Tíminn - 06.08.1978, Síða 23

Tíminn - 06.08.1978, Síða 23
Sunnudagur 6. ágúst 1978 Hin nýja Mansfield, sem vakti geysilega hrifningu: Sza-Sza. hafi reynt að ná tali af Förruh. þvi að eftir lýsingunum á henni koma ekki einu sinni greinaskil og blaðamaðurinn heldur áfram: „Fyrir 17 árum tók ég unga blaðamanninn Jean-Loup Dabadie smá stund upp á mina arma og ég gaf honum þetta góöa heilræði: Þegar þú ert á ferðalögum til þess að ná ein- hverju skemmtilegu upp úr fólki, farðu ekki út á meöal þess, vertu eins mikið og þú getur einn upp á herbergi. Það er þar, sem þú finnur réttu orðin, þessi hlægilegu vitlegu... orö, sem þú þykist siðan hafa dregið upp úr viðmælendunum....” Hver varð ekki árangurinn af þessu heilræði minu. Dabadie semur nú hvert kvikmynda- Þarna er besti kvenleikarinn i ár Jill Clayburgh, en hún deildi þeim verðlaunum reyndar með Isabellu Huppert. Með Jill á þessari mynd er leikstjóri verð- iaunakvikmyndarinnar „Frjáls kona”, sem Jill lék handritiö á fætur öðru og þykir með þeim bestu. Siðan fá heim- skingjarnir að leggja sér þessi orð i munn. Bouvard verður fullur af „nostalgiu” á stundum og nokk- uð mótsagnakenndur i skrifum sinum, eins og þegar hann segir. Hvar er gamla Cannes með mönnum eins og Mike Todd? Mike kunni lagið á þessu. Hann bauð tvö þúsund manns i mat. Og á meöan gestirnir snæddu kaviar og drukku dýr vin, var gjöfum laumað inn á hótelher- bergi þeirra frá sjálfum Mike Todd. Enginn kemur lengur riðandi inn i kvikmyndasalinn eins og algengt var hér áður. Og þegar unga stúlkan gekk hér um allsber nú fyrir nokkr- um dögum, vakti slikt ekki at- hygli nema i mesta lagi ein- hvers unglingspilts með gelgju- bólur. Nekt er nefnilega klæðnaður út af fyrir sig. Og Bouvard klykkir út með þvi að segja, að fyrir 30 árum hafi um 300 blaðamenn komið á kvik- myndahátiðina i Cannes og haft gott af. Nú séu þeir 3000 og komi allir efnislausirheim. Allt „tóm tjara” i Cannes segir Bouvard, en myndirnar bera nú annað með sér. Eða hvað? Sylvia Kristel eða „Emmanuelle”. Hún var auðvitað á hátíðinni i Cannes, nema hvað þún flaug til Hollands til þess að faðma að sér son sinn, Ar- thur, sem þar býr með ömmu sinni. Sylvia býr sig nú undir að ieika i nýrri kvikmynd „Hóteimaddonn- an”. aðalhlutverkið i, Paul Mazursky. — FI Skærar stjörnur. Jane Fonda og leikstjórinn Hal Ashby. Samvaxnir tvíburar á íslandi Það er mjög sjaldgæft um viöa veröld aö tviburar fæðist v.axnir saman og enn sjaldgæfara er að samvaxnir tviburar lifi lengur en nokkra daga, en ef þessi van- sköpuðu börn eru svo hraust, aö þau verða stálpuð eða jafnvel fullorðin, þá þurfa þau ekki að kvlöa fátækt og örbirgð um æv- ina.þviallir vilja sjáþessaný- lundu, flykkjast að hópum saman og borga stórfé fyrir að sjá þessi sjaldgæfu ferliki eina kvöldstund. 'Hinir frægustu samvöxpu tvi- burar sem til hafa veriö voru þeir, sem kenndir hafa verið viö Siam. Þeirhétu Eng og Chang og fæddust 1811. Þeir dóu 1874 og uröu allra samvaxinna tvjbura elstir. Heiisugóðir voru þeir alla ævi, giftu sig og áttu börn og buru. Stórfé græddu þeir á þvi að sýna sig. Ég las I einhverju dönsku blaöi I vetur, að menn þekktu ails 11 samvaxna tvibura áiðan sögur hefjast sem hefðu náö nokkrum þroska, og má eflaust bæta þeim 12. viö, þvi til þessa hefur engum verið kunnugt um samvöxnu tviburana islensku svo ég viti. Égrak mig á frásögn um þá I AM.208,8,4 bl. Handritiö er frá hérumbil 1700. Frásögnin um tviburana er stutt og á þessa leiö: „A Islandi hafa þau og svo tiö- indi viðborið undir Eyjafjöllum austur, tvær kvensniptir voru samfastar á hryggnum og lifðu nokkur ár, hvar fyrir gömlu skáldin sögðu: J Fyrir þvi kviöu Þuriðarnar tvær samvaxnar á hryggnum voru báðar svinnarmaér, austur undir Eyjafjöllum voru báðarþær, að önnur mundi deyja fyrr en önnur.” Visan er ekki sem skáldlegust en ef það er aö marka sem stendur i handritinu, að gömlu skáldinhafi orthana, þá er hún að öllum likindum frá 16. öld.” ól.D. A Skagaströnd standa yfir umfangsmikiar framkvæmdir við að breyta gömlu sildar- verksmiðjunni i loðnubræðslu sem væntaniega verður tilbúin næsta sumar. Rafiinan frá Laxá til Skagastrandar er þegar undir fuilu álagi og mun ekki anna þeim orkuflutningi sem þarf með starfrækslu loðnubræðslunnar, fyrirhugað mun þvi að endurbyggja lin- una svo ekki verði orkuskortur þegar íoðnan fer að flæða inn i vélarnar. Byggöastefna Framsóknar- fiokksins setur sitt mark á Skagaströnd, þar hefur dug- mikiu fóiki verið gert kieift að byggja upp pláss, sem nær al- gerlega hafði staðnað. Nú er á Skagaströnd ótölu- legur fjöldi nýbyggðra húsa, maibik eða oliumöi komin á aðalgötuna og þessa dagana er verið aö leggja oliumöl á margar ibúðarhúsagötur. Byggjum landið allt er kjör- orð Framsóknarmanna. Það hefur verið gert myndarlega á Skagaströnd. K.Sn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.