Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 35

Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 35
Matsveinn aöstoöar meö grisinn. Timamynd: Kóbert. lllaðboröiö: grisahryggur, siidarréttir, salöt, ostar og ávcxtir. Eigendur og hótelstjóri Borg- arinnar buöu blaöamönnurh' til hádegisverðar á fimmtudaginn til að kynna nýjan matseöii og skipan i hádeginu. Hugmyndin er sú, að menn geti skotist inn á Borg um miðjan dag og fengið sér að borða — einn rétt eða marga, á 15 minútum eða þrem- ur klst., allt eftir efnum og ástæðum. Forstöðumaður þess- arar nýjungar er Friðrik Gisla- son, skólastjóri Hótel- og veit- ingaskólans, sem annast hótel- stjórn i sumar. Jafnframt hefur Friðrik staöiö fyrir breytingum á salarkynnum, sem miða að þvi að skilja aðalveitingasalinn frá „gyllta salnum” (sem einu sinni hét), en i gættinni milli hinna tveggja sala stendur hlaö- borðið.burðarás hins nýja siðar i átlist á Borginni. A hlaðborðinu er hvern dag einn heitur réttur, ásamt sildarréttum, ýmiss kon- ar salötum og brauði. Búðingur og kex með osti fylgja. Hlað- borðsmáltiðin kostar um 4700 en „hlaðdiskur” kr. 1800. Auk þess geta þeir sem vilja taka hádeg- isverðinn alvarlegri tökum, val- ið sem fyrr af „matseðli dags- ins” eða „á la carte”. Eins og allir vita eru sildar- réttirnir á Borginni löngu heimsfrægir, enda hafa kunn- áttumenn i sild og aðrir sælker- ar átt þarna marga gleðistund i hálfa öld. Friðrik tjáði okkur, að meginhugmyndin með hlað- borðinu væri sú, að hafa á boð- stólum „létt kalt borð á hverj- um degi”, ólikt hinu hefðbundna kalda borði sem Borgin hefur löngum verið með á laugardög- um, og svignar af steikum fugla og spendýra, ásamt löxum, humrum, rækjum, og öðrum frægum átfiskum. Sem dæmi um hlaðborðs-snarl i há- deginu mætti taka sildarrétti með brauði i fyrstu ferð, heitan grisahrygg með hrisgrjónum og karrýsósu, ásamt grænmetis- salati (4sósur) i annarri, og kex með osti og ávöxtum i hinni þriðju. Með slika undirstöðu geta menn óhræddir sveiflað sér aftur út i viðskipta- og at- vinnulifið, sáttir við guð og menn, enda var okkur sagt að hlaðborðið hafi mælst vel fyrir jafnt meðal fastagesta sem ann- arra. Fimmtugsafmæli í aö- sigi. Aron Guðbrandsson stjórnar- formaður og einn af eigendum Borgarinnar, skýrði okkur frá sögu Borgarinnar. Jóhannes Jó- sepsson og frú Karólina komu heim frá Ameriku árið ’29 og lögðu fé sitt i að byggja Hótel Borg. Borgin var opnuð i janúar 1930, og var þá eitt finasta hótel á Norðurlöndum, kostaði með Borgin með nýja réttaskrá Viö hlaöboröið, Friörik Gislason, hótelstjóri næstur. Eftirmenn Jóhannesar á Borg (frá vinstri), Sigurjón Ragnarsson (Guölaugssonar i Hressingarskálanum), Arni Fannberg (Jónsson), Hólmsteinn Sigurösson (mágur Pétur Danielssonar) og Aron Guðbrandsson. öllum húsbúnaöi yfir eina millj- ón króna. Tiðindamaöur Morg- unblaðsins lýsti þessu svo: „Snælduhurðin i fordyrinu þaut i sifellu, inn streymdu gestir. En þó allmargir komi i einu ber ekki á þrengslum, þvi 50 borð eru i aöalveitingasalnum, og yfir 150 sæti en 100 stólar meö smáborðum i „gyllta salnum”, sem standa utan með dansplássinu. Jóhannes hótel- eigandi var að ganga frá mat- seðlum gildaskálans, eða „réttaskrám”, sem hann nefnir. Þar rek ég augun i margt ný- stárlegt, bæði nöfn og verðlag. „Cabaret” heitir fjölmeti á Borg, og kostar 3 krónur en miðdegisverður kostar kr. 2.50.” Þvi Jóhannes vildi hafa reisn yfir hlutunum: glæsilegt hótel og glæsilega hótelmenningu, með islenskum nöfnum á rétt- unum. Þá orti Tómas: „Arveig drukku ýtar fyrst, umlaði þá i seggjum. Borðuðu svo með bestu lyst, bauta með pönnueggjum.” Þvi miður hefur ekki tekist jafnvel með nýja matseðilinn: ég tel 32 villur i enska textanum, 3 i hinum islenska og eina i vin- skránni. Þetta verður að leiðrétta snarlega. Nýir eigendur tóku við rekstri Borgarinnar 1. janúar 1960, þeir Aron Guðbrandsson, Jón Fann- berg, Ragnar Guölaugsson og Pétur Danielsson. Pétur Danielsson var hótelstjóri, en féll frá i júli 1977. Þá tók Stein- unn Thorlacius við rekstr- inum, og nú i sumar Friðrik Gislason, sem fyrr sagði. Og sitthvað hefur breytst þessi 50 ár. Matsölustöðum hefur að visu fjölgað i bænum, en það hefur bæjarbúum lika gert, en jafnframt hefur það orðið hlutfallslega æ dýrara að „borða úti". Fyrst eftir striðiö var það t.d. ódýrara að fara á Borgina en að borða sunnu- dagamatinn heima (sagði Frið- rik Gislason mér.. en hann hóf feril sinn á Borginni um þær mundir), og þannig á það auð- vitað að vera. Þau gleöitiðindi berast nú frá Vesturheimi. að vinsældir magasárs- og hjarta- slagsfæðu (TV dinners, ham- borgarar) fari nú mjög dvin- andi, og menn sæki fremur út á matsölustaði að borða heldur en að vera að gutla þetta hver i sinu horni. Raunhæfasta leiðin til að skapa ..lifandi miðbæ” hefur ekkert með Hallærisplan- ið eða Fjalaköttinn aö gera — hún er sú, að gera mönnum kleift að komast út úr eldhúsinu og niður i bæ. til að borða og hitta vini sina. Það mun fara saman. að miðbærinn „lifnar við”, og snælduhurðin á Borg- inni fer að þjóta i sifellu. Sig.St.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.