarval geymdi það handa Gerði i mörg ár, án þess að hún hefði hugmynd um. Hún hafði mikinn áhuga á mynd- inni, en hann neitaði stöðugt að nefna ákveöið verö. Fór svo að þau voru hálfleið út i hvort annaö I langan tlma. Og það var ekki fyrr en Kjar- val átti leið inn i verzluhina, þar sem Gerður vann, að málin tóku á rás. Hann segir þá viö verzlunarstjórann: „Þaö vann hér eitt sinn fall- eg stúlka, sem ekki vildi þiggja af mér mynd.” Gerö- ur birtist og fékk málverkið loks á fimm þúsund krón- ur....

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.